Fótbolti

Alfreð sá rautt í langþráðum sigri Augsburg

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Alfreð og félagar unnu afar langþráðan sigur.
Alfreð og félagar unnu afar langþráðan sigur. vísir/getty
Alfreð Finnbogason fékk að líta rauða spjaldið þegar Augsburg vann mikilvægan sigur á Köln, 2-1, í þýsku úrvalsdeildinni í dag.

Augsburg byrjaði leikinn af miklu krafti og var 2-0 yfir í hálfleik. Köln minnkaði muninn með sjálfsmarki á 65. mínútu og undir lokin sauð allt upp úr.

Koo Ja-Cheol fékk sitt annað gula spjald og þar með rautt á 89. mínútu og þremur mínútum síðar fékk Alfreð beint rautt spjald.

Þrátt fyrir að vera tveimur mönnum færri síðustu mínúturnar hélt Augsburg út og vann góðan sigur. Þetta var fyrsti sigur liðsins síðan 25. febrúar og með honum jafnaði það Mainz 05 að stigum.

Borussia Dortmund svaraði fyrir skellinn gegn Bayern München í síðustu umferð með 3-1 sigri á Frankfurt á heimavelli. Marco Reus, Sokratis og Pierre-Emerick Aubameyang skoruðu mörk Dortmund sem er í 4. sæti deildarinnar.

RB Leipzig rústaði Freiburg, 4-0, en þetta var fjórði sigur liðsins í röð.

Úrslit dagsins:

Augsburg 2-1 Köln

Dortmund 3-1 Frankfurt

RB Leipzig 4-0 Freiburg

Mainz 1-0 Hertha Berlin

Hoffenheim 5-3 Mönchengladbach

Wolfsburg 3-0 Ingolstadt




Fleiri fréttir

Sjá meira


×