Símafélögin misstu Iphone umboðið yfir til Epli Haraldur Guðmundsson skrifar 17. maí 2017 09:00 Apple samdi við Epli um umboðið fyrir Iphone. Vísir/Anton Brink „Þetta er nýbúið að gerast,“ svarar Guðni Rafn Eiríksson, framkvæmdastjóri og eigandi Eplis, spurður hvort fyrirtækið hafi tryggt sér umboðið fyrir farsíma Apple hér á landi. Síminn, Vodafone á Íslandi og Nova hafa verið umboðsaðilar á farsímum bandaríska raftækjaframleiðandans síðan þeir fóru fyrst í sölu hér landi árið 2009. „Við höfum hingað til verið með umboð á öllum vörum Apple nema Iphone. Fjarskipafyrirtækin hafa átt það síðan fyrsti síminn kom á markað en Apple vill nú fara í gegnum einn aðila en ekki þrjá,“ segir Guðni í samtali við Markaðinn. Epli er bæði heild- og smásali á vörum Apple og rekur tvær verslanir, við Laugaveg og í Smáralind. Fyrirtækið nýtur ákveðinna sérkjara á vörum frá Apple en hefur hingað til þurft að kaupa Iphone til endursölu af fjarskiptafélögunum þremur. Það er í eigu einkahlutafélagsins Skakkaturns sem Guðni keypti í desember í fyrra af þeim Bjarna Ákasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eplis, og Valdimar Grímssyni fjárfesti og fyrrverandi handboltakappa. Guðni á í dag 80 prósenta hlut í fyrirtækinu en Bjarni á 20 prósent. „Þú getur keypt símana hvar sem er því það er ekki lengur til neitt sem heitir einkaumboð á raftækjum. Apple veitir aftur á móti ákveðna ábyrgð sem við þjónustum og síðan geta allir komið með símana hingað í þjónustu óháð því hvar þeir voru keyptir,“ segir Guðni. „Menn leita að besta verðinu og þar þurftum við að vera samkeppnishæf. Þegar það kemur nýr Iphone á markað snýst þetta einnig um að fá vöruna á réttum tíma en fyrir okkur skiptir mestu að fá þjónustuna. Það er ekki mikill hagnaður af símasölu en við munum þjónusta símafyrirtækin hér heima og verðum þeirra birgir. Neytendur munu aftur á móti ekki finna fyrir neinum breytingum og áfram verður hægt að kaupa símana í öllum helstu verslunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
„Þetta er nýbúið að gerast,“ svarar Guðni Rafn Eiríksson, framkvæmdastjóri og eigandi Eplis, spurður hvort fyrirtækið hafi tryggt sér umboðið fyrir farsíma Apple hér á landi. Síminn, Vodafone á Íslandi og Nova hafa verið umboðsaðilar á farsímum bandaríska raftækjaframleiðandans síðan þeir fóru fyrst í sölu hér landi árið 2009. „Við höfum hingað til verið með umboð á öllum vörum Apple nema Iphone. Fjarskipafyrirtækin hafa átt það síðan fyrsti síminn kom á markað en Apple vill nú fara í gegnum einn aðila en ekki þrjá,“ segir Guðni í samtali við Markaðinn. Epli er bæði heild- og smásali á vörum Apple og rekur tvær verslanir, við Laugaveg og í Smáralind. Fyrirtækið nýtur ákveðinna sérkjara á vörum frá Apple en hefur hingað til þurft að kaupa Iphone til endursölu af fjarskiptafélögunum þremur. Það er í eigu einkahlutafélagsins Skakkaturns sem Guðni keypti í desember í fyrra af þeim Bjarna Ákasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eplis, og Valdimar Grímssyni fjárfesti og fyrrverandi handboltakappa. Guðni á í dag 80 prósenta hlut í fyrirtækinu en Bjarni á 20 prósent. „Þú getur keypt símana hvar sem er því það er ekki lengur til neitt sem heitir einkaumboð á raftækjum. Apple veitir aftur á móti ákveðna ábyrgð sem við þjónustum og síðan geta allir komið með símana hingað í þjónustu óháð því hvar þeir voru keyptir,“ segir Guðni. „Menn leita að besta verðinu og þar þurftum við að vera samkeppnishæf. Þegar það kemur nýr Iphone á markað snýst þetta einnig um að fá vöruna á réttum tíma en fyrir okkur skiptir mestu að fá þjónustuna. Það er ekki mikill hagnaður af símasölu en við munum þjónusta símafyrirtækin hér heima og verðum þeirra birgir. Neytendur munu aftur á móti ekki finna fyrir neinum breytingum og áfram verður hægt að kaupa símana í öllum helstu verslunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið Afsökunum fyrir að drekka ekki kaffi fer fækkandi Atvinnulíf Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Bíllinn þremur milljónum dýrari Viðskipti innlent Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Viðskipti innlent Lindex lokað á Íslandi Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fullt af nýjum bílum hjá Toyota Samstarf Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Boðar aðgerðir til að koma reglu á „gjaldskyldufrumskóg“ Neytendur Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira