Ívilnun fyrir lögmenn? Helga Vala Helgadóttir skrifar 1. maí 2017 07:00 Virðisaukaskattur á lögmannsþjónustu er 24%. Lögmenn þurfa þannig, eins og reyndar velflestir aðrir þjónustuaðilar, að leggja 24% ofan á þóknun þegar þeir rukka viðskiptavini sína. Þar er ekkert tillit tekið til þess hvort viðskiptavinir séu fjáðir eða ekki, einstaklingar eða fyrirtæki, eitt skal yfir alla ganga. Þá liggur einnig fyrir að offramboð er á lögfræðingum í dag og færri að sækja sér réttindi til að stunda lögmannsstörf. Krísa í stéttinni má segja. Ætti lögmannafélagið að beita sér fyrir því að lögmenn fái ívilnun þegar kemur að álagningu virðisaukaskatts? Veit ekki til þess að neinar greiningar hafi verið framkvæmdar þegar tekin var ákvörðun um þessa skattheimtu, né heldur að eitthvert áralangt samtal hafi átt sér stað við lögmenn og viðskiptavini þeirra. Þetta er skattur sem var ákveðinn árið 1988 á Alþingi og tók þá við af söluskatti sem verið hafði í einhverri mynd nánast frá árinu 1945. Þetta hækkar auðvitað reikninginn hjá þeim sem eiga í viðskiptum og gerir lögmönnum erfiðara fyrir að hækka tímagjaldið. Er því ekki upplagt að lögmenn fái félagið sitt til að hamast í stjórnvöldum og krefjast ívilnandi meðferðar fyrir stéttina í ljósi ofangreinds? Það er ólíklegt að einhverjum þætti það eðlilegt. 24% álagning á þóknun er vissulega íþyngjandi en gætum við með einhverjum hætti réttlætt það að taka eina starfsgrein út fyrir sviga þegar kemur að slíkri álagningu virðisaukaskatts? Ég leyfi mér að efast um að slíkt hlyti hljómgrunn. Hvers vegna ætti það þá að gilda um aðra starfsgrein sem þessi misserin er í miklum blóma? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Helga Vala Helgadóttir Mest lesið 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Virðisaukaskattur á lögmannsþjónustu er 24%. Lögmenn þurfa þannig, eins og reyndar velflestir aðrir þjónustuaðilar, að leggja 24% ofan á þóknun þegar þeir rukka viðskiptavini sína. Þar er ekkert tillit tekið til þess hvort viðskiptavinir séu fjáðir eða ekki, einstaklingar eða fyrirtæki, eitt skal yfir alla ganga. Þá liggur einnig fyrir að offramboð er á lögfræðingum í dag og færri að sækja sér réttindi til að stunda lögmannsstörf. Krísa í stéttinni má segja. Ætti lögmannafélagið að beita sér fyrir því að lögmenn fái ívilnun þegar kemur að álagningu virðisaukaskatts? Veit ekki til þess að neinar greiningar hafi verið framkvæmdar þegar tekin var ákvörðun um þessa skattheimtu, né heldur að eitthvert áralangt samtal hafi átt sér stað við lögmenn og viðskiptavini þeirra. Þetta er skattur sem var ákveðinn árið 1988 á Alþingi og tók þá við af söluskatti sem verið hafði í einhverri mynd nánast frá árinu 1945. Þetta hækkar auðvitað reikninginn hjá þeim sem eiga í viðskiptum og gerir lögmönnum erfiðara fyrir að hækka tímagjaldið. Er því ekki upplagt að lögmenn fái félagið sitt til að hamast í stjórnvöldum og krefjast ívilnandi meðferðar fyrir stéttina í ljósi ofangreinds? Það er ólíklegt að einhverjum þætti það eðlilegt. 24% álagning á þóknun er vissulega íþyngjandi en gætum við með einhverjum hætti réttlætt það að taka eina starfsgrein út fyrir sviga þegar kemur að slíkri álagningu virðisaukaskatts? Ég leyfi mér að efast um að slíkt hlyti hljómgrunn. Hvers vegna ætti það þá að gilda um aðra starfsgrein sem þessi misserin er í miklum blóma?
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun