Kúkur á móti bragði við Hornbjargsvita Stefán Árni Pálsson skrifar 5. apríl 2017 12:15 Hornbjargsviti á Hornströndum þar sem einn af betri hrekkjum síðari tíma var framkvæmdur fyrir nokkrum árum. Vísir/Gudmundur Þ. Egilsson Fátt ef nokkuð sameinar íslensku þjóðina eins og útlendingur sem kúkar. Svo segir sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan á Twitter í gær en hann er einn fjölmargra sem deilt hafa mynd af ferðamanni sem gekk örna sinna í óþökk bónda í Fljótshlíð í gær. Fátt ef nokkuð sameinar íslensku þjóðina eins og útlendingur sem kúkar pic.twitter.com/axvoJe6XJl— Helgi Seljan (@helgiseljan) April 5, 2017 Ferðamaðurinn skildi kúkinn eftir á landi Þorkels Daníels Eiríkssonar og gaf lítið fyrir athugsemdir um að þetta væri ógeðslegt. Enginn vildi fá fólk til sín skítandi upp við húsið. Maðurinn svaraði engu, nema með glotti og spurningunni: „So?“ Margir eru hneykslaðir á framkomu ferðamannsins en nokkuð reglulega hefur verið fjallað um ferðamenn og „númer tvö“ í fjölmiðlum undanfarin ár. Ferðamenn hafa gengið örna sinna við leiði merkra Íslendinga á Þingvöllum, á gangstétt á Húsavík og í miðbæ Reykjavíkur svo dæmi séu tekin. Sumir hafa verið svo þreyttir á vandanum að þeir hafa búið til skilti. Aðrir hafa bent á að vandamálið sé fyrst og fremst stjórnvöldum og aðilum í ferðamálabransanum um að kenna, þ.e. mikill skortur sé á salernum. Ferðamaðurinn var staddur rétt fyrir utan heimili Þorkells þegar hann hafði saurlát.Þorkell Daníel Eiríksson Ævar Sigdórsson, sem um árabil sinnti gestum og gangandi sem vitavörður yfir sumartímann í Hornbjargsvita á Hornströndum við góðan orðstír, lagði orð í belg í athugasemdakerfinu við frétt Vísis af ferðamanninum kúkandi í gær. Rifjaði hann upp sögu af ferðamanni sem fékk að að bragða á sínu eigin meðali. „Ég lenti í svona máli fyrir nokkrum árum í Hornbjargsvita. Það var einn sem skeit við göngustíginn heim að húsinu. Ég þóttist ekkert taka eftir þessu, en þegar kauði kom inn í hús, laumaðist ég með plastpoka og þreif upp eftir hann. Því næst stakk ég plastpokanum djúpt ofan í bakpokann hans án þess að hann sæi og kvaddi hann glottandi,“ segir Ævar. Óhætt er að segja að sagan hafi slegið í gegn enda hafa yfir hundrað manns „lækað“ frásögnina. Ferðamennska á Íslandi Hornstrandir Tengdar fréttir Brýnt að setja ferðamönnum skorður: „Milljón fleiri kúkar“ „Bílaleigufyrirtækin verða líka að sýna meiri ábyrgð með því að vera ekki að hvetja fólk til að haga sér svona,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. 9. júlí 2015 14:41 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Fátt ef nokkuð sameinar íslensku þjóðina eins og útlendingur sem kúkar. Svo segir sjónvarpsmaðurinn Helgi Seljan á Twitter í gær en hann er einn fjölmargra sem deilt hafa mynd af ferðamanni sem gekk örna sinna í óþökk bónda í Fljótshlíð í gær. Fátt ef nokkuð sameinar íslensku þjóðina eins og útlendingur sem kúkar pic.twitter.com/axvoJe6XJl— Helgi Seljan (@helgiseljan) April 5, 2017 Ferðamaðurinn skildi kúkinn eftir á landi Þorkels Daníels Eiríkssonar og gaf lítið fyrir athugsemdir um að þetta væri ógeðslegt. Enginn vildi fá fólk til sín skítandi upp við húsið. Maðurinn svaraði engu, nema með glotti og spurningunni: „So?“ Margir eru hneykslaðir á framkomu ferðamannsins en nokkuð reglulega hefur verið fjallað um ferðamenn og „númer tvö“ í fjölmiðlum undanfarin ár. Ferðamenn hafa gengið örna sinna við leiði merkra Íslendinga á Þingvöllum, á gangstétt á Húsavík og í miðbæ Reykjavíkur svo dæmi séu tekin. Sumir hafa verið svo þreyttir á vandanum að þeir hafa búið til skilti. Aðrir hafa bent á að vandamálið sé fyrst og fremst stjórnvöldum og aðilum í ferðamálabransanum um að kenna, þ.e. mikill skortur sé á salernum. Ferðamaðurinn var staddur rétt fyrir utan heimili Þorkells þegar hann hafði saurlát.Þorkell Daníel Eiríksson Ævar Sigdórsson, sem um árabil sinnti gestum og gangandi sem vitavörður yfir sumartímann í Hornbjargsvita á Hornströndum við góðan orðstír, lagði orð í belg í athugasemdakerfinu við frétt Vísis af ferðamanninum kúkandi í gær. Rifjaði hann upp sögu af ferðamanni sem fékk að að bragða á sínu eigin meðali. „Ég lenti í svona máli fyrir nokkrum árum í Hornbjargsvita. Það var einn sem skeit við göngustíginn heim að húsinu. Ég þóttist ekkert taka eftir þessu, en þegar kauði kom inn í hús, laumaðist ég með plastpoka og þreif upp eftir hann. Því næst stakk ég plastpokanum djúpt ofan í bakpokann hans án þess að hann sæi og kvaddi hann glottandi,“ segir Ævar. Óhætt er að segja að sagan hafi slegið í gegn enda hafa yfir hundrað manns „lækað“ frásögnina.
Ferðamennska á Íslandi Hornstrandir Tengdar fréttir Brýnt að setja ferðamönnum skorður: „Milljón fleiri kúkar“ „Bílaleigufyrirtækin verða líka að sýna meiri ábyrgð með því að vera ekki að hvetja fólk til að haga sér svona,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. 9. júlí 2015 14:41 Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Króli trúlofaður Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni Sjá meira
Brýnt að setja ferðamönnum skorður: „Milljón fleiri kúkar“ „Bílaleigufyrirtækin verða líka að sýna meiri ábyrgð með því að vera ekki að hvetja fólk til að haga sér svona,“ segir Haraldur Sigurðsson, eldfjallafræðingur. 9. júlí 2015 14:41