IKEA-pólitík Þorbjörn Þórðarson skrifar 9. maí 2017 09:11 Sigur Emmanuels Macron í forsetakosningunum í Frakklandi þýðir að Frexit er nær óhugsandi. Og þótt þjóðernispopúlisminn í Evrópu hafi ekki steytt á skeri hefur dregið úr slagkrafti hans alls staðar í álfunni. Ef til vill eru einfaldar skýringar á sigri Macrons. Árangur hans er staðfesting þess að þrátt fyrir stéttaólgu og ágreining um hugmyndastefnur er alltaf eftirspurn eftir hæfileikaríkum einstaklingum. Macron er af sama sauðahúsi og Justin Trudeau og Barack Obama. Hann er með réttan kokteil af mælsku og sjarma. Stefnan er nógu mild og óljós þannig að flestir geta sætt sig við hana. Macron hefði ekki unnið slíkan yfirburðasigur ef hann hefði haft einhvern annan frambjóðanda en Marine Le Pen á móti sér enda er hann ákaflega reynslulítill. Macron er fínpússaður og sléttur. Settur á markað til að höfða til sem flestra eins og pólitískt vörumerki. Hann er hvorki til hægri né vinstri. Macron er IKEA stjórnmálanna, boðar lausnir fyrir alla. Þetta gerir hann undir formerkjum miðjusækinnar framfarahyggju eða sanngirnisstefnu, hvað sem það nú þýðir. Stærsti kostur hans er samt sá að hann er ekki Marine Le Pen og þess vegna bar hann sigur úr býtum. Ef Macron ætti sér hliðstæðu í íslenskum stjórnmálum væri viðkomandi í Bjartri framtíð, Viðreisn og kannski Samfylkingu Ingibjargar Sólrúnar eða Árna Páls Árnasonar á góðum degi. Í Bjarna Benediktssyni býr líka lausnamiðuð taug sem er laus við hugmyndafræði. Fólk eins og Macron er að finna í öllum flokkum í öllum vestrænum ríkjum. Lausnamiðað fólk sem lætur ekki stjórnast af hugmyndafræðilegu ofstæki heldur miklu fremur stefnumálum sem þjóna hagsmunum heildarinnar. Pólitík þessa fólks er alls ekki skýr og hún er ógegnsæ á köflum. Loddarar þrífast vel undir merkjum slíkrar stefnu en sé hún rekin heiðarlega er hún af hinu góða því hún grundvallast á hagsmunum heildarinnar. Í fjölmenningarsamfélaginu er góð pólitík jafnvægislist ólíkra efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra hagsmuna. Breski 19. aldar heimspekingurinn Jeremy Bentham sagði að stefna ríkisins, markaðarins og vísindasamfélagsins ætti að grundvallast á því að hámarka hamingju fjöldans. Stjórnmálamenn ættu að semja um frið, kaupsýslumenn ættu að stuðla að velmegun og fræðimenn að stunda vísindarannsóknir. Ekki fyrir konunginn, ættjörðina eða Guð heldur til að hámarka hamingju almennings. IKEA-pólitíkin sem Macron boðar snýst um praktískar lausnir án öfga. Því hægri- og vinstristefnur geta báðar skaðað samfélagið sé þeim fylgt út fyrir ramma meðalhófsins. Sósíalisminn var 20. aldar tilraun sem misheppnaðist. Og hömlulaus frjálshyggja grefur undan tilvist samfélagsins sjálfs. Kjör Emmanuels Macron er gott fyrir Evrópu og gott fyrir frið og stöðugleika. Kjósendur í Hollandi og Frakklandi stóðust lýðræðisprófið og jarðvegur haturs er ekki jafn frjór og hann var áður. Útlendingaandúðin sem var svo áberandi í álfunni í nokkur ár eftir alþjóðlegu fjármálakreppuna er vonandi að koðna niður. Eitt skref í einu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir Skoðun Fólk eða fífl? Anna Gunndís Guðmundsdóttir Skoðun
