Munar miklu um Aron Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 4. maí 2017 06:30 Aron verður vonandi í stuði í kvöld. vísir/ernir Leikur Makedóníu og Íslands í undankeppni EM í handbolta á morgun er afar mikilvægur fyrir bæði lið. Ísland fór ekki nógu vel af stað í undankeppninni síðastliðið haust – vann Tékklandi á heimavelli í október með einu marki en tapaði fyrir Úkraínu með tveimur ytra nokkrum dögum síðar. Geir Sveinsson sýndi þó á HM í Frakklandi í janúar að landsliðið hefur náð þó nokkrum framförum undir hans stjórn frá þeim leikjum. Ísland lék ágæta vörn á heimsmeistaramótinu og féll úr leik eftir hetjulega baráttu gegn verðandi heimsmeisturum og gestgjöfum Frakklands í Lille. Leikurinn í Skopje í dag verður fyrsti landsleikur strákanna okkar frá því á HM í Frakklandi og Geir fékk aðeins þrjár æfingar til að koma liðinu aftur saman og undirbúa það fyrir leikina gegn Makedóníu ytra á morgun og í Laugardalshöllinni á sunnudag.Þurfum sex stig „Fyrir utan meiðsli Arons Rafns [Eðvarðssonar] og innkomu Stephans [Nielsen] í hans stað er allir í hópnum klárir í slaginn,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið í gær en íslenski landsliðshópurinn var þá nýkominn til Skopje í Makedóníu. Það er dýrt að missa af stórmótum í handbolta og getur verið erfitt að koma sér þangað inn aftur, eins og mörg lið hafa fengið að kynnast í gegnum tíðina. Íslendingum hefur þó gengið vel að halda sér inni á stórmótunum undanfarin ár en ljóst er að það þarf helst að fá eitthvað úr leiknum á morgun til að halda möguleikum Íslands góðum. „Við vitum að það þarf átta stig til að komast áfram og við erum með tvö stig. Við höfum nú fjóra leiki til að ná í sex stig til viðbótar og því fyrr sem við gerum það, því betra,“ segir Geir. Hann stefnir vitanlega á sigur, líkt og fyrir alla leiki. „Það breytist aldrei en við erum nú að fara að spila á erfiðum útivelli og það gerir þetta verkefni bara skemmtilegra fyrir vikið,“ segir hann.Finna taktinn aftur Geir vill byggja á því sem gekk vel í Frakklandi og fá meira út úr sóknarleiknum. Innkoma Arons Pálmarssonar, sem missti af HM í Frakklandi vegna meiðsla, gæti þar skipt sköpum. „Það er ekki sjálfgefið að að varnarleikurinn smelli aftur eins og hann gerði í Frakklandi og við erum að vinna í því að ná taktinum aftur. Samhliða því erum við að koma Aroni inn í það sem við viljum gera,“ segir Geir. Aron spilaði glimrandi vel með liði sínu, Veszprem, gegn Montpellier í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og tekur því enn eitt árið þátt í úrslitahelginni í Köln í vor. „Hann hefur unnið vel í sínum málum og er greinilega að koma sterkari til baka eftir meiðslin. Hann styrkir okkur mikið og myndi styrkja hvaða lið sem er – eins og sýndi sig þegar hann byrjaði að spila með Veszprem aftur.“Nýr þjálfari Í hinni skyttustöðunni var Rúnar Kárason í aðalhlutverki í Frakklandi en þess má geta að hann var markahæstur í liði Íslands þegar strákarnir léku gegn Makedóníu í riðlakeppninni. Hann skoraði sjö mörk en strákarnir urðu að sætta sig við jafntefli, 27-27, eftir svekkjandi lokamínútur. „Það þýðir ekkert fyrir mig að hafa áhyggjur af svona löguðu. Rúnar kemur örugglega hungraður inn í þetta verkefni og staðráðinn í að eiga góðan leik.“ Makedónía mætir til leiks með nýjan þjálfara en Lino Cervar hætti með liðið eftir mótið í Frakklandi og tók aftur við liði Króatíu, sem hann þjálfaði frá 2002 til 2010. „Auðvitað fylgja nýjar áherslur nýjum þjálfara en hann hefur, rétt eins og við, haft lítinn tíma til að undirbúa liðið fyrir þennan leik. Við þurfum að átta okkur á því hvort og hvaða breytingar hann hefur gert á liðinu en vonandi tekst okkur að bregðast við því.“ Leikurinn í Makedóníu hefst klukkan 18.00 í kvöld. EM 2018 í handbolta Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Fleiri fréttir Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Sjá meira
Leikur Makedóníu og Íslands í undankeppni EM í handbolta á morgun er afar mikilvægur fyrir bæði lið. Ísland fór ekki nógu vel af stað í undankeppninni síðastliðið haust – vann Tékklandi á heimavelli í október með einu marki en tapaði fyrir Úkraínu með tveimur ytra nokkrum dögum síðar. Geir Sveinsson sýndi þó á HM í Frakklandi í janúar að landsliðið hefur náð þó nokkrum framförum undir hans stjórn frá þeim leikjum. Ísland lék ágæta vörn á heimsmeistaramótinu og féll úr leik eftir hetjulega baráttu gegn verðandi heimsmeisturum og gestgjöfum Frakklands í Lille. Leikurinn í Skopje í dag verður fyrsti landsleikur strákanna okkar frá því á HM í Frakklandi og Geir fékk aðeins þrjár æfingar til að koma liðinu aftur saman og undirbúa það fyrir leikina gegn Makedóníu ytra á morgun og í Laugardalshöllinni á sunnudag.Þurfum sex stig „Fyrir utan meiðsli Arons Rafns [Eðvarðssonar] og innkomu Stephans [Nielsen] í hans stað er allir í hópnum klárir í slaginn,“ sagði Geir í samtali við Fréttablaðið í gær en íslenski landsliðshópurinn var þá nýkominn til Skopje í Makedóníu. Það er dýrt að missa af stórmótum í handbolta og getur verið erfitt að koma sér þangað inn aftur, eins og mörg lið hafa fengið að kynnast í gegnum tíðina. Íslendingum hefur þó gengið vel að halda sér inni á stórmótunum undanfarin ár en ljóst er að það þarf helst að fá eitthvað úr leiknum á morgun til að halda möguleikum Íslands góðum. „Við vitum að það þarf átta stig til að komast áfram og við erum með tvö stig. Við höfum nú fjóra leiki til að ná í sex stig til viðbótar og því fyrr sem við gerum það, því betra,“ segir Geir. Hann stefnir vitanlega á sigur, líkt og fyrir alla leiki. „Það breytist aldrei en við erum nú að fara að spila á erfiðum útivelli og það gerir þetta verkefni bara skemmtilegra fyrir vikið,“ segir hann.Finna taktinn aftur Geir vill byggja á því sem gekk vel í Frakklandi og fá meira út úr sóknarleiknum. Innkoma Arons Pálmarssonar, sem missti af HM í Frakklandi vegna meiðsla, gæti þar skipt sköpum. „Það er ekki sjálfgefið að að varnarleikurinn smelli aftur eins og hann gerði í Frakklandi og við erum að vinna í því að ná taktinum aftur. Samhliða því erum við að koma Aroni inn í það sem við viljum gera,“ segir Geir. Aron spilaði glimrandi vel með liði sínu, Veszprem, gegn Montpellier í 8-liða úrslitum Meistaradeildarinnar og tekur því enn eitt árið þátt í úrslitahelginni í Köln í vor. „Hann hefur unnið vel í sínum málum og er greinilega að koma sterkari til baka eftir meiðslin. Hann styrkir okkur mikið og myndi styrkja hvaða lið sem er – eins og sýndi sig þegar hann byrjaði að spila með Veszprem aftur.