Sport

Helgi með heimsmet í spjótkasti

Dagur Sveinn Dagbjartsson skrifar
Helgi Sveinsson gerði sér lítið fyrir og bætti eigið heimsmet í sínum flokki.
Helgi Sveinsson gerði sér lítið fyrir og bætti eigið heimsmet í sínum flokki. vísir/getty
Spjótkastarinn Helgi Sveinsson setti heimsmet með kast upp 59,77 m í fjórða kasti á frjálsíþróttamóti í Rieti á Ítalíu í dag. Einar Vilhjálmsson þjálfari Helga greinir frá þessu á facebook. Kastið var lengra en núgildandi heimsmeti í hans fötlunarflokki.

Helgi er í fötlunarflokki F42, flokki aflimaðra. Hann átti sjálfur heimsmetið í flokknum, 57,36 m.

Flokkur Helga er oft á tíðum sameinaður flokkum F43 og F44, en spjótkastarar í þeim flokki eru minna fatlaðir en Helgi. Samt sem áður er það svo að enginn í þessum þremur flokkum hefur nú kastað lengra en Helgi.

Íþróttadeild Vísis óskar Helga innilega til hamingju með þetta stórkostlegt afrek.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×