Costco sýnir bensínlítrann á 170 krónur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. maí 2017 11:57 Víst er að margur Íslendingurinn myndi fagna 169,90 krónum á lítrann verði verðið að veruleika. Vísir/Ernir Allt er að verða klárt fyrir opnun Costco við Kauptún í Garðabæ á þriðjudaginn. Prófanir hafa staðið yfir við eldsneytisbúnaðinn undanfarna daga en Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco, staðfesti við Fréttablaðið í gær að bensínstöðvarnar yrðu opnaðar fyrr en verslunin. Nokkrum dögum fyrr. Fjórir dagar eru til opnunar og blasir verðið 169,90 krónur á lítrann við þeim sem eiga leið framhjá bensíndælunum. Sama verð er á öllum dælunum sem eru tólf. Sex box þar sem hægt er að dæla báðum megin. Virðist allt klárt til að setja upp tvær til viðbótar. Bensíndælur Costco í Kauptúni.Vísir/GVA Í frétt DV í morgun segir að ekki sé um rétt verð að ræða. Hvað sem veldur lækkaði verð Orkunnar á bensíni á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Hægt er að kaupa bensín hjá Orkunni á 185,70 krónur á lítrann á Eiðistorgi, Miklubraut, Skemmuvegi og Spönginni eftir því sem fram kemur á vefsíðunni bensinverd.is sem byggir á tilkynningum frá olíufélögunum. Verðið hjá Orkunni lækkaði um tvær krónur á tólfa tímanum en það var 187,50 krónur. Lítraverðið á dælunum hjá Costco hefur undanfarinn sólarhring verið 169,90 krónur fyrir bensín og 164,90 krónur fyrir dísel. Fróðlegt verður að sjá hvort sama verð verði á dælunum þegar opnað verður fyrir sölu. Verðið sem dælurnar sýna er 169,90 krónur á lítrann fyrir bensín og 164,90 krónur á lítrann fyrir díselinn.Vísir/Ernir Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu það sem af er degi. Ljóst má telja að Costco-liðar eru meðvitaðir um hvaða verð þeir sýna á dælum sínum og þann mikla áhuga sem Íslendingar hafa á opnuninni. Costco er þekkt fyrir að bjóða lægra bensínverð en samkeppnisaðilinn til þess að teyma viðskiptavini sína til sín og kaupa aðrar vörur í versluninni. Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009.Uppfært klukkan 13:05Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, segir í svari við fyrirspurn Vísis að nú standi yfir prófun á búnaði og þjálfun starfsfólks.„Bensínverðið hefur ekki enn verið ákveðið. Verðið verður birt við opnun,“ segir Pappas. Mögulegt sé að bensínstöðin opni óformlega áður en verslunin verði opnuð á þriðjudagsmorgun.Hann sé ekki tilbúinn að tjá sig um mögulegt bensínverð sem stendur. Það sé þó markmið Costco að hjálpa meðlimum að spara peninga við öll kaup hjá Costco og þar sé benín og dísel engin undantekning. Mest lesið SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Sjá meira
Allt er að verða klárt fyrir opnun Costco við Kauptún í Garðabæ á þriðjudaginn. Prófanir hafa staðið yfir við eldsneytisbúnaðinn undanfarna daga en Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco, staðfesti við Fréttablaðið í gær að bensínstöðvarnar yrðu opnaðar fyrr en verslunin. Nokkrum dögum fyrr. Fjórir dagar eru til opnunar og blasir verðið 169,90 krónur á lítrann við þeim sem eiga leið framhjá bensíndælunum. Sama verð er á öllum dælunum sem eru tólf. Sex box þar sem hægt er að dæla báðum megin. Virðist allt klárt til að setja upp tvær til viðbótar. Bensíndælur Costco í Kauptúni.Vísir/GVA Í frétt DV í morgun segir að ekki sé um rétt verð að ræða. Hvað sem veldur lækkaði verð Orkunnar á