Theresa May varkár í túlkun á sigri Íhaldsflokksins í sveitarstjórnarkosningum Heimir Már Pétursson skrifar 5. maí 2017 21:44 Theresa May forsætisráðherra fer varlega í að túlka forspárgildi kosninganna í gær. Vísir/Getty Breski Íhaldsflokkurinn vann verulega á í sveitarstjórnar-kosningum í Bretlandi í gær en Sjálfstæðisflokkur landsins beið afhroð. Þá tapaði Verkamanna-flokkurinn verulegu fylgi. Kosið var til sveitar- og borgarstjórna sem og um fjölda borgarstjóra á Englandi, Skotlandi og Wales í gær. Íhaldsflokkurinn bætti við sig um 200 sætum á kostnað Verkamannaflokksins og UKIP, eða breska Sjálfstæðisflokksins, sem nánast þurrkaðist út. Flokkurinn sem varð til eftir klofning í Íhaldsflokknum og barðist hvað hatrammast fyrir úrsögn Breta úr Evrópusambandinu en tapað 136 sveitarstjórnarfulltrúum af 150. Íhaldsmenn bættu við sig meirihluta í ellefu sveitarstjórnum á Englandi og í Wales og eru í forystu í Skotlandi, þar sem Verkamannaflokkurinn tapaði Glasgow sem hingað til hefur verið þeirra sterkasta vígi. Nigel Farage fyrrverandi leiðtogi UKIP segir flokkinn hafa náð markmiðum sínum. „Hefði ég frekar viljað tapa í þjóðaratkvæðagreiðslunni sveitastjórnarfulltrúa? Eða vinna í þjóðaratkvæðinu og missa sæti? Svarið er augljóst. Öll okkar í UKIP tókum virkan þátt í þessu, ekki vegna starfsframa heldur til að breyta gangi sögunnar í þessu landi. Flokkur okkar hefur náð einna mestum árangri allra flokka á síðari tímum,“ sagði Farage. Talningu atkvæða er ekki að fullu lokið en útlit er fyrir að Íhaldsflokkurinn hafi fengið 38% á landsvísu, Verkamannaflokkurinn 27%, Frjálsir demókratar 18% og Sjálfstæðisflokkurinn 5%. Sveitarstjórnarkosningar í Bretlandi eru taldar gefa vísbendingu um úrslit þingkosninga en kosið verður til breska þingsins í næsta mánuði. Theresa May forsætisráðherra fer varlega í að túlka forspárgildi kosninganna í gær. „Þessi ríkisstjórn starfar í þágu allra landsmanna og það er hvetjandi að við höfum aflað fylgis í Bretlandi öllu. Ég geng að engu sem gefnu og það gerir engin í flokki kkar. Til þess er ff mikið er í húfi,“ segir Theresa May. Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Sjá meira
Breski Íhaldsflokkurinn vann verulega á í sveitarstjórnar-kosningum í Bretlandi í gær en Sjálfstæðisflokkur landsins beið afhroð. Þá tapaði Verkamanna-flokkurinn verulegu fylgi. Kosið var til sveitar- og borgarstjórna sem og um fjölda borgarstjóra á Englandi, Skotlandi og Wales í gær. Íhaldsflokkurinn bætti við sig um 200 sætum á kostnað Verkamannaflokksins og UKIP, eða breska Sjálfstæðisflokksins, sem nánast þurrkaðist út. Flokkurinn sem varð til eftir klofning í Íhaldsflokknum og barðist hvað hatrammast fyrir úrsögn Breta úr Evrópusambandinu en tapað 136 sveitarstjórnarfulltrúum af 150. Íhaldsmenn bættu við sig meirihluta í ellefu sveitarstjórnum á Englandi og í Wales og eru í forystu í Skotlandi, þar sem Verkamannaflokkurinn tapaði Glasgow sem hingað til hefur verið þeirra sterkasta vígi. Nigel Farage fyrrverandi leiðtogi UKIP segir flokkinn hafa náð markmiðum sínum. „Hefði ég frekar viljað tapa í þjóðaratkvæðagreiðslunni sveitastjórnarfulltrúa? Eða vinna í þjóðaratkvæðinu og missa sæti? Svarið er augljóst. Öll okkar í UKIP tókum virkan þátt í þessu, ekki vegna starfsframa heldur til að breyta gangi sögunnar í þessu landi. Flokkur okkar hefur náð einna mestum árangri allra flokka á síðari tímum,“ sagði Farage. Talningu atkvæða er ekki að fullu lokið en útlit er fyrir að Íhaldsflokkurinn hafi fengið 38% á landsvísu, Verkamannaflokkurinn 27%, Frjálsir demókratar 18% og Sjálfstæðisflokkurinn 5%. Sveitarstjórnarkosningar í Bretlandi eru taldar gefa vísbendingu um úrslit þingkosninga en kosið verður til breska þingsins í næsta mánuði. Theresa May forsætisráðherra fer varlega í að túlka forspárgildi kosninganna í gær. „Þessi ríkisstjórn starfar í þágu allra landsmanna og það er hvetjandi að við höfum aflað fylgis í Bretlandi öllu. Ég geng að engu sem gefnu og það gerir engin í flokki kkar. Til þess er ff mikið er í húfi,“ segir Theresa May.
Mest lesið Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Innlent Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Innlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Sjá meira