Ívilnun fyrir lögmenn? Helga Vala Helgadóttir skrifar 1. maí 2017 07:00 Virðisaukaskattur á lögmannsþjónustu er 24%. Lögmenn þurfa þannig, eins og reyndar velflestir aðrir þjónustuaðilar, að leggja 24% ofan á þóknun þegar þeir rukka viðskiptavini sína. Þar er ekkert tillit tekið til þess hvort viðskiptavinir séu fjáðir eða ekki, einstaklingar eða fyrirtæki, eitt skal yfir alla ganga. Þá liggur einnig fyrir að offramboð er á lögfræðingum í dag og færri að sækja sér réttindi til að stunda lögmannsstörf. Krísa í stéttinni má segja. Ætti lögmannafélagið að beita sér fyrir því að lögmenn fái ívilnun þegar kemur að álagningu virðisaukaskatts? Veit ekki til þess að neinar greiningar hafi verið framkvæmdar þegar tekin var ákvörðun um þessa skattheimtu, né heldur að eitthvert áralangt samtal hafi átt sér stað við lögmenn og viðskiptavini þeirra. Þetta er skattur sem var ákveðinn árið 1988 á Alþingi og tók þá við af söluskatti sem verið hafði í einhverri mynd nánast frá árinu 1945. Þetta hækkar auðvitað reikninginn hjá þeim sem eiga í viðskiptum og gerir lögmönnum erfiðara fyrir að hækka tímagjaldið. Er því ekki upplagt að lögmenn fái félagið sitt til að hamast í stjórnvöldum og krefjast ívilnandi meðferðar fyrir stéttina í ljósi ofangreinds? Það er ólíklegt að einhverjum þætti það eðlilegt. 24% álagning á þóknun er vissulega íþyngjandi en gætum við með einhverjum hætti réttlætt það að taka eina starfsgrein út fyrir sviga þegar kemur að slíkri álagningu virðisaukaskatts? Ég leyfi mér að efast um að slíkt hlyti hljómgrunn. Hvers vegna ætti það þá að gilda um aðra starfsgrein sem þessi misserin er í miklum blóma? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun Gamalt vín á nýjum belgjum Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Kópavogur forgangsraðar í þágu kennara, barna og skólastarfs Ásdís Kristjánsdóttir Skoðun Ofþétting byggðar í Breiðholti? Þorvaldur Daníelsson Skoðun Vofa illsku, vofa grimmdar Haukur Már Haraldsson Skoðun Hvenær ber fullorðið fólk ábyrð? Guðrún Ósk Þórudóttir Skoðun Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun Trans fólk er ekki að biðja um sérmeðferð Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Það á að hafa afleiðingar að níðast á varnarlausu fólki Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Að leita er að læra Ragnar Sigurðsson Skoðun
Virðisaukaskattur á lögmannsþjónustu er 24%. Lögmenn þurfa þannig, eins og reyndar velflestir aðrir þjónustuaðilar, að leggja 24% ofan á þóknun þegar þeir rukka viðskiptavini sína. Þar er ekkert tillit tekið til þess hvort viðskiptavinir séu fjáðir eða ekki, einstaklingar eða fyrirtæki, eitt skal yfir alla ganga. Þá liggur einnig fyrir að offramboð er á lögfræðingum í dag og færri að sækja sér réttindi til að stunda lögmannsstörf. Krísa í stéttinni má segja. Ætti lögmannafélagið að beita sér fyrir því að lögmenn fái ívilnun þegar kemur að álagningu virðisaukaskatts? Veit ekki til þess að neinar greiningar hafi verið framkvæmdar þegar tekin var ákvörðun um þessa skattheimtu, né heldur að eitthvert áralangt samtal hafi átt sér stað við lögmenn og viðskiptavini þeirra. Þetta er skattur sem var ákveðinn árið 1988 á Alþingi og tók þá við af söluskatti sem verið hafði í einhverri mynd nánast frá árinu 1945. Þetta hækkar auðvitað reikninginn hjá þeim sem eiga í viðskiptum og gerir lögmönnum erfiðara fyrir að hækka tímagjaldið. Er því ekki upplagt að lögmenn fái félagið sitt til að hamast í stjórnvöldum og krefjast ívilnandi meðferðar fyrir stéttina í ljósi ofangreinds? Það er ólíklegt að einhverjum þætti það eðlilegt. 24% álagning á þóknun er vissulega íþyngjandi en gætum við með einhverjum hætti réttlætt það að taka eina starfsgrein út fyrir sviga þegar kemur að slíkri álagningu virðisaukaskatts? Ég leyfi mér að efast um að slíkt hlyti hljómgrunn. Hvers vegna ætti það þá að gilda um aðra starfsgrein sem þessi misserin er í miklum blóma?
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun
Mikilvægi skólasafna – meira en bókageymsla Jónella Sigurjónsdóttir,Þórný Hlynsdóttir,Kristjana Mjöll Jónsdóttir Hjörvar Skoðun
Vöxtur hugverkaiðnaðar á biðstofunni Erla Tinna Stefánsdóttir,Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir Skoðun