Fagnar krókódíllinn nýjum samningi með sigri í kvöld? Pétur Marinó Jónsson skrifar 15. apríl 2017 21:15 Jacare í vigtuninni í gær. Visir/Getty UFC verður með ansi skemmtilegt bardagakvöld í Kansas í kvöld. Fjórir áhugaverðir bardagar verða á dagskrá og stefnir allt í góða páskabardaga. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Demetrious Johnson og Wilson Reis í titilbardaga í fluguvigtinni. Johnson er ríkjandi fluguvigtarmeistari UFC og verður sigur í kvöld ansi þýðingarmikill fyrir hann. Ef Johnson vinnur verður það tíunda titilvörn hans í UFC og jafnar hann þar með met Anderson Silva yfir flestar titilvarnir í sögu UFC. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þær Rose Namajunas og Michelle ‘The karate hottie’ Waterson. Þetta er mikilvægur bardagi í strávigtinni en sigurvegarinn gæti fengið titilbardaga. UFC hefur lagt mikið í að kynna Waterson að undanförnu og skrifaði hún nýlega undir samning við umboðsmann Rondu Rousey. Haldi hún áfram á sigurbraut gæti hún orðið stór stjarna. Hún fær þó erfiðan bardaga í kvöld enda er Namajunas sigurstranglegri að mati veðbanka. Í einum áhugaverðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Ronaldo ‘Jacare’ Souza og Robert Whittaker. Jacare (krókódíll á portúgölsku) fékk nýjan átta bardaga samning í gær og ætlar væntanlega að fagna því með sigri í kvöld. Jacare er einn allra besti gólfglímumaður sögunnar og hefur unnið 17 bardaga með uppgjafartaki. Robert Whittaker hefur unnið sex bardaga í röð í UFC og verður áhugavert að sjá hvort hann nái að standast þessa erfiðu prófraun. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Bein útsending hefst á miðnætti en fjórir bardagar verða á dagskrá. MMA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira
UFC verður með ansi skemmtilegt bardagakvöld í Kansas í kvöld. Fjórir áhugaverðir bardagar verða á dagskrá og stefnir allt í góða páskabardaga. Í aðalbardaga kvöldsins mætast þeir Demetrious Johnson og Wilson Reis í titilbardaga í fluguvigtinni. Johnson er ríkjandi fluguvigtarmeistari UFC og verður sigur í kvöld ansi þýðingarmikill fyrir hann. Ef Johnson vinnur verður það tíunda titilvörn hans í UFC og jafnar hann þar með met Anderson Silva yfir flestar titilvarnir í sögu UFC. Í næstsíðasta bardaga kvöldsins mætast þær Rose Namajunas og Michelle ‘The karate hottie’ Waterson. Þetta er mikilvægur bardagi í strávigtinni en sigurvegarinn gæti fengið titilbardaga. UFC hefur lagt mikið í að kynna Waterson að undanförnu og skrifaði hún nýlega undir samning við umboðsmann Rondu Rousey. Haldi hún áfram á sigurbraut gæti hún orðið stór stjarna. Hún fær þó erfiðan bardaga í kvöld enda er Namajunas sigurstranglegri að mati veðbanka. Í einum áhugaverðasta bardaga kvöldsins mætast þeir Ronaldo ‘Jacare’ Souza og Robert Whittaker. Jacare (krókódíll á portúgölsku) fékk nýjan átta bardaga samning í gær og ætlar væntanlega að fagna því með sigri í kvöld. Jacare er einn allra besti gólfglímumaður sögunnar og hefur unnið 17 bardaga með uppgjafartaki. Robert Whittaker hefur unnið sex bardaga í röð í UFC og verður áhugavert að sjá hvort hann nái að standast þessa erfiðu prófraun. Bardagakvöldið verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport í kvöld. Bein útsending hefst á miðnætti en fjórir bardagar verða á dagskrá.
MMA Mest lesið Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Enski boltinn Bruno til bjargar Enski boltinn „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Íslenski boltinn Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Fótbolti Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Fótbolti Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga Fótbolti Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Fótbolti Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Fótbolti Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Íslenski boltinn Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Handbolti Fleiri fréttir Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Ósigraður Kolbeinn kominn með næsta andstæðing Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Damir á leið til Asíu Blaðamannafundur HSÍ blásinn af á elleftu stundu Martin missir af landsleikjunum, Bjarni kemur inn og Viðar í stað Pavels Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Angulo látinn aðeins tuttugu og tveggja ára að aldri „Viðurkennt að svona gerum við ekki“ Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni „Eitthvað sem maður mun muna eftir alla ævi“ Hlín fór á kostum og finnur fyrir áhuga: „Hef ekki tekið ákvörðun“ Hattarmenn senda Kanann heim Ísak hættur með ÍR Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Elanga ekki í landsliðshóp Svía og neitar að svara þjálfaranum Sjá meira