„Hvað ertu að læra?“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. apríl 2017 07:00 Ég þarf oft að svara þessari spurningu. „Hvað ertu að læra?“ Ég meina, auðvitað. Ég er 24 ára í háskólanámi. Þetta er svona klassísk partí-, fjölskylduboða-, hittast-fyrir-tilviljun-á-skemmtistað-eftir-að-hafa-ekki-sést-lengi-spurning. „Íslensku,“ segi ég. Og svo fylgja viðbrögð. Oft svolítið merkileg. Það slokknar ljós í augum fjarskyldrar frænku og hún segir, með einhverri óútskýranlegri deyfð: „Ókei, þannig að þú ætlar bara að verða kennari?“ Strákur í afmæli sameiginlegs vinar sem ég hef aldrei hitt áður segir hæðnislega: „Íslensku? Ég lærði hana sko í grunnskóla!“ Ég veit alveg að ókunnugi strákurinn er að grínast og frænkan er kannski eitthvað illa fyrir kölluð þennan tiltekna dag. En svona viðbrögð þvinga mann samt til umhugsunar. Ég var sko nefnilega einu sinni í verkfræði. Eina skelfilega önn sat ég ásamt 200 öðrum í sal í Háskólabíói og lærði línulega algebru. Mér fannst það ömurlegt en öðru fólki fannst það ótrúlega flott. Þegar svarið við spurningunni var „verkfræði“ fékk ég yfirleitt viðbrögð í ætt við „VÁ! Dugleg!“ eða „Glæsilegt, það er auðvitað fullt af pening í því.“ Allt sagt með velþóknun. Engin undirliggjandi vorkunn yfir vegferð inn á eyðilendur hugvísindanna. Engin samúð yfir því að verða kannski „bara“ kennari. Ég hugsaði einu sinni svona sjálf. Ég píndi mig í gegnum önn af verklegri eðlisfræði klukkan 8 á föstudagsmorgnum vegna þess að mér fannst tilhugsunin um framtíð öreigans í íslensku svo hryllileg. En svo ákvað ég að hætta að plata sjálfa mig. Það er nefnilega alls konar fleira í þessu lífi en peningar. Til dæmis ástríða og hamingja. Og mér finnst að fleiri ættu að bera virðingu fyrir því. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Á hvaða ári er Inga Sæland stödd? Snorri Másson Skoðun 76 dagar Erlingur Sigvaldason Skoðun Draugagangur í Alaska Hannes Pétursson Skoðun Háskólaþorpið Bifröst og fólkið sem gleymdist Margrét Jónsdóttir Njarðvík Skoðun Húsnæðisbæturnar sem hurfu Ragnar Sigurður Kristjánsson Skoðun Sporin þín Valtýr Soffía Sigurðardóttir Skoðun Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun Hunsuðu menntamálin – en ætla nú að bjarga þeim Sigurður Kári Harðarson Skoðun
Ég þarf oft að svara þessari spurningu. „Hvað ertu að læra?“ Ég meina, auðvitað. Ég er 24 ára í háskólanámi. Þetta er svona klassísk partí-, fjölskylduboða-, hittast-fyrir-tilviljun-á-skemmtistað-eftir-að-hafa-ekki-sést-lengi-spurning. „Íslensku,“ segi ég. Og svo fylgja viðbrögð. Oft svolítið merkileg. Það slokknar ljós í augum fjarskyldrar frænku og hún segir, með einhverri óútskýranlegri deyfð: „Ókei, þannig að þú ætlar bara að verða kennari?“ Strákur í afmæli sameiginlegs vinar sem ég hef aldrei hitt áður segir hæðnislega: „Íslensku? Ég lærði hana sko í grunnskóla!“ Ég veit alveg að ókunnugi strákurinn er að grínast og frænkan er kannski eitthvað illa fyrir kölluð þennan tiltekna dag. En svona viðbrögð þvinga mann samt til umhugsunar. Ég var sko nefnilega einu sinni í verkfræði. Eina skelfilega önn sat ég ásamt 200 öðrum í sal í Háskólabíói og lærði línulega algebru. Mér fannst það ömurlegt en öðru fólki fannst það ótrúlega flott. Þegar svarið við spurningunni var „verkfræði“ fékk ég yfirleitt viðbrögð í ætt við „VÁ! Dugleg!“ eða „Glæsilegt, það er auðvitað fullt af pening í því.“ Allt sagt með velþóknun. Engin undirliggjandi vorkunn yfir vegferð inn á eyðilendur hugvísindanna. Engin samúð yfir því að verða kannski „bara“ kennari. Ég hugsaði einu sinni svona sjálf. Ég píndi mig í gegnum önn af verklegri eðlisfræði klukkan 8 á föstudagsmorgnum vegna þess að mér fannst tilhugsunin um framtíð öreigans í íslensku svo hryllileg. En svo ákvað ég að hætta að plata sjálfa mig. Það er nefnilega alls konar fleira í þessu lífi en peningar. Til dæmis ástríða og hamingja. Og mér finnst að fleiri ættu að bera virðingu fyrir því.
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun
Hoppað í drullipolli við hliðina á Snorra Mássyni. Um allskonar fólk, líka í Miðflokknum Ægir Lúðvíksson Skoðun
Loftslagsverkfræði: Verkefni sem borgar sig ekki að láta bíða Snjólaug Árnadóttir,Páll Gunnarsson Skoðun
Ákall til KKÍ og íslensku íþróttahreyfingarinnar Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Oddný Björg Rafnsdóttir,Svanhildur Anja Ástþórsdóttir,Guðjón Magnússon,Margrét Rut Eddudóttir Skoðun