Stórfyrirtæki neita að auglýsa hjá Fox vegna fregna af áreitni O'Reilly Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 4. apríl 2017 17:51 Bill O'Reilly stýrir þættinum The O'Reilly Factor á Fox og hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni. Vísir/Getty Stórfyrirtæki líkt og Mercedes Benz, Hyundai og BMW eru hætt að kaupa auglýsingar hjá Fox sjónvarpsfréttastöðinni á tímum þar sem þáttur sjónvarpsmannsins Bill O'Reilly er á dagskrá, í mótmælaskyni eftir að fregnir bárust af ásökunum um kynferðislega áreitni hans í garð fimm samstarfskvenna. CNN greinir frá. Sjónvarpsmaðurinn, ásamt Fox fyrirtækinu, urðu að greiða sáttagreiðslur til fimm kvenna, sem allar höfðu sakað O'Reilly um kynferðislega áreitni á vinnustaðnum og námu greiðslurnar milljónum Bandaríkjadollara.Sjá einnig: Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Sjónvarpsmaðurinn stýrir þættinum „The O'Reilly Factor“ á stöðinni og er um að ræða vinsælasta þátt sjónvarpsstöðvarinnar og eru auglýsingatekjur þar meðal þeirra hæstu fyrir sjónvarpsstöðina. Því er ljóst að ákvarðanir fyrirtækjanna gætu haft mikil áhrif á tekjustreymi sjónvarpsstöðvarinnar. Í tilkynningum frá fyrirtækjunum þremur kemur fram að þau sjái sér ekki fært að auglýsa á tímum þar sem þáttur O'Reilly sé sýndur, þar sem ásakanir í hans garð séu „taldar mjög alvarlegar af hálfu fyrirtækjanna.“ Sjö fyrirtæki hafa í heildina ákveðið að kaupa ekki auglýsingar af Fox á þessum tímum. Í tilkynningu Mercedes-Benz segir meðal annars:„Ásakanirnar eru mjög truflandi og vegna gífurlegs mikilvægis kvenna á öllum stigum fyrirtækis okkar, þá þykir okkur þetta ekki rétta umhverfið til þess að auglýsa okkar vörur.“ Tengdar fréttir Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Sjónvarpsmaðurinn Bill O'Reilly er sakaður um að hafa kynferðislega áreitt fimm samstarfskonur og hefur borgað 13 milljónir Bandaríkjadollara í sáttagreiðslur. 1. apríl 2017 22:32 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Stórfyrirtæki líkt og Mercedes Benz, Hyundai og BMW eru hætt að kaupa auglýsingar hjá Fox sjónvarpsfréttastöðinni á tímum þar sem þáttur sjónvarpsmannsins Bill O'Reilly er á dagskrá, í mótmælaskyni eftir að fregnir bárust af ásökunum um kynferðislega áreitni hans í garð fimm samstarfskvenna. CNN greinir frá. Sjónvarpsmaðurinn, ásamt Fox fyrirtækinu, urðu að greiða sáttagreiðslur til fimm kvenna, sem allar höfðu sakað O'Reilly um kynferðislega áreitni á vinnustaðnum og námu greiðslurnar milljónum Bandaríkjadollara.Sjá einnig: Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Sjónvarpsmaðurinn stýrir þættinum „The O'Reilly Factor“ á stöðinni og er um að ræða vinsælasta þátt sjónvarpsstöðvarinnar og eru auglýsingatekjur þar meðal þeirra hæstu fyrir sjónvarpsstöðina. Því er ljóst að ákvarðanir fyrirtækjanna gætu haft mikil áhrif á tekjustreymi sjónvarpsstöðvarinnar. Í tilkynningum frá fyrirtækjunum þremur kemur fram að þau sjái sér ekki fært að auglýsa á tímum þar sem þáttur O'Reilly sé sýndur, þar sem ásakanir í hans garð séu „taldar mjög alvarlegar af hálfu fyrirtækjanna.“ Sjö fyrirtæki hafa í heildina ákveðið að kaupa ekki auglýsingar af Fox á þessum tímum. Í tilkynningu Mercedes-Benz segir meðal annars:„Ásakanirnar eru mjög truflandi og vegna gífurlegs mikilvægis kvenna á öllum stigum fyrirtækis okkar, þá þykir okkur þetta ekki rétta umhverfið til þess að auglýsa okkar vörur.“
Tengdar fréttir Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Sjónvarpsmaðurinn Bill O'Reilly er sakaður um að hafa kynferðislega áreitt fimm samstarfskonur og hefur borgað 13 milljónir Bandaríkjadollara í sáttagreiðslur. 1. apríl 2017 22:32 Mest lesið Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Viðskipti innlent Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Viðskipti innlent Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Viðskipti erlent Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Viðskipti innlent Hulda til Basalt arkitekta Viðskipti innlent Hvað þurfum við að eiga mikið til að geta hætt að vinna? Viðskipti innlent Ætluðu að nýta greidd sæti en fengu ekki Neytendur „Hvers vegna þarf ég að vera bara verkfræðingur eða bara smiður?“ Atvinnulíf Skipta um forstjóra hjá Origo Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eitt besta leitarárið á norska landgrunninu Samþykktu stofnun stærsta fríverslunarsvæðis í heimi Í hóp fimm milljarðamæringa úr tónlistarsenunni Bandaríkjamenn banna innflutning dróna Ekkert verður úr TikTok-banni með nýjum samningi Hæstu stýrivextir í þrjátíu ár Höfnuðu yfirtökutilboði Paramount Messenger-forritið heyrir sögunni til Lofar að koma böndum á CNN Reyna fjandsamlega yfirtöku á Warner Bros. Kaup Netflix á hluta Warner Bros. gætu reynst „vandamál“ ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Netflix í viðræðum um kaup á HBO frá Warner Bros Hringir viðvörunarbjöllum vegna samkeppni frá Google „Brunaútsala“ á hlutabréfum eftir eldsvoðann í Hong Kong Sjá meira
Borgar milljónir eftir ásakanir um kynferðislega áreitni Sjónvarpsmaðurinn Bill O'Reilly er sakaður um að hafa kynferðislega áreitt fimm samstarfskonur og hefur borgað 13 milljónir Bandaríkjadollara í sáttagreiðslur. 1. apríl 2017 22:32
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent
Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Viðskipti innlent