Tyrkneska þjóðin greiðir atkvæði um aukin völd forsetans Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 16. apríl 2017 09:11 Kjörstaðir voru opnaðir í morgun. Búast má við fyrstu niðurstöðum seint í kvöld. vísir/afp Kjörstaðir voru opnaðir í Tyrklandi í morgun þar sem þjóðin mun greiða atkvæði um breytta stjórnarskrá. Breytingin mun koma til með að auka völd Tyrklandsforseta þannig að hann fari með framkvæmdavaldið en ekki forsætisráðherrann. Skoðanakannanir benda til að breytingin verði samþykkt með naumum meirihluta. Tillagan er frá forsetanum sjálfum, Recep Tayyip Erdogan, komin, en hann hefur beitt sér fyrir frekari völdum frá misheppnuðu valdaráni hersins í júlí í fyrra. Þá geta breytingarnar þýtt að Erdogan verði á valdastóli allt til ársins 2029.Völdin færast nær alfarið til forsetans Með breytingunum mun forsetinn geta skipað ráðherra í ríkisstjórn, undirritað forsetatilskipanir, valið dómara í Hæstarétt og leyst þing landsins frá störfum. Þannig myndi forsetinn fara fyrir framkvæmdavaldinu í stað forsætisráðherrans, og í raun gera embætti forsætisráðherrans nánast óþarft. Stuðningsmenn tillögunnar segja að hún muni auðvelda ákvarðanatöku framkvæmdavaldsins. Breytingarnar séu mikilvægar á ólgutímum líkt og nú, þar sem kúrdískir aðskilnaðarsinnar, borgarastyrjöld í Sýrlandi og íslamskir hryðjuverkamenn ógni Tyrklandi. Hinir andsnúnu óttast að breytingarnar muni leiða til of mikilla valda forsetans því engar hindranir verði lengur til staðar. Þá hefur stjórnarandstaðan sakað Erdogan um að vilja breyta stjórnkerfi landsins í „eins manns stjórnkerfi“. Alls eru 55 milljón manna á kjörskrá á 167 þúsund kjörstöðum. Búast má við fyrstu tölum seint í kvöld. Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira
Kjörstaðir voru opnaðir í Tyrklandi í morgun þar sem þjóðin mun greiða atkvæði um breytta stjórnarskrá. Breytingin mun koma til með að auka völd Tyrklandsforseta þannig að hann fari með framkvæmdavaldið en ekki forsætisráðherrann. Skoðanakannanir benda til að breytingin verði samþykkt með naumum meirihluta. Tillagan er frá forsetanum sjálfum, Recep Tayyip Erdogan, komin, en hann hefur beitt sér fyrir frekari völdum frá misheppnuðu valdaráni hersins í júlí í fyrra. Þá geta breytingarnar þýtt að Erdogan verði á valdastóli allt til ársins 2029.Völdin færast nær alfarið til forsetans Með breytingunum mun forsetinn geta skipað ráðherra í ríkisstjórn, undirritað forsetatilskipanir, valið dómara í Hæstarétt og leyst þing landsins frá störfum. Þannig myndi forsetinn fara fyrir framkvæmdavaldinu í stað forsætisráðherrans, og í raun gera embætti forsætisráðherrans nánast óþarft. Stuðningsmenn tillögunnar segja að hún muni auðvelda ákvarðanatöku framkvæmdavaldsins. Breytingarnar séu mikilvægar á ólgutímum líkt og nú, þar sem kúrdískir aðskilnaðarsinnar, borgarastyrjöld í Sýrlandi og íslamskir hryðjuverkamenn ógni Tyrklandi. Hinir andsnúnu óttast að breytingarnar muni leiða til of mikilla valda forsetans því engar hindranir verði lengur til staðar. Þá hefur stjórnarandstaðan sakað Erdogan um að vilja breyta stjórnkerfi landsins í „eins manns stjórnkerfi“. Alls eru 55 milljón manna á kjörskrá á 167 þúsund kjörstöðum. Búast má við fyrstu tölum seint í kvöld.
Mest lesið Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Innlent Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Erlent Þau fái heiðurslaun listamanna Innlent Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Innlent Gengst ekki við falsfréttum en viðurkennir að tímasetningar séu misvísandi Innlent Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Innlent ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Erlent Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Innlent Bergþór með brjósklos og blæs á slúður Innlent Witkoff fundar með Selenskí Erlent Fleiri fréttir Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Geta fengið sex milljónir í bætur frá danska ríkinu Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Óvinafögnuður Trumps og Pútíns Missti af afhendingunni en er komin heil á húfi til Osló Þingið ítrekar stuðning Bandaríkjanna við Evrópu Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Sjá meira