“Nýr þjálfari Í hinni skyttustöðunni var Rúnar Kárason í aðalhlutverki í Frakklandi en þess má geta að hann var markahæstur í liði Íslands þegar strákarnir léku gegn Makedóníu í riðlakeppninni. Hann skoraði sjö mörk en strákarnir urðu að sætta sig við jafntefli, 27-27, eftir svekkjandi lokamínútur. „Það þýðir ekkert fyrir mig að hafa áhyggjur af svona löguðu. Rúnar kemur örugglega hungraður inn í þetta verkefni og staðráðinn í að eiga góðan leik.“ Makedónía mætir til leiks með nýjan þjálfara en Lino Cervar hætti með liðið eftir mótið í Frakklandi og tók aftur við liði Króatíu, sem hann þjálfaði frá 2002 til 2010. „Auðvitað fylgja nýjar áherslur nýjum þjálfara en hann hefur, rétt eins og við, haft lítinn tíma til að undirbúa liðið fyrir þennan leik. Við þurfum að átta okkur á því hvort og hvaða breytingar hann hefur gert á liðinu en vonandi tekst okkur að bregðast við því.“ Leikurinn í Makedóníu hefst klukkan 18.00 í kvöld.
EM 2018 í handbolta Mest lesið Svona verður Ísland heimsmeistari Handbolti Littler skildi ekkert hvað Sir Alex sagði Enski boltinn „Karfan er æði en lífið er skítt“ Körfubolti „Eitthvað annað og stærra en ég hef nokkurn tímann upplifað“ Fótbolti Umdeildur arnatemjari rekinn fyrir að birta typpamyndir Fótbolti Ætlar að hella í sig þegar Stephen Curry hættir Körfubolti Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti Nökkvi í höfn í Rotterdam og getur aftur labbað á kaffihús Fótbolti Karius mættur í þýsku B-deildina Fótbolti Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Handbolti Fleiri fréttir Dagur og Aron mætast í kvöld og gætu mætt Íslandi Svona verður Ísland heimsmeistari Danir skoruðu 47 mörk í fyrsta leik sínum á HM Ítalía og Frakkland byrja HM af krafti Hvetur fólk til að fylgjast með Viggó á HM Utan vallar: Óróapúls óskast Öll að koma til eftir fólskulegt brot Önnur U-beygja og Hafsteinn með gegn Íslandi Fékk blóðtappa í heila degi eftir að HM draumurinn var úr sögunni Þórir búinn að opna pakkann Aftur lýst gjaldþrota: „Margir sem telja sig svikna í dag“ Uppgjörið: Haukar - Galychanka Lviv 24-22 | Haukakonur í 8-liða úrslit Evrópubikarsins „Mjög fegin að við kláruðum þetta“ Dana fór illa með færin sín en það kom ekki að sök Vandræði sonarins björguðu sænska landsliðsmanninum Haukar með tveggja marka forskot fyrir seinni leikinn Thea tryggði Val jafntefli með marki á lokasekúndunum Sigur hjá Díönu Dögg í Evrópudeildinni Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Aldís Ásta frábær í stórsigri Sjötta tapið í röð hjá Eyjakonum Þórir hefur ekki áhuga „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Strákarnir hans Dags fóru illa með mótherja Íslands Sandra og félagar sterkari á taugum í lokin Hafsteinn Óli utan hóps hjá Grænhöfðaeyjum HM úr sögunni hjá Arnari Frey „Það mikilvægasta sem við eigum“ Enn óvíst að stuðningsmenn Íslands fái HM-treyjur: „Afskaplega leitt“ Sveinn kallaður inn í landsliðið vegna meiðsla Arnars Freys Sjá meira
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti
Freyr yfir sig stoltur: „Mikilvægt að sjá börnin sín vaxa í þessu lífi sem við höfum valið“ Fótbolti