Vilhjálmur Bretaprins: „Við Harry höfum ekki talað nóg um móður okkar í gegnum árin“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. apríl 2017 15:02 Vilhjálmur, Katrín og Harry taka núna þátt í herferð til að vekja athygli á geðheilbrigðismálum í Bretlandi. vísir/getty Þeir Vilhjálmur Bretaprins og bróðir hans Harry eru á einlægu nótunum í myndbandi sem birt var á Twitter-síðu Kensington-hallar í dag en þar ræða þeir geðheilbrigðismál ásamt Katrínu hertogaynju, eiginkonu Vilhjálms. Myndbandið er hluti af herferð og vitundarvakningu um geðheilbrigðismál sem þau þrjú taka þátt í þessi misserin en í myndbandinu ræða þau meðal annars móðurmissi þeirra Vilhjálms og Harry. Díana prinsessa lést í bílslysi í ágúst 1997 þegar prinsarnir voru 13 ára og 15 ára. „Ef maður hugsar um allt sem þið strákarnir hafið gengið í gegnum og áfallið sem þið urðuð fyrir [...] þá finnst mér ótrúlegt hversu sterkir þið eruð og hvernig þið hafið getað tekist á við þetta. Fyrir mér þá er það út af barnæsku ykkar en líka út af því hversu nánir þið eruð,“ segir Katrín við bræðurna í myndbandinu. Vilhjálmur svarar þá að þeir séu nánir einmitt vegna þess sem þeir hafa gengið í gegnum. „Við bindumst einstökum böndum út af því sem við höfum gengið í gegnum en við Harry höfum ekki talað nóg um móður okkar í gegnum árin,“ segir Vilhjálmur og Harry tekur undir það. Katrín spyr þá síðan hvort að þátttakan í herferðinni hafi opnað augu þeirra fyrir því að þeir hafi ekki talað nægilega mikið um mömmu sína. Harry svarar því játandi: „Ég hugsaði alltaf með mér hver væri tilgangurinn að rifja upp fortíðina, að rifja upp eitthvað sem gerir þig aðeins leiðan, breytir engu og lætur mömmu ekki koma til baka.“ Myndbandið má sjá hér að neðan.Watch The Duke and Duchess of Cambridge and Prince Harry in conversation on mental health for @heads_together #oktosay pic.twitter.com/417gqyqzk0— Kensington Palace (@KensingtonRoyal) April 21, 2017 Kóngafólk Mest lesið Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Lífið Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Lífið Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Tíska og hönnun Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxusvítu Lífið Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Fleiri fréttir Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxusvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Sjá meira
Þeir Vilhjálmur Bretaprins og bróðir hans Harry eru á einlægu nótunum í myndbandi sem birt var á Twitter-síðu Kensington-hallar í dag en þar ræða þeir geðheilbrigðismál ásamt Katrínu hertogaynju, eiginkonu Vilhjálms. Myndbandið er hluti af herferð og vitundarvakningu um geðheilbrigðismál sem þau þrjú taka þátt í þessi misserin en í myndbandinu ræða þau meðal annars móðurmissi þeirra Vilhjálms og Harry. Díana prinsessa lést í bílslysi í ágúst 1997 þegar prinsarnir voru 13 ára og 15 ára. „Ef maður hugsar um allt sem þið strákarnir hafið gengið í gegnum og áfallið sem þið urðuð fyrir [...] þá finnst mér ótrúlegt hversu sterkir þið eruð og hvernig þið hafið getað tekist á við þetta. Fyrir mér þá er það út af barnæsku ykkar en líka út af því hversu nánir þið eruð,“ segir Katrín við bræðurna í myndbandinu. Vilhjálmur svarar þá að þeir séu nánir einmitt vegna þess sem þeir hafa gengið í gegnum. „Við bindumst einstökum böndum út af því sem við höfum gengið í gegnum en við Harry höfum ekki talað nóg um móður okkar í gegnum árin,“ segir Vilhjálmur og Harry tekur undir það. Katrín spyr þá síðan hvort að þátttakan í herferðinni hafi opnað augu þeirra fyrir því að þeir hafi ekki talað nægilega mikið um mömmu sína. Harry svarar því játandi: „Ég hugsaði alltaf með mér hver væri tilgangurinn að rifja upp fortíðina, að rifja upp eitthvað sem gerir þig aðeins leiðan, breytir engu og lætur mömmu ekki koma til baka.“ Myndbandið má sjá hér að neðan.Watch The Duke and Duchess of Cambridge and Prince Harry in conversation on mental health for @heads_together #oktosay pic.twitter.com/417gqyqzk0— Kensington Palace (@KensingtonRoyal) April 21, 2017
Kóngafólk Mest lesið Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Lífið Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Lífið Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Lífið Súrrealískt að ganga tískupallinn á Times Square Tíska og hönnun Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxusvítu Lífið Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Lífið Fyrirsjáanlegt fjölskyldudrama Gagnrýni Kryddbrauðið sem kom viðræðunum af stað Matur Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Lífið Fleiri fréttir Breytti lúxusíbúð frá 1985 í Efstaleitinu í risastóra lúxusvítu Von Trier lagður inn á hjúkrunarheimili Eldri borgarar á hraðstefnumóti í Bíó paradís Íslensku kryddpíurnar en hver er hvað? Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Öryrki um þrítugt vegna verkja en lyfjalaus í dag Draumurinn rættist en honum fylgdi skömm Taldi sig hólpna því síminn hringdi aldrei Tilhugsun um kynlíf á ný óbærileg Forsetahjónin mættu á frumsýningu Sigurvilja „Ég gerði ein mistök, eða tvö“ Fullt út úr dyrum og stiginn trylltur dans „Pabbi var reiður yfir þessu alla ævi“ Hraðstefnumót fyrir eldri borgara Lofar áður óséðu sjónarspili en ekki kántrí ælu Stjörnurnar létu sig ekki vanta á Ofurskálina Friðrik Ómar og Hera skilja ekkert í úrslitunum Konungurinn miður sín eftir mismælin Logi Pedro selur Vesturbæjarslotið Sænska prinsessan komin með nafn Drake fékk það óþvegið í hálfleikssýningu Kendrick Lamar Stjörnulífið: Fáklædd í rauðri viðvörun Troða í sig vængjum og horfa á auglýsingar sem kosta milljarð Stjórnmála- og viðskiptafólk lét sig ekki vanta í fjörugt níræðisafmæli Vöku Aldrei fór ég suður snýr aftur: „Þetta eru vissulega stórir peningar“ Ingvar E. besti leikarinn á kvikmyndahátíð í Frakklandi Krakkatían: Hringadróttinssaga, Grammy-verðlaun og kolkrabbar „Þarna upplifði ég mesta kulda ævinnar“ Fólkið bak við vinsælustu hlaðvörp landsins Fimm lög keppa í Söngvakeppninni í kvöld Sjá meira