Sigur Emmanuels Macron í forsetakosningunum í Frakklandi þýðir að Frexit er nær óhugsandi. Og þótt þjóðernispopúlisminn í Evrópu hafi ekki steytt á skeri hefur dregið úr slagkrafti hans alls staðar í álfunni. Ef til vill eru einfaldar skýringar á sigri Macrons. Árangur hans er staðfesting þess að þrátt fyrir stéttaólgu og ágreining um hugmyndastefnur er alltaf eftirspurn eftir hæfileikaríkum einstaklingum. Macron er af sama sauðahúsi og Justin Trudeau og Barack Obama. Hann er með réttan kokteil af mælsku og sjarma. Stefnan er nógu mild og óljós þannig að flestir geta sætt sig við hana. Macron hefði ekki unnið slíkan yfirburðasigur ef hann hefði haft einhvern annan frambjóðanda en Marine Le Pen á móti sér enda er hann ákaflega reynslulítill. Macron er fínpússaður og sléttur. Settur á markað til að höfða til sem flestra eins og pólitískt vörumerki. Hann er hvorki til hægri né vinstri. Macron er IKEA stjórnmálanna, boðar lausnir fyrir alla. Þetta gerir hann undir formerkjum miðjusækinnar framfarahyggju eða sanngirnisstefnu, hvað sem það nú þýðir. Stærsti kostur hans er samt sá að hann er ekki Marine Le Pen og þess vegna bar hann sigur úr býtum. Ef Macron ætti sér hliðstæðu í íslenskum stjórnmálum væri viðkomandi í Bjartri framtíð, Viðreisn og kannski Samfylkingu Ingibjargar Sólrúnar eða Árna Páls Árnasonar á góðum degi. Í Bjarna Benediktssyni býr líka lausnamiðuð taug sem er laus við hugmyndafræði. Fólk eins og Macron er að finna í öllum flokkum í öllum vestrænum ríkjum. Lausnamiðað fólk sem lætur ekki stjórnast af hugmyndafræðilegu ofstæki heldur miklu fremur stefnumálum sem þjóna hagsmunum heildarinnar. Pólitík þessa fólks er alls ekki skýr og hún er ógegnsæ á köflum. Loddarar þrífast vel undir merkjum slíkrar stefnu en sé hún rekin heiðarlega er hún af hinu góða því hún grundvallast á hagsmunum heildarinnar. Í fjölmenningarsamfélaginu er góð pólitík jafnvægislist ólíkra efnahagslegra, félagslegra og menningarlegra hagsmuna. Breski 19. aldar heimspekingurinn Jeremy Bentham sagði að stefna ríkisins, markaðarins og vísindasamfélagsins ætti að grundvallast á því að hámarka hamingju fjöldans. Stjórnmálamenn ættu að semja um frið, kaupsýslumenn ættu að stuðla að velmegun og fræðimenn að stunda vísindarannsóknir. Ekki fyrir konunginn, ættjörðina eða Guð heldur til að hámarka hamingju almennings. IKEA-pólitíkin sem Macron boðar snýst um praktískar lausnir án öfga. Því hægri- og vinstristefnur geta báðar skaðað samfélagið sé þeim fylgt út fyrir ramma meðalhófsins. Sósíalisminn var 20. aldar tilraun sem misheppnaðist. Og hömlulaus frjálshyggja grefur undan tilvist samfélagsins sjálfs. Kjör Emmanuels Macron er gott fyrir Evrópu og gott fyrir frið og stöðugleika. Kjósendur í Hollandi og Frakklandi stóðust lýðræðisprófið og jarðvegur haturs er ekki jafn frjór og hann var áður. Útlendingaandúðin sem var svo áberandi í álfunni í nokkur ár eftir alþjóðlegu fjármálakreppuna er vonandi að koðna niður. Eitt skref í einu.