Hið illa og hið aflokna Kristín Ólafsdóttir skrifar 12. apríl 2017 07:00 Mig langar að tala aðeins um orðatiltæki. Einn tiltekinn málshátt sem er mér hugleikinn og ég vona að sem flest ykkar fái í páskaeggi. Illu er best aflokið. Ég hef nefnilega þurft að takast á við alls konar kvíðvænleg verkefni upp á síðkastið. Í síðustu viku mætti ég til dæmis löðrandi sveitt og skjálfandi í leghálsskoðun. Ég var búin að fresta tímanum tvisvar og var að íhuga að gera það í þriðja skipti. Ég held mig hafi aldrei langað jafn ofsalega lítið að boða komu mína á nokkurn stað. Það eina sem ég þurfti svo að gera var að klæða mig í pastelbleikan slopp, valhoppa berrössuð inn til vinalegs hjúkrunarfræðings, glenna mig svolítið í sundur og svo, PLONK, fjórum mínútum síðar var ég komin út. Þessu illa, því var aflokið. Eftir á að hyggja var þetta svo stórkostlega lítið mál að það er eiginlega hlægilegt. Og léttirinn sem fylgdi í kjölfarið, þegar stöngullinn með gúmmíbursta á endanum nam ekki lengur við leghálsinn, var guðdómlegur. Málið er sko, held ég, að þetta asnalega sem við höfum áhyggjur af og gerum að risastóru skrímsli í huganum áður en við förum að sofa á kvöldin – þetta er oftast bara smotterí. Það versta við leghálsskoðun eða að flytja einhverjum erfið tíðindi eða að taka skot af grænum heilsusafa sem svíður í hálsinn er hreinlega aðdragandinn. Og hann búum við til sjálf. Illu er best aflokið. Og svo er það ekki einu sinni neitt sérstaklega illt. Kannski meira að segja bara frekar fínt. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kristín Ólafsdóttir Mest lesið Hví borgar útgerðin – ekki malarnáman? Guðmundur Edgarsson Skoðun Vantraust Flokks fólksins á Viðreisn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ertu nú alveg viss um að hafa læst hurðinni? Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun 48 daga blekking: Loforð sem leiðir til lögbrota? Svanur Guðmundsson Skoðun Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun Ómeðvituð vörn í orðræðu – þegar vald ver sjálft sig Þórdís Hólm Filipsdóttir Skoðun Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Mig langar að tala aðeins um orðatiltæki. Einn tiltekinn málshátt sem er mér hugleikinn og ég vona að sem flest ykkar fái í páskaeggi. Illu er best aflokið. Ég hef nefnilega þurft að takast á við alls konar kvíðvænleg verkefni upp á síðkastið. Í síðustu viku mætti ég til dæmis löðrandi sveitt og skjálfandi í leghálsskoðun. Ég var búin að fresta tímanum tvisvar og var að íhuga að gera það í þriðja skipti. Ég held mig hafi aldrei langað jafn ofsalega lítið að boða komu mína á nokkurn stað. Það eina sem ég þurfti svo að gera var að klæða mig í pastelbleikan slopp, valhoppa berrössuð inn til vinalegs hjúkrunarfræðings, glenna mig svolítið í sundur og svo, PLONK, fjórum mínútum síðar var ég komin út. Þessu illa, því var aflokið. Eftir á að hyggja var þetta svo stórkostlega lítið mál að það er eiginlega hlægilegt. Og léttirinn sem fylgdi í kjölfarið, þegar stöngullinn með gúmmíbursta á endanum nam ekki lengur við leghálsinn, var guðdómlegur. Málið er sko, held ég, að þetta asnalega sem við höfum áhyggjur af og gerum að risastóru skrímsli í huganum áður en við förum að sofa á kvöldin – þetta er oftast bara smotterí. Það versta við leghálsskoðun eða að flytja einhverjum erfið tíðindi eða að taka skot af grænum heilsusafa sem svíður í hálsinn er hreinlega aðdragandinn. Og hann búum við til sjálf. Illu er best aflokið. Og svo er það ekki einu sinni neitt sérstaklega illt. Kannski meira að segja bara frekar fínt.
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Frá vinnuþræli til ríkisborgara: Ég er innflytjandi sem þið getið ekki losnað við Ian McDonald Skoðun
Stúdentar eiga ekki að borga fyrir vanfjármögnun háskólanna Ármann Leifsson,María Björk Stefánsdóttir Skoðun
Tóbakslausar nikótínvörur - Tímabært að horfast í augu við staðreyndir Bjarni Freyr Guðmundsson Skoðun
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun