Lifðu í fegurð Jón Sigurður Eyjólfsson skrifar 9. maí 2017 07:00 Ég var kominn í mígandi spreng. Leiksýningu var lokið, búið að klappa leikurum lof í lófa en fólk beggja vegna við mig stóð einsog steinrunnið í sætaröðinni og teppti klósettferð mína. Ég brá því á það ráð að hoppa yfir í þá næstu. Ekki tókst betur til en svo að ég rakst utan í hefðarfrú eftir klaufalega lendingu. „Engan helvítis þjösnaskap hérna,“ hreytti einhver út úr sér. Ég leit aftur fyrir mig á hlaupunum en sá ekki ókurteisa umvöndunarmanninn en varð hins vegar var við rauða jakkann hans. Ég varð foxillur á klósettinu yfir þessari illskeyttu áminningu, svo að í höfði mínu brá ég haus á þessar rauðklæddu herðar og hjó hann svo af. Því næst mátaði ég töffarasvipinn í speglinum og strunsaði fram, reiðubúinn ef sá rauði vildi ræða málin eitthvað frekar. Svo sá ég hann. Mér virtist hann hafa herfilegan skúffukjaft og svo ankannalegt og áfergjulegt augnaráð að hann minnti helst á risaál. Ég tók þessu sem staðfestingu á því að hann væri fáráðlingur og tók því gleði mína á ný. Mér var hins vegar ekki fyrr runnin reiðin en ég áttaði mig á því að það var ekkert fáráðlegt við hann. Það var uppspuni frá minni heimskulegu heift sem veit svo mæta vel að okkur finnst þægilegra að fá á baukinn frá fáráðlingum heldur en almennilegu fólki. Þess vegna gerir hún allt fáránlegt, heimskt og ljótt, nema spegilinn, svo þér finnist þú vera ögn stærri en þessi veikgeðja púki sem við verðum þegar illskan grípur okkur. Hún er uppspretta allra ljótu uppnefnanna, hún getur málað allan heiminn heimskan og ljótan til að reyna að róa okkur. Svo, ef þú vilt lifa í fegurð skaltu míga í hléinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Jón Sigurður Eyjólfsson Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun
Ég var kominn í mígandi spreng. Leiksýningu var lokið, búið að klappa leikurum lof í lófa en fólk beggja vegna við mig stóð einsog steinrunnið í sætaröðinni og teppti klósettferð mína. Ég brá því á það ráð að hoppa yfir í þá næstu. Ekki tókst betur til en svo að ég rakst utan í hefðarfrú eftir klaufalega lendingu. „Engan helvítis þjösnaskap hérna,“ hreytti einhver út úr sér. Ég leit aftur fyrir mig á hlaupunum en sá ekki ókurteisa umvöndunarmanninn en varð hins vegar var við rauða jakkann hans. Ég varð foxillur á klósettinu yfir þessari illskeyttu áminningu, svo að í höfði mínu brá ég haus á þessar rauðklæddu herðar og hjó hann svo af. Því næst mátaði ég töffarasvipinn í speglinum og strunsaði fram, reiðubúinn ef sá rauði vildi ræða málin eitthvað frekar. Svo sá ég hann. Mér virtist hann hafa herfilegan skúffukjaft og svo ankannalegt og áfergjulegt augnaráð að hann minnti helst á risaál. Ég tók þessu sem staðfestingu á því að hann væri fáráðlingur og tók því gleði mína á ný. Mér var hins vegar ekki fyrr runnin reiðin en ég áttaði mig á því að það var ekkert fáráðlegt við hann. Það var uppspuni frá minni heimskulegu heift sem veit svo mæta vel að okkur finnst þægilegra að fá á baukinn frá fáráðlingum heldur en almennilegu fólki. Þess vegna gerir hún allt fáránlegt, heimskt og ljótt, nema spegilinn, svo þér finnist þú vera ögn stærri en þessi veikgeðja púki sem við verðum þegar illskan grípur okkur. Hún er uppspretta allra ljótu uppnefnanna, hún getur málað allan heiminn heimskan og ljótan til að reyna að róa okkur. Svo, ef þú vilt lifa í fegurð skaltu míga í hléinu.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun