Fastur í vélinni á vellinum í tvær klukkustundir: Í topp fimmtán af verstu martröðum Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 17. apríl 2017 19:25 Sólmundur Hólm Sólmundarson. VÍSIR/STEFÁN Sólmundur Hólm Sólmundarson, útvarpsmaður og grínisti, er nú staddur í flugvél ungverska flugfélagsins Wizz Air, á Keflavíkurflugvelli, ásamt kærustunni sinni, Viktoríu Hermannsdóttur, en vélin, sem flaug frá Búdapest, lenti klukkan 17 í dag. Of mikill vindur er á flugvellinum, til þess að hægt sé að setja stiga eða landgang að vélinni. Stormur hefur gengið yfir landið í dag og hann hefur sett sinn svip á flugsamgöngur. Sólmundur hefur þurft að dúsa í flugvélinni í tvo tíma, eftir fimm klukkustunda langt flug, og þegar Vísir náði tali af honum var ekki ljóst hvenær hann kæmist út. Hann segist, á léttum nótum, vera staddur í einni af sínum verstu martröðum. „Þetta er ömurlegt. Ég óska ekki nokkrum manni að þurfa að lenda í þessu. Það er enginn að fara út úr nokkurri vél hérna. Þetta er hræðilegt ástand,“ segir Sólmundur. Hann segir þó að lífsreynslan hafi verið skárri en hann hafi búist við, sem hafi komið á óvart. „Ég hef heyrt af svona, að fólk hafi lent í þessu og ímyndað mér hvað ég yrði geðveikur. En ég verð bara að segja að þetta hefur liðið hraðar en mig grunaði, þessir tveir tímar hafa liðið furðulega hratt, en við erum hins vegar alveg að tapa gleðinni.“ „Ég hefði betur átt að fara til San Franscisco, ég man það næst. Þetta er held ég, ein af mínum verstu martröðum, allavega í topp fimmtán,“ segir Sólmundur og greinilega stutt í húmorinn. „Ég vil trúa því að maður lendi bara í þessu einu sinni á ævinni. Það er kannski fínt að taka það bara út núna.“ Hann segir að reynslan hafi að öllum líkindum verið skárri vegna þess að hann og Viktoría eru með fullhlaðin snjalltæki. Þegar blaðamaður náði tali af Sólmundi, tilkynnti flugmaður vélarinnar að nú væru einungis fimm mínútur í að farþegar gætu yfirgefið vélina. Sólmundur var ekki bjartsýnn, þrátt fyrir þær upplýsingar. „Ég á eftir að sjá það gerast.“ Þegar blaðamaður heyrði svo í Sólmundi um fimmtán mínútum síðar, var hann enn í vélinni, en stigi var þó kominn að vélinni og rúta. en að sögn Sólmundar er eins og vindurinn hafi aukist. „Tíminn er lengur að líða eftir að ég sá rútuna og stigann. Þetta er agalegt, þetta er svo ógurlega leiðinlegt.“ Tíu mínútum síðar, þegar blaðamaður heyrði aftur í Sólmundi, var hann loksins kominn út úr vélinni og upp í rútu, og því búinn að taka gleði sína á ný. „Tíminn frá því að búið var að opna og þar til ég komst út, var svipað langur og tíminn sem leið frá því að ég lenti og beið í vélinni, svona þegar maður sá fyrir endann á þessu. En gleðin er komin aftur. “ Fréttir af flugi Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleiri fréttir Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Sjá meira
Sólmundur Hólm Sólmundarson, útvarpsmaður og grínisti, er nú staddur í flugvél ungverska flugfélagsins Wizz Air, á Keflavíkurflugvelli, ásamt kærustunni sinni, Viktoríu Hermannsdóttur, en vélin, sem flaug frá Búdapest, lenti klukkan 17 í dag. Of mikill vindur er á flugvellinum, til þess að hægt sé að setja stiga eða landgang að vélinni. Stormur hefur gengið yfir landið í dag og hann hefur sett sinn svip á flugsamgöngur. Sólmundur hefur þurft að dúsa í flugvélinni í tvo tíma, eftir fimm klukkustunda langt flug, og þegar Vísir náði tali af honum var ekki ljóst hvenær hann kæmist út. Hann segist, á léttum nótum, vera staddur í einni af sínum verstu martröðum. „Þetta er ömurlegt. Ég óska ekki nokkrum manni að þurfa að lenda í þessu. Það er enginn að fara út úr nokkurri vél hérna. Þetta er hræðilegt ástand,“ segir Sólmundur. Hann segir þó að lífsreynslan hafi verið skárri en hann hafi búist við, sem hafi komið á óvart. „Ég hef heyrt af svona, að fólk hafi lent í þessu og ímyndað mér hvað ég yrði geðveikur. En ég verð bara að segja að þetta hefur liðið hraðar en mig grunaði, þessir tveir tímar hafa liðið furðulega hratt, en við erum hins vegar alveg að tapa gleðinni.“ „Ég hefði betur átt að fara til San Franscisco, ég man það næst. Þetta er held ég, ein af mínum verstu martröðum, allavega í topp fimmtán,“ segir Sólmundur og greinilega stutt í húmorinn. „Ég vil trúa því að maður lendi bara í þessu einu sinni á ævinni. Það er kannski fínt að taka það bara út núna.“ Hann segir að reynslan hafi að öllum líkindum verið skárri vegna þess að hann og Viktoría eru með fullhlaðin snjalltæki. Þegar blaðamaður náði tali af Sólmundi, tilkynnti flugmaður vélarinnar að nú væru einungis fimm mínútur í að farþegar gætu yfirgefið vélina. Sólmundur var ekki bjartsýnn, þrátt fyrir þær upplýsingar. „Ég á eftir að sjá það gerast.“ Þegar blaðamaður heyrði svo í Sólmundi um fimmtán mínútum síðar, var hann enn í vélinni, en stigi var þó kominn að vélinni og rúta. en að sögn Sólmundar er eins og vindurinn hafi aukist. „Tíminn er lengur að líða eftir að ég sá rútuna og stigann. Þetta er agalegt, þetta er svo ógurlega leiðinlegt.“ Tíu mínútum síðar, þegar blaðamaður heyrði aftur í Sólmundi, var hann loksins kominn út úr vélinni og upp í rútu, og því búinn að taka gleði sína á ný. „Tíminn frá því að búið var að opna og þar til ég komst út, var svipað langur og tíminn sem leið frá því að ég lenti og beið í vélinni, svona þegar maður sá fyrir endann á þessu. En gleðin er komin aftur. “
Fréttir af flugi Mest lesið Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Lífið Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Lífið Gaman að sjá íslenska hönnun skína í dönsku tískusenunni Tíska og hönnun Fleetwood Mac: Þegar eftirlíkingin verður betri en raunveruleikinn Gagnrýni Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Lífið Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Lífið Tískan við þingsetningu: Snjórinn stoppaði ekki flottheitin Tíska og hönnun Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Lífið Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Lífið Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Lífið Fleiri fréttir Halla og Björn létu sig ekki vanta á þorrablóti Álftaness Sleikurinn við Colin Farrell ógleymanlegur Hugsi yfir bílastæðamálum sem eru til skoðunar Peaky Blinders stjarna lét sig ekki vanta á The Damned Víðir hrasaði á þingi: Frjálsíþróttirnar björguðu Gulli Helga tók yfir og Sindri beið á kantinum Kosning hafin fyrir Hlustendaverðlaunin Uppistandarar, ráðherrar og kempur á þorrablóti Vals „Dorrit var eiginlega Séð og heyrt stúlkan“ Drengurinn skal heita Ezra Sundlaugastarfsmenn skemmtu sér á þurru landi Syngur Cha Cha Cha á Söngvakeppninni Séð og heyrt gæti átt framhaldslíf Hvers vegna karpa menn í þartilgerðu húsi? Seldist upp á einni mínútu Var tilbúinn með tapræðu í matarboðinu Frumsýning á Vísi: Stórbrotinn sigurvilji Sigurbjörns á hvíta tjaldið Iðjuþjálfi á Nesinu fer sínar eigin leiðir í skólamat Mætti dópaður í Kastljós og laug blákalt að alþjóð Stjörnulífið: Fáklæddar, í hátísku og Palli rúmliggjandi Mætti svo gott sem nakin á rauða dregilinn Víkingur Heiðar vann til Grammy-verðlauna Beyoncé loksins verðlaunuð fyrir bestu plötuna Biðu í tvo tíma eftir „McDonalds“ borgurum sem strönduðu í tollinum „Þetta er engin þrautaganga fyrir mig“ „Á svona tímapunkti vantar mann að geta tengt við einhvern“ Krakkatían: Óvæntur gestur, söngleikur og dalmatíuhundar „Mig langaði að segja þessar sögur“ Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Sjá meira