Hamilton: Svona á kappakstur að vera Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 14. maí 2017 14:17 Hamilton var afar góður í dag. Vísir/Getty Lewis Hamilton vann sína 55. keppni í Formúlu 1 í dag. Hann vann með klókindum liðsins og frábærum tilþrifum. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Svona á kappakstur að vera, Sebastian [Vettel] var afar fljótur. Keppnisáætlunin okkar gekk fullkomlega upp og okkur tókst að bregðast við. Mér fannst ég hafa átt rétt á plássi inn í fyrstu beygjunni þegar Sebastian tók fram úr en kannski er það ekki rétt svona eftir á að hyggja,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum. „Við spóluðum báðir aðeins í ræsingunni. Ég læsti inn í umrædda fyrstu beygju þegar hann var kominn fram úr. Við reyndum að halda keppninni áfram, baráttan var frábær og kappaksturinn skemmtilegur. Plan C var að taka þriðja þjónustuhléið en það var aldrei neinn tilgangur í því,“ sagði Sebastian Vettel á verðlaunapallinum. „Við vorum heppin í dag, Valtteri [Bottas] stoppaði og við komumst á verðlaunapallinn. Það er gott að fá að standa á verðlaunapallinum sem er allt sem við getum óskað okkur eins og staðan er í dag,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð þriðji. „Á mjúku dekkjunum hefur maður smá forskot. Sebastian missti tíma fyrir aftan Bottas. Svona er kappakstur. Við verðum bara að gera betur næst,“ sagði Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari.Daniel Ricciardo náði sínum fyrsta verðlaunapalli síðan í Mexíkó í fyrra.Vísir/Getty„Frábær lisðsigur í dag. Það má ekki gleyma Valtteri í jöfnunni. Ferrari þurfti að taka áhættuna á að taka þjónustuhlé snemma, þeir vissu að annars myndum við gera það. Við munum ekki gera Lewis að okkar aðalökumanni. Við höfum aldrei valið okkur aðalökumann og munum ekki gera það. Þetta mun ráðast af sjálfsdáðum,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Þetta var frábær dagur, keppnisáætlun okkar var mikilvæg og verkfræðingarnir okkar stóðu sig afar vel, Pascal [Wehrlein] átti afar góða keppni,“ sagði Monisha Kaltenborn, lisstjóri Sauber. „Ég var ekki einu sinni að pæla í því að vélin væri gömul. Hún virtist þó ekki geta höndlað heila keppni í viðbót. Ég var að reyna að halda uppi hraða í gegnum fyrstu beygju þegar við Kimi [Raikkonen] lentum sama. Það batt svo enda á keppni hans og Max Verstappen,“ sagði Valtteri Bottas sem náði ekki að klára keppnina í dag. Hann spilaði þó mikilvægt hlutverk í því að skapa sigur Hamilton yfir Vettel. Bottas hélt Vettel vel fyrir aftan sig á tímabili. Formúla Tengdar fréttir Svekktur aðdáandi Kimi Raikkonen fékk að hitta hetjuna Kimi Raikkonen datt út strax í fyrstu beygju spænska kappakstursins eftir samstuð við Max Verstappen og Valtteri Bottas. Raikkonen nýtti tímann til að hitta ungan aðdáenda sem tók brotthvarf Finnans nærri sér. 14. maí 2017 13:32 Alonso: Sjöunda sæti er eins og gjöf í dag Lewis Hamilton náði ráspól fyrir spænska kappaksturinn sem fram fer á morgun eftir afar spennandi tímatöku. Fernando Alonso kom einna helst á óvart með sjöunda sætinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 13. maí 2017 20:45 Lewis Hamilton vann á Spáni Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í spænska kappakstrinum. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 14. maí 2017 13:41 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Lewis Hamilton vann sína 55. keppni í Formúlu 1 í dag. Hann vann með klókindum liðsins og frábærum tilþrifum. Hver sagði hvað eftir keppnina? „Svona á kappakstur að vera, Sebastian [Vettel] var afar fljótur. Keppnisáætlunin okkar gekk fullkomlega upp og okkur tókst að bregðast við. Mér fannst ég hafa átt rétt á plássi inn í fyrstu beygjunni þegar Sebastian tók fram úr en kannski er það ekki rétt svona eftir á að hyggja,“ sagði Hamilton á verðlaunapallinum. „Við spóluðum báðir aðeins í ræsingunni. Ég læsti inn í umrædda fyrstu beygju þegar hann var kominn fram úr. Við reyndum að halda keppninni áfram, baráttan var frábær og kappaksturinn skemmtilegur. Plan C var að taka þriðja þjónustuhléið en það var aldrei neinn tilgangur í því,“ sagði Sebastian Vettel á verðlaunapallinum. „Við vorum heppin í dag, Valtteri [Bottas] stoppaði og við komumst á verðlaunapallinn. Það er gott að fá að standa á verðlaunapallinum sem er allt sem við getum óskað okkur eins og staðan er í dag,“ sagði Daniel Ricciardo sem varð þriðji. „Á mjúku dekkjunum hefur maður smá forskot. Sebastian missti tíma fyrir aftan Bottas. Svona er kappakstur. Við verðum bara að gera betur næst,“ sagði Maurizio Arrivabene, liðsstjóri Ferrari.Daniel Ricciardo náði sínum fyrsta verðlaunapalli síðan í Mexíkó í fyrra.Vísir/Getty„Frábær lisðsigur í dag. Það má ekki gleyma Valtteri í jöfnunni. Ferrari þurfti að taka áhættuna á að taka þjónustuhlé snemma, þeir vissu að annars myndum við gera það. Við munum ekki gera Lewis að okkar aðalökumanni. Við höfum aldrei valið okkur aðalökumann og munum ekki gera það. Þetta mun ráðast af sjálfsdáðum,“ sagði Toto Wolff, liðsstjóri Mercedes. „Þetta var frábær dagur, keppnisáætlun okkar var mikilvæg og verkfræðingarnir okkar stóðu sig afar vel, Pascal [Wehrlein] átti afar góða keppni,“ sagði Monisha Kaltenborn, lisstjóri Sauber. „Ég var ekki einu sinni að pæla í því að vélin væri gömul. Hún virtist þó ekki geta höndlað heila keppni í viðbót. Ég var að reyna að halda uppi hraða í gegnum fyrstu beygju þegar við Kimi [Raikkonen] lentum sama. Það batt svo enda á keppni hans og Max Verstappen,“ sagði Valtteri Bottas sem náði ekki að klára keppnina í dag. Hann spilaði þó mikilvægt hlutverk í því að skapa sigur Hamilton yfir Vettel. Bottas hélt Vettel vel fyrir aftan sig á tímabili.
Formúla Tengdar fréttir Svekktur aðdáandi Kimi Raikkonen fékk að hitta hetjuna Kimi Raikkonen datt út strax í fyrstu beygju spænska kappakstursins eftir samstuð við Max Verstappen og Valtteri Bottas. Raikkonen nýtti tímann til að hitta ungan aðdáenda sem tók brotthvarf Finnans nærri sér. 14. maí 2017 13:32 Alonso: Sjöunda sæti er eins og gjöf í dag Lewis Hamilton náði ráspól fyrir spænska kappaksturinn sem fram fer á morgun eftir afar spennandi tímatöku. Fernando Alonso kom einna helst á óvart með sjöunda sætinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 13. maí 2017 20:45 Lewis Hamilton vann á Spáni Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í spænska kappakstrinum. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 14. maí 2017 13:41 Mest lesið Biðla til FIFA um að hætta við miðdagsleiki af ótta við hita Fótbolti Gáttaðir á ótrúlegu skoti: „Yrði dæmt á þetta í blakinu“ Fótbolti Markaregn og þrenna er ÍA vann botnslaginn Fótbolti Fluminense sendi Inter heim Fótbolti Einn sá besti í heimi óvænt úr leik í fyrstu umferð Sport Arnór lagði upp og dramatískur sigur lærisveina Freys Fótbolti Fimm ástæður þess að Ísland falli strax út á EM Fótbolti Sænsk landsliðskona til Grindavíkur Körfubolti Teflt í skjóli móbergsveggja í Laugarvatnshellum Sport Víkingar krækja í Óskar Borgþórs frá Sogndal Fótbolti Fleiri fréttir Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Svekktur aðdáandi Kimi Raikkonen fékk að hitta hetjuna Kimi Raikkonen datt út strax í fyrstu beygju spænska kappakstursins eftir samstuð við Max Verstappen og Valtteri Bottas. Raikkonen nýtti tímann til að hitta ungan aðdáenda sem tók brotthvarf Finnans nærri sér. 14. maí 2017 13:32
Alonso: Sjöunda sæti er eins og gjöf í dag Lewis Hamilton náði ráspól fyrir spænska kappaksturinn sem fram fer á morgun eftir afar spennandi tímatöku. Fernando Alonso kom einna helst á óvart með sjöunda sætinu. Hver sagði hvað eftir tímatökuna? 13. maí 2017 20:45
Lewis Hamilton vann á Spáni Lewis Hamilton á Mercedes kom fyrstur í mark í spænska kappakstrinum. Sebastian Vettel á Ferrari varð annar og Daniel Ricciardo á Red Bull varð þriðji. 14. maí 2017 13:41