Símafélögin misstu Iphone umboðið yfir til Epli Haraldur Guðmundsson skrifar 17. maí 2017 09:00 Apple samdi við Epli um umboðið fyrir Iphone. Vísir/Anton Brink „Þetta er nýbúið að gerast,“ svarar Guðni Rafn Eiríksson, framkvæmdastjóri og eigandi Eplis, spurður hvort fyrirtækið hafi tryggt sér umboðið fyrir farsíma Apple hér á landi. Síminn, Vodafone á Íslandi og Nova hafa verið umboðsaðilar á farsímum bandaríska raftækjaframleiðandans síðan þeir fóru fyrst í sölu hér landi árið 2009. „Við höfum hingað til verið með umboð á öllum vörum Apple nema Iphone. Fjarskipafyrirtækin hafa átt það síðan fyrsti síminn kom á markað en Apple vill nú fara í gegnum einn aðila en ekki þrjá,“ segir Guðni í samtali við Markaðinn. Epli er bæði heild- og smásali á vörum Apple og rekur tvær verslanir, við Laugaveg og í Smáralind. Fyrirtækið nýtur ákveðinna sérkjara á vörum frá Apple en hefur hingað til þurft að kaupa Iphone til endursölu af fjarskiptafélögunum þremur. Það er í eigu einkahlutafélagsins Skakkaturns sem Guðni keypti í desember í fyrra af þeim Bjarna Ákasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eplis, og Valdimar Grímssyni fjárfesti og fyrrverandi handboltakappa. Guðni á í dag 80 prósenta hlut í fyrirtækinu en Bjarni á 20 prósent. „Þú getur keypt símana hvar sem er því það er ekki lengur til neitt sem heitir einkaumboð á raftækjum. Apple veitir aftur á móti ákveðna ábyrgð sem við þjónustum og síðan geta allir komið með símana hingað í þjónustu óháð því hvar þeir voru keyptir,“ segir Guðni. „Menn leita að besta verðinu og þar þurftum við að vera samkeppnishæf. Þegar það kemur nýr Iphone á markað snýst þetta einnig um að fá vöruna á réttum tíma en fyrir okkur skiptir mestu að fá þjónustuna. Það er ekki mikill hagnaður af símasölu en við munum þjónusta símafyrirtækin hér heima og verðum þeirra birgir. Neytendur munu aftur á móti ekki finna fyrir neinum breytingum og áfram verður hægt að kaupa símana í öllum helstu verslunum.“ Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira
„Þetta er nýbúið að gerast,“ svarar Guðni Rafn Eiríksson, framkvæmdastjóri og eigandi Eplis, spurður hvort fyrirtækið hafi tryggt sér umboðið fyrir farsíma Apple hér á landi. Síminn, Vodafone á Íslandi og Nova hafa verið umboðsaðilar á farsímum bandaríska raftækjaframleiðandans síðan þeir fóru fyrst í sölu hér landi árið 2009. „Við höfum hingað til verið með umboð á öllum vörum Apple nema Iphone. Fjarskipafyrirtækin hafa átt það síðan fyrsti síminn kom á markað en Apple vill nú fara í gegnum einn aðila en ekki þrjá,“ segir Guðni í samtali við Markaðinn. Epli er bæði heild- og smásali á vörum Apple og rekur tvær verslanir, við Laugaveg og í Smáralind. Fyrirtækið nýtur ákveðinna sérkjara á vörum frá Apple en hefur hingað til þurft að kaupa Iphone til endursölu af fjarskiptafélögunum þremur. Það er í eigu einkahlutafélagsins Skakkaturns sem Guðni keypti í desember í fyrra af þeim Bjarna Ákasyni, fyrrverandi framkvæmdastjóra Eplis, og Valdimar Grímssyni fjárfesti og fyrrverandi handboltakappa. Guðni á í dag 80 prósenta hlut í fyrirtækinu en Bjarni á 20 prósent. „Þú getur keypt símana hvar sem er því það er ekki lengur til neitt sem heitir einkaumboð á raftækjum. Apple veitir aftur á móti ákveðna ábyrgð sem við þjónustum og síðan geta allir komið með símana hingað í þjónustu óháð því hvar þeir voru keyptir,“ segir Guðni. „Menn leita að besta verðinu og þar þurftum við að vera samkeppnishæf. Þegar það kemur nýr Iphone á markað snýst þetta einnig um að fá vöruna á réttum tíma en fyrir okkur skiptir mestu að fá þjónustuna. Það er ekki mikill hagnaður af símasölu en við munum þjónusta símafyrirtækin hér heima og verðum þeirra birgir. Neytendur munu aftur á móti ekki finna fyrir neinum breytingum og áfram verður hægt að kaupa símana í öllum helstu verslunum.“
Birtist í Fréttablaðinu Markaðir Mest lesið „Það verða fjöldagjaldþrot“ Viðskipti innlent „Klárum þetta með góðu partíi heima hjá mér í kvöld“ Atvinnulíf Hætt við að vextir hækki Viðskipti innlent „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Viðskipti innlent „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Viðskipti innlent Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Viðskipti innlent Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Viðskipti innlent Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun Viðskipti innlent Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Viðskipti innlent „Ég fæ hroll þegar fólk segist hafa notað sama lykilorðið í 20 ár“ Samstarf Fleiri fréttir „Ekki bara smá eyða, þetta er risastórt gat“ Hætt við að vextir hækki „Niðursveifla í byggingariðnaði er hafin“ Niðurstaða í máli Arion banka um miðjan desember Hafi áhrif á innan við tíu prósent fyrstu kaupenda Ráðin framkvæmdastjóri Sólar ehf. Tilkynntu Terra og Kubb eftir fundi með sveitarfélögum Línur gætu skýrst hjá Norðuráli í næstu viku Síldarvinnslan birtir jákvæða afkomuviðvörun „Það verða fjöldagjaldþrot“ Veitingamenn uggandi yfir erfiðum rekstrarskilyrðum Meirihluti vill afnema áminningarskyldu Byrjaði 18 ára í þjónustuverinu og hættir nú sem framkvæmdastjóri Öll lónin full og vatnsbúskapur tók stökkbreytingum Tekjur Isavia jukust um tæpa 1,2 milljarða króna milli ára Þrjú kvár stýra fyrirtækjum Hyggjast opna lágvöruverslun og Orkustöð á Blönduósi Landsbankinn breytir framboði á lánum eftir vaxtadóminn Ljóst að kaupverð á íbúðum í Vesturbugt verði í hærri kantinum „Atvinnulífið er sannarlega að kólna“ Landsbankinn hagnast um tæpa 30 milljarða á níu mánuðum Síminn kaupir Motus og Pei Sjóvá hagnast um 666 milljónir það sem af er ári Húsleit hjá Terra Kampavínsklúbbar, innherjasvik og nú meint skattsvik Telur neytendur hafa unnið pyrrosarsigur í vaxtamálinu Samstöðin tapaði fimmtíu milljónum Bara tala kynnti „Bare si det“ til leiks í Noregi Getur tekið einstæða foreldra allt að átján ár að safna fyrir íbúð Fasteignamarkaðurinn „kaupendamarkaður“ að mati fasteignasala Sjá meira