Fagnar krókódíllinn nýjum samningi með sigri í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 15. apríl 2017 21:15 Jacare í vigtuninni í gær. Visir/Getty UFC verður með ansi skemmtilegt bardagakvöld í Kansas í kvöld. Fjórir áhugaverðir bardagar verða á dagskrá og stefnir allt í góða páskabardaga. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Demetrious Johnson og Wilson Reis í titilbardaga í fluguvigtinni. Johnson er ríkjandi fluguvigtarmeistari UFC og verður sigur í kvöld ansi þýðingarmikill fyrir hann. Ef Johnson vinnur verður það tíunda titilvörn hans í UFC og jafnar hann þar með met Anderson Silva yfir flestar titilvarnir í sögu UFC. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þær Rose Namajunas og Michelle ‘The karate hottie’ Waterson. Þetta er mikilvægur bardagi í strávigtinni en sigurvegarinn gæti fengið titilbardaga. UFC hefur lagt mikið í að kynna Waterson að undanförnu og skrifaði hún nýlega undir samning við umboðsmann Rondu Rousey. Haldi hún áfram á sigurbraut gæti hún orðið stór stjarna. Hún fær þó erfiðan bardaga í kvöld enda er Namajunas sigurstranglegri að mati veðbanka. Í einum áhugaverðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Ronaldo ‘Jacare’ Souza og Robert Whittaker. Jacare (krókódíll á portúgölsku) fékk nýjan átta bardaga samning í gær og ætlar væntanlega að fagna því með sigri í kvöld. Jacare er einn allra besti gólfglímumaður sögunnar og hefur unnið 17 bardaga með uppgjafartaki. Robert Whittaker hefur unnið sex bardaga í röð í UFC og verður áhugavert að sjá hvort hann nái að standast þessa erfiðu prófraun. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Bein útsending hefst á miðnætti en fjórir bardagar verða á dagskrá. MMA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Sjá meira
UFC verður með ansi skemmtilegt bardagakvöld í Kansas í kvöld. Fjórir áhugaverðir bardagar verða á dagskrá og stefnir allt í góða páskabardaga. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Demetrious Johnson og Wilson Reis í titilbardaga í fluguvigtinni. Johnson er ríkjandi fluguvigtarmeistari UFC og verður sigur í kvöld ansi þýðingarmikill fyrir hann. Ef Johnson vinnur verður það tíunda titilvörn hans í UFC og jafnar hann þar með met Anderson Silva yfir flestar titilvarnir í sögu UFC. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þær Rose Namajunas og Michelle ‘The karate hottie’ Waterson. Þetta er mikilvægur bardagi í strávigtinni en sigurvegarinn gæti fengið titilbardaga. UFC hefur lagt mikið í að kynna Waterson að undanförnu og skrifaði hún nýlega undir samning við umboðsmann Rondu Rousey. Haldi hún áfram á sigurbraut gæti hún orðið stór stjarna. Hún fær þó erfiðan bardaga í kvöld enda er Namajunas sigurstranglegri að mati veðbanka. Í einum áhugaverðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Ronaldo ‘Jacare’ Souza og Robert Whittaker. Jacare (krókódíll á portúgölsku) fékk nýjan átta bardaga samning í gær og ætlar væntanlega að fagna því með sigri í kvöld. Jacare er einn allra besti gólfglímumaður sögunnar og hefur unnið 17 bardaga með uppgjafartaki. Robert Whittaker hefur unnið sex bardaga í röð í UFC og verður áhugavert að sjá hvort hann nái að standast þessa erfiðu prófraun. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Bein útsending hefst á miðnætti en fjórir bardagar verða á dagskrá.
MMA Mest lesið Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Formúla 1 Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Íslenski boltinn Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Enski boltinn „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Enski boltinn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Enski boltinn Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Fótbolti Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot Enski boltinn Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Íslenski boltinn Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Sport Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Sport Fleiri fréttir Liverpool hefur áhyggjur af meiðslunum hjá Trent Whoopi Goldberg stofnar sjónvarpsstöð sem sýnir bara kvennaíþróttir Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Messi og félagar óvænt úr leik í fyrstu umferð en Dagur Dan fór áfram Átta búin að synda sig inn á HM í sundi í Búdapest í desember Mick Schumacher gaf sjaldgæfa innsýn inn í líf föður síns Á bara eftir að skora á Anfield og heimavelli Brentford Dagskráin í dag: Boltar, pökkar og pílur Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns „Því miður gefur sigur á Man City aðeins þrjú stig“ Juventus vann grannaslaginn „Kemur alltaf að því að eitthvað gerist í fyrsta skipti á ævinni“ Martin með tvöfalda tvennu í sigri á toppliðinu Tvær breytingar á landsliðshópnum Gestirnir réðu ekki við hraðann í strákunum hans Slot „Þegar svona gír er á okkur þá erum við fjandi góðir“ Milan missteig eftir sigurinn frækna á Real Frábær þriggja marka sigur Vals Willum Þór lagði upp þegar Birmingham tapaði óvænt stigum Brighton sá til þess að Man City tapaði fjórða leiknum í röð Hermann Hreiðars tekur við HK Bayern jók forystuna á toppnum á meðan Dortmund og Leverkusen töpuðu stigum Botnliðið sótti tvö stig út í Eyjar Uppgjörið: Grindavík - Þór Þ. 99-70 | Grindvíkingar svöruðu kallinu Liðsfélaginn náði þriggja marka forskoti á Emilíu Kiær Birkir Bjarna kom aftur inn á og skoraði Uppgjör og viðtöl: Stjarnan - Fram 18-24 | Framkonur góðar í Garðabæ Rakel Dögg: Þá eru meiri líkur á sigri Vinicius Junior með þrennu í stórsigri Real Madrid Sigdís Eva opnaði markareikninginn og Hlín skoraði tvö Sjá meira