Varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna leigir íbúð undir kjarnorkukóða í Trump-turni Kristín Ólafsdóttir skrifar 6. maí 2017 23:07 Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, býr í Trump-turni ásamt fjölskyldu sinni. Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, hafa í hyggju að leigja íbúð í Trump-turni fyrir starfsemi herskrifstofu Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í bréfi sem fréttastofa Reuters hefur komist í tæri við. Turninn er eitt af helstu kennileitum New York borgar. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur þar aðsetur en turninn er jafnframt í eigu hans. Herskrifstofa Bandaríkjanna sér um og gætir hins svokallaða „kjarnorkufótbolta,“ skjalatösku sem gerir forseta Bandaríkjanna kleift að veita umboð fyrir kjarnorkuárás þegar hann er staddur annars staðar en í sérstökum stjórnunarmiðstöðvum. Þá veitir skrifstofan forsetanum öruggar samskiptaleiðir hvar sem hann er staddur. Í bréfinu er sérstaklega tekið fram að Trump muni sjálfur ekki hljóta neinn ávinning af leigunni. Ekki fengust upplýsingar um það hvort sambærilegar ráðstafanir yrðu gerðar á stöðum sem Trump heimsækir reglulega, þar á meðal í Mar-a-Lago, afdrepi hans í Flórída, og á golfvelli í New Jersey, þar sem forsetinn er staddur nú um helgina.Demókratar áhyggjufullir yfir samningnum Í bréfinu sem James MacStravic, starfsmaður varnarmálaráðuneytisins, sendi í byrjun mars segir að hann hafi samþykkt leiguna á íbúðinni eftir að hafa ráðfært sig við herskrifstofuna. Þá vildu embættismenn viðriðnir málið hvorki tjá sig um kostnað við leigusamninginn né hverjir væru eigendur íbúðarinnar. Útskýrt er í bréfinu að herskrifstofa Hvíta hússins, deild innan varnarmálaráðuneytisins, „óskaði eftir samþykki fyrir því að leigja rými í Trump-turni fyrir starfslið, sem ráðið væri til að aðstoða forsetann þegar hann er staddur á sínu persónulega heimili.“ Þá er enn fremur fullyrt að þessi tilhögun sé í takt við það sem tíðkast hefur í tíð fyrri forseta. Þó er ekki ljóst hvort herskrifstofan hafi nokkru sinni áður borgað fyrir leigu á rými, sem ætlað er að hýsa háleynilegan búnað sem forseti þarf á að halda þegar hann er staddur utan Washington. Ekki fengust upplýsingar um málið frá talsmanni Hvíta hússins. Demókratar hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að Donald Trump muni koma til með að græða á leigu íbúðarinnar. „Ég hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna virðist ætla að hafa fjárhagslegan ávinning af samningnum á kostnað varnarmálaráðuneytisins, og að lokum, skattgreiðenda,“ ritaði demókratinn Jackie Speier í bréfi til James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira
Höfuðstöðvar bandaríska varnarmálaráðuneytisins, Pentagon, hafa í hyggju að leigja íbúð í Trump-turni fyrir starfsemi herskrifstofu Bandaríkjanna. Þetta kemur fram í bréfi sem fréttastofa Reuters hefur komist í tæri við. Turninn er eitt af helstu kennileitum New York borgar. Forseti Bandaríkjanna, Donald Trump, hefur þar aðsetur en turninn er jafnframt í eigu hans. Herskrifstofa Bandaríkjanna sér um og gætir hins svokallaða „kjarnorkufótbolta,“ skjalatösku sem gerir forseta Bandaríkjanna kleift að veita umboð fyrir kjarnorkuárás þegar hann er staddur annars staðar en í sérstökum stjórnunarmiðstöðvum. Þá veitir skrifstofan forsetanum öruggar samskiptaleiðir hvar sem hann er staddur. Í bréfinu er sérstaklega tekið fram að Trump muni sjálfur ekki hljóta neinn ávinning af leigunni. Ekki fengust upplýsingar um það hvort sambærilegar ráðstafanir yrðu gerðar á stöðum sem Trump heimsækir reglulega, þar á meðal í Mar-a-Lago, afdrepi hans í Flórída, og á golfvelli í New Jersey, þar sem forsetinn er staddur nú um helgina.Demókratar áhyggjufullir yfir samningnum Í bréfinu sem James MacStravic, starfsmaður varnarmálaráðuneytisins, sendi í byrjun mars segir að hann hafi samþykkt leiguna á íbúðinni eftir að hafa ráðfært sig við herskrifstofuna. Þá vildu embættismenn viðriðnir málið hvorki tjá sig um kostnað við leigusamninginn né hverjir væru eigendur íbúðarinnar. Útskýrt er í bréfinu að herskrifstofa Hvíta hússins, deild innan varnarmálaráðuneytisins, „óskaði eftir samþykki fyrir því að leigja rými í Trump-turni fyrir starfslið, sem ráðið væri til að aðstoða forsetann þegar hann er staddur á sínu persónulega heimili.“ Þá er enn fremur fullyrt að þessi tilhögun sé í takt við það sem tíðkast hefur í tíð fyrri forseta. Þó er ekki ljóst hvort herskrifstofan hafi nokkru sinni áður borgað fyrir leigu á rými, sem ætlað er að hýsa háleynilegan búnað sem forseti þarf á að halda þegar hann er staddur utan Washington. Ekki fengust upplýsingar um málið frá talsmanni Hvíta hússins. Demókratar hafa lýst yfir áhyggjum yfir því að Donald Trump muni koma til með að græða á leigu íbúðarinnar. „Ég hef áhyggjur af því að forseti Bandaríkjanna virðist ætla að hafa fjárhagslegan ávinning af samningnum á kostnað varnarmálaráðuneytisins, og að lokum, skattgreiðenda,“ ritaði demókratinn Jackie Speier í bréfi til James Mattis, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Bandaríkin Donald Trump Mest lesið Íslendingar í alvarlegu umferðarslysi í Suður-Afríku Innlent Halla forseti opnar sig um kynferðisbrot í æsku Innlent Reynslubolti kveður lögregluna Innlent Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Erlent Fjögur vilja stöðu ríkislögreglustjóra Innlent Nemandi réðst á kennara á jólaskemmtun í Ingunnarskóla Innlent Hæstiréttur vill ekki hlýða á Kristján Markús Innlent Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Erlent Leitaði á lögreglustöð til að komast úr járnunum Innlent Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Erlent Fleiri fréttir Réðust á skip úr skuggaflotanum þúsundir kílómetra frá Úkraínu Enn fleiri myndir úr safni Epsteins: „En hún vill þúsund dali fyrir hverja stúlku“ Trump vill til tunglsins fyrir 2028 Herða reglur og ráðast í endurkaup á skotvopnum Morðinginn í Brown háskóla fannst látinn Evrópa samþykkir 90 milljarða evra lán til Úkraínu Rannsaka tengsl skotárásarinnar við annað morð Sex um borð í einkaþotu sem hrapaði Beita dómara ICC refsiaðgerðum vegna Ísrael Taka á kvenfyrirlitningu með sérstöku námskeiði fyrir drengi Hæðist að og smánar fyrrverandi forseta á „frægðargangi“ Frú Macron í klandri eftir ósmekkleg ummæli um femínista „Dr. Dauði“ í lífstíðarfangelsi fyrir að myrða tólf Ekki hafi verið rétt að benda á Skandia-manninn sem morðingja Palme Myndskeið birt af Reiner eftir morðin og fyrir handtöku Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Segir „evrópsk svín“ vilja hagnast á falli Rússlands Auðgaðist ævintýralega á svikum og prettum Eldur í Tívolí Meina fólki frá fjölda ríkja að ferðast til Bandaríkjanna Nuddari gerði dóttur Reiner-hjónanna viðvart Bondi morðinginn formlega ákærður í 59 liðum Trump setur hafnbann á olíuskip á leið til og frá Venesúela Nick Reiner ákærður fyrir að myrða foreldra sína Segir Trump hafa persónuleika alkóhólista Brestir í MAGA-múrnum Lögðu lengi á ráðin um herlög Tólf ára drengur grunaður um morð í Malmö Heimta enn héruð Úkraínu sem þeir halda ekki Ósátt við lögreglu sem leitar enn morðingjans Sjá meira