Kvöddu Ólaf forviða eftir fundinn: „Hvers vegna vorum við að mæta á þennan fund?“ Haraldur Guðmundsson skrifar 18. maí 2017 07:00 Ólafur Ólafsson Vísir/Eyþór „Hvers vegna ertu að senda okkur þetta,“ spurði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar og varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, forviða á fundi nefndarinnar síðdegis í gær og beindi orðum sínum til athafnamannsins Ólafs Ólafssonar. Jón vísaði þar í gögn sem Ólafur sendi nefndinni á þriðjudag og áttu að hrekja niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis um að aðkoma þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum S-hópsins á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum í janúar 2003 hefði einungis verið til málamynda og Ólafur þar leikið lykilhlutverk. Ólafur óskaði eftir að fá að mæta fyrir nefndina og tjá sig um aðkomu sína að einkavæðingu bankans og niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar um að hann hafi blekkt ríkið, almenning og fjölmiðla. Ólafur fullyrti á fundinum, og í ávarpi sem hann birti fyrir hádegi í gær, að Hauck & Aufhäuser hefði í raun keypt í bankanum. Líkt og í ávarpinu gerði hann mikið úr þeirri fullyrðingu sinni að ályktun rannsóknarnefndarinnar, um að þátttaka erlends fjárfestis hefði verið forsenda í kaupunum á Búnaðarbankanum, væri röng. Jón Steindór tók síðan til máls og fullyrti að gögnin sem Ólafur sendi nefndinni, og áttu að réttlæta það að hann fékk fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefðu öll með fáeinum undantekningum farið inn á borð rannsóknarnefndarinnar. „Ég skal viðurkenna það að ég átti satt að segja von á nýjum gögnum sem myndu varpa einhverju öðru eða skýrara ljósi á atburðarásina,“ sagði Jón Steindór. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sat fundinn í gær í fjarveru Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vilhjálmur fullyrti fyrst árið 2005 að þýski bankinn hefði aldrei í raun verið hluthafi í Búnaðarbankanum. Þegar röðin var komin að honum stóð Vilhjálmur upp úr sæti sínu og gekk til Ólafs með tvö skjöl. Þar mátti finna fréttatilkynningu frá janúar 2003 þar sem kaupendur á hlutnum í Búnaðarbankanum fögnuðu aðkomu þýska bankans. „Hér í þessum skjölum eru blekkingar,“ fullyrti Vilhjálmur. „Hvers vegna komstu ekki hreint fram og sagðist vera að kaupa þetta sjálfur en ekki með aura Hauck heldur með láni frá Kaupþingi.“ Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði í kjölfarið hvort Ólafur gæti í „hjartans einlægni“ svarað því hvort um blekkingu hafi verið að ræða. Hvort hann hefði átt frumkvæði að baksamningum sem Rannsóknarnefnd Alþingis greindi frá og tryggðu Hauck & Aufhäuser þóknanatekjur upp á eina milljón evra og fullt skaðleysi. Þótti nefndarmönnum það einkennileg viðskipti að þýski bankinn hefði ekki notið fjárhagslegs ávinnings fyrir utan þóknunina. Svaraði Ólafur því að þeir sem hefðu tekið mesta áhættu í kaupunum á Búnaðarbankanum hefðu borið mest úr býtum. „Þetta var hvorki lygi né blekking,“ sagði Ólafur í kjölfarið. Þegar rúmlega klukkustund var liðin spurði Ólafur hversu lengi fundurinn ætti að standa. Voru þá nokkrir þingmenn eftir á mælendaskrá en fundinum lauk um hálftíma síðar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hafði þá ítrekað að Rannsóknarnefnd Alþingis nyti fulls trausts nefndarinnar og nokkrir aðrir nefndarmenn kvartað yfir ófullnægjandi svörum af hálfu Ólafs. Nokkrir höfðu á orði við fréttamenn að ætlunarverkið, að hrekja niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar, hefði ekki tekist. Vilhjálmur Bjarnason gekk fyrstur út og endurtók að mestu það sem hann hafði áður kallað yfir fundinn: „Hvers vegna vorum við að mæta á þennan fund?“ Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira
„Hvers vegna ertu að senda okkur þetta,“ spurði Jón Steindór Valdimarsson, þingmaður Viðreisnar og varaformaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis, forviða á fundi nefndarinnar síðdegis í gær og beindi orðum sínum til athafnamannsins Ólafs Ólafssonar. Jón vísaði þar í gögn sem Ólafur sendi nefndinni á þriðjudag og áttu að hrekja niðurstöðu Rannsóknarnefndar Alþingis um að aðkoma þýska bankans Hauck & Aufhäuser að kaupum S-hópsins á 45,8 prósenta hlut ríkisins í Búnaðarbankanum í janúar 2003 hefði einungis verið til málamynda og Ólafur þar leikið lykilhlutverk. Ólafur óskaði eftir að fá að mæta fyrir nefndina og tjá sig um aðkomu sína að einkavæðingu bankans og niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar um að hann hafi blekkt ríkið, almenning og fjölmiðla. Ólafur fullyrti á fundinum, og í ávarpi sem hann birti fyrir hádegi í gær, að Hauck & Aufhäuser hefði í raun keypt í bankanum. Líkt og í ávarpinu gerði hann mikið úr þeirri fullyrðingu sinni að ályktun rannsóknarnefndarinnar, um að þátttaka erlends fjárfestis hefði verið forsenda í kaupunum á Búnaðarbankanum, væri röng. Jón Steindór tók síðan til máls og fullyrti að gögnin sem Ólafur sendi nefndinni, og áttu að réttlæta það að hann fékk fund með stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd, hefðu öll með fáeinum undantekningum farið inn á borð rannsóknarnefndarinnar. „Ég skal viðurkenna það að ég átti satt að segja von á nýjum gögnum sem myndu varpa einhverju öðru eða skýrara ljósi á atburðarásina,“ sagði Jón Steindór. Vilhjálmur Bjarnason, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sat fundinn í gær í fjarveru Brynjars Níelssonar, formanns stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar. Vilhjálmur fullyrti fyrst árið 2005 að þýski bankinn hefði aldrei í raun verið hluthafi í Búnaðarbankanum. Þegar röðin var komin að honum stóð Vilhjálmur upp úr sæti sínu og gekk til Ólafs með tvö skjöl. Þar mátti finna fréttatilkynningu frá janúar 2003 þar sem kaupendur á hlutnum í Búnaðarbankanum fögnuðu aðkomu þýska bankans. „Hér í þessum skjölum eru blekkingar,“ fullyrti Vilhjálmur. „Hvers vegna komstu ekki hreint fram og sagðist vera að kaupa þetta sjálfur en ekki með aura Hauck heldur með láni frá Kaupþingi.“ Lilja Alfreðsdóttir, þingmaður Framsóknarflokksins, spurði í kjölfarið hvort Ólafur gæti í „hjartans einlægni“ svarað því hvort um blekkingu hafi verið að ræða. Hvort hann hefði átt frumkvæði að baksamningum sem Rannsóknarnefnd Alþingis greindi frá og tryggðu Hauck & Aufhäuser þóknanatekjur upp á eina milljón evra og fullt skaðleysi. Þótti nefndarmönnum það einkennileg viðskipti að þýski bankinn hefði ekki notið fjárhagslegs ávinnings fyrir utan þóknunina. Svaraði Ólafur því að þeir sem hefðu tekið mesta áhættu í kaupunum á Búnaðarbankanum hefðu borið mest úr býtum. „Þetta var hvorki lygi né blekking,“ sagði Ólafur í kjölfarið. Þegar rúmlega klukkustund var liðin spurði Ólafur hversu lengi fundurinn ætti að standa. Voru þá nokkrir þingmenn eftir á mælendaskrá en fundinum lauk um hálftíma síðar. Birgitta Jónsdóttir, þingmaður Pírata, hafði þá ítrekað að Rannsóknarnefnd Alþingis nyti fulls trausts nefndarinnar og nokkrir aðrir nefndarmenn kvartað yfir ófullnægjandi svörum af hálfu Ólafs. Nokkrir höfðu á orði við fréttamenn að ætlunarverkið, að hrekja niðurstöðu rannsóknarnefndarinnar, hefði ekki tekist. Vilhjálmur Bjarnason gekk fyrstur út og endurtók að mestu það sem hann hafði áður kallað yfir fundinn: „Hvers vegna vorum við að mæta á þennan fund?“
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Z-kynslóðin sem foreldrar byrjuð að breyta leikreglunum Atvinnulíf „Óskiljanleg“ regla leiddi til þess að hann greiddi flugferðina tvisvar Neytendur Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Viðskipti innlent Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Viðskipti innlent Jaap Stam mætti í Jóa Útherja og heillaði aðdáendur Manchester United Samstarf Andri frá Origo til Ofar Viðskipti innlent Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Viðskipti innlent Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Viðskipti innlent „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Viðskipti innlent Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Viðskipti innlent Fleiri fréttir Stofnendur Vélfags ekki hafðir með í ráðum Andri frá Origo til Ofar Stofnandi Fortuna Invest til Lyfja og heilsu Einn banki spáir óbreyttum vöxtum annar hækkuðum Kolfinna ráðin markaðsstjóri hjá Drift EA Meiri líkur á svikum þegar börn læri um fjármál á netinu Aukning loðnukvótans hittir á svelta markaði Hagnaðurinn 39 milljarðar og arðgreiðslur nítján Vertíðin gæti skilað fjörutíu milljörðum Sesselía stýrir Takk og miðlum hjá Högum Daði Már kennir olíufélögunum um „Menn voru hér með einhverja sleggju“ Hækka loðnuráðgjöf í hátt í 200 þúsund tonn Verðbólga eykst umfram svartsýnustu spár Spenna vegna nýs mats á stærð loðnustofnsins Uppsagnir hjá Íslenskri erfðagreiningu: „Gríðarlega erfiður dagur“ Ríflega hundrað milljóna gjaldþrot Culiacan Birgir Óli, Haraldur og Stefanía Erla til Póstsins Tugir missa vinnuna hjá Íslenskri erfðagreiningu Uppsagnir hjá Alvotech Fjölga starfsfólki hjá ACT4 Breytingar á eigendahópi Glassriver þar sem „gengið hefur á ýmsu“ Birta og LV skoða mögulegan samruna Breytingar á framkvæmdastjórn HS Orku Snýr aftur í álverið en nú sem forstjóri Þrír nýir forstöðumenn hjá Coca-Cola á Íslandi Kemur frá Icelandair til Varðar Siggi til Varist Hvernig erfist séreignin? Auglýsa eftir framboðum viku eftir síðasta stjórnarkjör Sjá meira