Trump búinn að reka yfirmann FBI Samúel Karl Ólason skrifar 9. maí 2017 22:02 James Comey. Vísir/AFP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur rekið James B. Comey, yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, lagði til við forsetann að það yrði gert, samkvæmt Sean Spicer, talsmanni Hvíta hússins. Hvíta húsið segir Comey meðal annars hafa verið rekinn vegna þess hvernig hann meðhöndlaði rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton. FBI er hins vegar með starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump til rannsóknar vegna mögulegs samstarfs þeirra við yfirvöld í Rússlandi við að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra.Umdeildur og í vandræðumComey hefur verið umdeildur undanfarna mánuði og hefur Hillary Clinton meðal annars sakað hann um að hafa kostað sig forsetaembættið. Þá viðurkenndi Comey í dag að hann hefði veitt þinginu rangar upplýsingar um rannsókn á tölvupóstum Clinton í síðustu viku. Hann sagði að aðstoðarkona Clinton hefði áframsent hundruð og þúsundir tölvupósta til eiginmanns síns og þar á meðal hefðu verið leyndarmál. En í dag sagði FBI að einungis tveir tölvupóstar hefðu innihaldið ríkisleyndarmál. Trump sakaði Comey í síðustu viku um að gefa Hillary Clinton „frípassa“ vegna „allra hennar slæmu gjörða“. Þá hafði Comey gefið út að Clinton yrði ekki ákærð.FBI Director Comey was the best thing that ever happened to Hillary Clinton in that he gave her a free pass for many bad deeds! The phony...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 3, 2017 Í tilkynningu frá Hvíta húsinu er haft eftir Trump að dagurinn í dag marki nýtt upphaf FBI. Þá segir að leit að nýjum yfirmanni muni hefjast strax. Þar að auki sendi forsetinn bréf til Comey þar sem hann segir mikilvægt að nýr aðili taki við stjórn FBI til að byggja aftur upp traust almennings á stofnuninni. Jeff Sessions, sem lagði til að Comey yrði rekinn, laug því að þingmönnum að hann hefði ekki átt í samskiptum við Rússa, en hann hafði þó hitt Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Því þurfti hann að segja sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku kosningunum.Brottreksturinn tengdur við rannsóknirnar Demókratar hafa stungið upp á því að brottrekstur Comey tengist rannsókn FBI á framboði Trump og starfsmönnum hans. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata á öldungaþinginu, velti vöngum yfir því í kvöld hvort að rannsóknin hefði verið komin á stig sem forsetanum þætti óþæginlegt. „Þetta getur ekki verið tilviljun,“ sagði Schumer og kallaði eftir sjálfstæðri rannsókn. Annars myndi Bandaríkjamenn ávalt gruna að Comey hefði verið rekinn vegna rannsóknar FBI. Samkvæmt BBC hefur brottrekstrinum víða verið líkt við það þegar Richar Nixon rak dómsmálaráðherra sinn á árum áður vegna rannsóknar hans á Watergate málinu.Bréf Trump til Comey COMEY PINK SLIP pic.twitter.com/1C0Z58HotK— Shannon Pettypiece (@spettypi) May 9, 2017 Bréf Sessions til Trump And here's the letter AG Jeff Sessions sent to Trump: "I must recommend that you remove Director James B. Comey, Jr." pic.twitter.com/8bIWcBx3dW— DJ Judd (@juddzeez) May 9, 2017 Donald Trump Tengdar fréttir Staðfesti rannsókn FBI á afskiptum Rússa Yfirmaður Alríkislögreglunnar sagði einnig að möguleg tengsl Trumpframboðsins við Rússa séu til rannsóknar. 20. mars 2017 14:53 FBI segir ekkert styðja ásakanir Trumps Comey staðfesti enn fremur að forseti Bandaríkjanna hafi enga heimild til að fyrirskipa hleranir. 