bensíni á höfuðborgarsvæðinu í morgun. Hægt er að kaupa bensín hjá Orkunni á 185,70 krónur á lítrann á Eiðistorgi, Miklubraut, Skemmuvegi og Spönginni eftir því sem fram kemur á vefsíðunni bensinverd.is sem byggir á tilkynningum frá olíufélögunum. Verðið hjá Orkunni lækkaði um tvær krónur á tólfa tímanum en það var 187,50 krónur. Lítraverðið á dælunum hjá Costco hefur undanfarinn sólarhring verið 169,90 krónur fyrir bensín og 164,90 krónur fyrir dísel. Fróðlegt verður að sjá hvort sama verð verði á dælunum þegar opnað verður fyrir sölu. Verðið sem dælurnar sýna er 169,90 krónur á lítrann fyrir bensín og 164,90 krónur á lítrann fyrir díselinn.Vísir/Ernir Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, hefur ekki svarað fyrirspurnum fréttastofu það sem af er degi. Ljóst má telja að Costco-liðar eru meðvitaðir um hvaða verð þeir sýna á dælum sínum og þann mikla áhuga sem Íslendingar hafa á opnuninni. Costco er þekkt fyrir að bjóða lægra bensínverð en samkeppnisaðilinn til þess að teyma viðskiptavini sína til sín og kaupa aðrar vörur í versluninni. Lítrinn af bensíni hefur ekki kostað undir 170 krónur á lítrann síðan árið 2009.Uppfært klukkan 13:05Steve Pappas, aðstoðarforstjóri Costco í Evrópu, segir í svari við fyrirspurn Vísis að nú standi yfir prófun á búnaði og þjálfun starfsfólks.„Bensínverðið hefur ekki enn verið ákveðið. Verðið verður birt við opnun,“ segir Pappas. Mögulegt sé að bensínstöðin opni óformlega áður en verslunin verði opnuð á þriðjudagsmorgun.Hann sé ekki tilbúinn að tjá sig um mögulegt bensínverð sem stendur. Það sé þó markmið Costco að hjálpa meðlimum að spara peninga við öll kaup hjá Costco og þar sé benín og dísel engin undantekning.
Mest lesið SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Viðskipti innlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Viðskipti innlent Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? Viðskipti innlent Guðrún til Landsbankans Viðskipti innlent Bætist í eigendahóp Strategíu Viðskipti innlent Airpods allt að 40 prósent dýrari hérlendis Neytendur Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Viðskipti innlent Vélfag stefnir ríkinu Viðskipti innlent Valsstelpa í lyfjabyltingu: „Ég var alltaf svolítið skrýtin blanda“ Atvinnulíf Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Viðskipti innlent Fleiri fréttir SVEIT sleppi ekki við milljónasektir Bætist í eigendahóp Strategíu Guðrún til Landsbankans Hvernig fæ ég unglingana mína til að fara betur með peninga? „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Vélfag stefnir ríkinu Meirihluti í SA andvígur ESB aðild Ráðinn nýr tækni- og þjónustustjóri Advania á Akureyri Syndis kaupir sænskt fyrirtæki Tveir nýir stjórnendur hjá Símanum Jóhann Páll hættir við þátttöku á haustfundi SVEIT Heimavöllur Aftureldingar kenndur við rafmyntafyrirtæki Ráðinn markaðsstjóri Emmessíss Hörður og Svala endurvekja Macland Hyggja á opnun verslunar á Höfn á næsta ári Litla kaffistofan verði nýtt fyrir norðurljósaferðir Endurbyggja gömul hús úr miðbæ Reykjavíkur á Selfossi Arnar og Aron Elí til Reita Eftirlitið veður í Veðurstofuna Eldgosin við Grindavík höfðu mikil áhrif á neikvæða afkomu hins opinbera Leitin skili tekjum í ríkissjóð þó það finnist ekki olía Langþreytt á fasteignakeðjum sem slitna og ætlar aldrei aftur að flytja Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Sjá meira