21. mars 2017 07:00 Taldi sig verða að segja þinginu frá vendingum varðandi Clinton James Comey, yfirmaður FBI, sagði að honum liði illa yfir því að hann hefði mögulega haft áhrif á kosningarnar. 3. maí 2017 16:40 Byggði fullyrðingar sínar á fulltrúum Hvíta hússins Formaður leyniþjónustunefndar Bandaríkjaþings virðist hafa byggt fullyrðingar um að leyniskjöl sýndu að samstarfsmenn Trump hafi verið hleraðir á starfsmönnum Hvíta hússins. Trump taldi orð formannsins réttlæta rakalausar ásakanir sínar um hleranir Obama að einhverju leyti. 30. mars 2017 22:15 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur rekið James B. Comey, yfirmann Alríkislögreglu Bandaríkjanna, FBI. Jeff Sessions, dómsmálaráðherra, lagði til við forsetann að það yrði gert, samkvæmt Sean Spicer, talsmanni Hvíta hússins. Hvíta húsið segir Comey meðal annars hafa verið rekinn vegna þess hvernig hann meðhöndlaði rannsókn FBI á tölvupóstum Hillary Clinton. FBI er hins vegar með starfsmenn forsetaframboðs Donald Trump til rannsóknar vegna mögulegs samstarfs þeirra við yfirvöld í Rússlandi við að reyna að hafa áhrif á forsetakosningarnar í fyrra.Umdeildur og í vandræðumComey hefur verið umdeildur undanfarna mánuði og hefur Hillary Clinton meðal annars sakað hann um að hafa kostað sig forsetaembættið. Þá viðurkenndi Comey í dag að hann hefði veitt þinginu rangar upplýsingar um rannsókn á tölvupóstum Clinton í síðustu viku. Hann sagði að aðstoðarkona Clinton hefði áframsent hundruð og þúsundir tölvupósta til eiginmanns síns og þar á meðal hefðu verið leyndarmál. En í dag sagði FBI að einungis tveir tölvupóstar hefðu innihaldið ríkisleyndarmál. Trump sakaði Comey í síðustu viku um að gefa Hillary Clinton „frípassa“ vegna „allra hennar slæmu gjörða“. Þá hafði Comey gefið út að Clinton yrði ekki ákærð.FBI Director Comey was the best thing that ever happened to Hillary Clinton in that he gave her a free pass for many bad deeds! The phony...— Donald J. Trump (@realDonaldTrump) May 3, 2017 Í tilkynningu frá Hvíta húsinu er haft eftir Trump að dagurinn í dag marki nýtt upphaf FBI. Þá segir að leit að nýjum yfirmanni muni hefjast strax. Þar að auki sendi forsetinn bréf til Comey þar sem hann segir mikilvægt að nýr aðili taki við stjórn FBI til að byggja aftur upp traust almennings á stofnuninni. Jeff Sessions, sem lagði til að Comey yrði rekinn, laug því að þingmönnum að hann hefði ekki átt í samskiptum við Rússa, en hann hafði þó hitt Sergey Kislyak, sendiherra Rússlands í Bandaríkjunum. Því þurfti hann að segja sig frá rannsókn á afskiptum Rússa af bandarísku kosningunum.Brottreksturinn tengdur við rannsóknirnar Demókratar hafa stungið upp á því að brottrekstur Comey tengist rannsókn FBI á framboði Trump og starfsmönnum hans. Chuck Schumer, leiðtogi demókrata á öldungaþinginu, velti vöngum yfir því í kvöld hvort að rannsóknin hefði verið komin á stig sem forsetanum þætti óþæginlegt. „Þetta getur ekki verið tilviljun,“ sagði Schumer og kallaði eftir sjálfstæðri rannsókn. Annars myndi Bandaríkjamenn ávalt gruna að Comey hefði verið rekinn vegna rannsóknar FBI. Samkvæmt BBC hefur brottrekstrinum víða verið líkt við það þegar Richar Nixon rak dómsmálaráðherra sinn á árum áður vegna rannsóknar hans á Watergate málinu.Bréf Trump til Comey COMEY PINK SLIP pic.twitter.com/1C0Z58HotK— Shannon Pettypiece (@spettypi) May 9, 2017 Bréf Sessions til Trump And here's the letter AG Jeff Sessions sent to Trump: "I must recommend that you remove Director James B. Comey, Jr." pic.twitter.com/8bIWcBx3dW— DJ Judd (@juddzeez) May 9, 2017
Donald Trump Tengdar fréttir Staðfesti rannsókn FBI á afskiptum Rússa Yfirmaður Alríkislögreglunnar sagði einnig að möguleg tengsl Trumpframboðsins við Rússa séu til rannsóknar. 20. mars 2017 14:53 FBI segir ekkert styðja ásakanir Trumps Comey staðfesti enn fremur að forseti Bandaríkjanna hafi enga heimild til að fyrirskipa hleranir. 21. mars 2017 07:00 Taldi sig verða að segja þinginu frá vendingum varðandi Clinton James Comey, yfirmaður FBI, sagði að honum liði illa yfir því að hann hefði mögulega haft áhrif á kosningarnar. 3. maí 2017 16:40 Byggði fullyrðingar sínar á fulltrúum Hvíta hússins Formaður leyniþjónustunefndar Bandaríkjaþings virðist hafa byggt fullyrðingar um að leyniskjöl sýndu að samstarfsmenn Trump hafi verið hleraðir á starfsmönnum Hvíta hússins. Trump taldi orð formannsins réttlæta rakalausar ásakanir sínar um hleranir Obama að einhverju leyti. 30. mars 2017 22:15 Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40 Mest lesið Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Gulli Reynis látinn Innlent Skildi vegabréfið eftir Innlent Krefjast þess að hætt verði að mismuna börnum sem missa foreldri Innlent Miðflokkur skákar Sjálfstæðisflokknum: „Stórmerkileg niðurstaða“ Innlent „Ég hélt það væri skotárás í gangi“ Innlent Sex ára dómur yfir Jóni Inga höfuðpaur stendur Innlent Engin heimild til að granda skipum vegna gruns um smygl við Ísland Innlent Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent Fleiri fréttir Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Fulltrúadeild samþykkir að birta Epstein-skjölin Úkraínskir útsendarar Rússa sagðir að baki skemmdarverkunum Hvíta húsið hlutaðist til um rannsókn á Tate-bræðrum Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Mislingafaraldurinn í Bandaríkjunum breiðir úr sér Hægri beygja Mette gæti kostað Jafnaðarmenn Kaupmannahöfn Undirrituðu viljayfirlýsingu um kaup á allt að 100 Rafale herþotum Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Þekktir vísindamenn lögðu lag sitt við Epstein Rússar sagðir hafa drepið ekkju fyrsta fórnarlambs Tsjernobylslyssins Forsætisráðherrann fyrrverandi dæmdur til dauða Telja að lestarteinar hafi verið sprengdir viljandi í Póllandi Enn og aftur tilkynnt um dróna í Danaveldi Sjá meira
Staðfesti rannsókn FBI á afskiptum Rússa Yfirmaður Alríkislögreglunnar sagði einnig að möguleg tengsl Trumpframboðsins við Rússa séu til rannsóknar. 20. mars 2017 14:53
FBI segir ekkert styðja ásakanir Trumps Comey staðfesti enn fremur að forseti Bandaríkjanna hafi enga heimild til að fyrirskipa hleranir. 21. mars 2017 07:00
Taldi sig verða að segja þinginu frá vendingum varðandi Clinton James Comey, yfirmaður FBI, sagði að honum liði illa yfir því að hann hefði mögulega haft áhrif á kosningarnar. 3. maí 2017 16:40
Byggði fullyrðingar sínar á fulltrúum Hvíta hússins Formaður leyniþjónustunefndar Bandaríkjaþings virðist hafa byggt fullyrðingar um að leyniskjöl sýndu að samstarfsmenn Trump hafi verið hleraðir á starfsmönnum Hvíta hússins. Trump taldi orð formannsins réttlæta rakalausar ásakanir sínar um hleranir Obama að einhverju leyti. 30. mars 2017 22:15
Segir gögn benda til samsæris milli Trump og Rússa Meðlimur í þingnefnd njósnamála í fulltrúadeildinni, Adam Schiff, telur að til séu gögn sem sýni fram á ótvíræð tengsl Trump við Rússa. 19. mars 2017 22:40
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent
Gjörunnin matvæli skaðleg öllum líffærum: „Það er fólk í skurðstofubúningum að búa matinn til“ Innlent