Konur laga líka Hildur Björnsdóttir skrifar 7. apríl 2017 07:00 Ég held ég þekki töfrafólk. Alls kyns töfrafólk. Óskir mínar hvers konar, framkallar það allar. Það er sama hversu beiðnin er flókin. Undarleg eða óhefðbundin. Allt verður að veruleika. Náðargáfan yfirskilvitleg. Ég stend í framkvæmdum. Stórræðum. Bý fjölskyldunni hreiður. Breyti og bæti. Umturna. Þetta geri ég ekki einsömul. Herdeildir iðnlærðra meðferðis. Lausnamiðað verksvit þeirra töfrum líkast. Fyllir mann vanmætti og lotningu. Það eru fáar starfsstéttir sem kalla fram viðlíka viðbrögð. Fáir þykja mér jafn flinkir. Sniðugir og snjallir. Ég fyllist vanmáttarkennd. Þegar sonurinn var tvævetur bilaði ljósabúnaður heimilisins. Vandamálið slíkt að til þurfti fagmann. Drengurinn setti í brýrnar og sagði ákveðinn: „Við þurfum að hringja í manninn.“ Ég svaraði um hæl: „Nei, við þurfum að hringja í konuna.“ Við tók uppeldisfræðileg leit að kvenkyns rafvirkja. Konan var vandfundin. Nokkurs konar nál í heystakki. Hún kom þó í leitirnar – og drengurinn skyldi berja hana augum – sjá konuna laga búnaðinn. Því konur laga líka. Mörgum iðngreinum fylgir karllæg ímynd. Hughrif um kröftugan karl. Stöndugan og sterkan. Stæðilegan. Meirihlutinn er kannski karlkyns – en iðnlærðum konum fjölgar. Námsval er mörgum ógnvekjandi völundarhús. Leiðarvalið afdrifaríkt fyrir framhaldið allt. Það vill enginn enda í öngstræti. Á vegferðinni mættu fleiri beina sjónum að iðnnámi. Ekki síður stúlkur en drengir. Möguleikarnir margs konar, atvinnuhorfurnar góðar og tekjumöguleikarnir miklir. Svo ekki sé minnst á lotningu mína – og auðvitað alla töfrana. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hildur Björnsdóttir Mest lesið Svargrein: Ísland á víst að íhuga aðild að ESB Ágúst Ólafur Ágústsson Skoðun Gerir háskólanám þig að grunnskólakennara? Davíð Már Sigurðsson Skoðun Kirkjuklukkur hringja Bjarni Karlsson Skoðun „Er allt í lagi?“ Olga Björt Þórðardóttir Skoðun Einmanaleiki: Skortir þig tengsl við þig eða aðra? Sigrún Þóra Sveinsdóttir Skoðun Sumarfríinu aflýst Sigurður Helgi Pálmason Skoðun Göngum í Haag hópinn Þórhildur Sunna Ævarsdóttir Skoðun Fordómar gagnvart hinsegin fólki – Reynslusaga Geir Gunnar Markússon Skoðun Úr skotgröfum í netkerfin: Netárásir á innviði Vesturlanda Ýmir Vigfússon Skoðun Stríð skapar ekki frið Sanna Magdalena Mörtudóttir Skoðun
Ég held ég þekki töfrafólk. Alls kyns töfrafólk. Óskir mínar hvers konar, framkallar það allar. Það er sama hversu beiðnin er flókin. Undarleg eða óhefðbundin. Allt verður að veruleika. Náðargáfan yfirskilvitleg. Ég stend í framkvæmdum. Stórræðum. Bý fjölskyldunni hreiður. Breyti og bæti. Umturna. Þetta geri ég ekki einsömul. Herdeildir iðnlærðra meðferðis. Lausnamiðað verksvit þeirra töfrum líkast. Fyllir mann vanmætti og lotningu. Það eru fáar starfsstéttir sem kalla fram viðlíka viðbrögð. Fáir þykja mér jafn flinkir. Sniðugir og snjallir. Ég fyllist vanmáttarkennd. Þegar sonurinn var tvævetur bilaði ljósabúnaður heimilisins. Vandamálið slíkt að til þurfti fagmann. Drengurinn setti í brýrnar og sagði ákveðinn: „Við þurfum að hringja í manninn.“ Ég svaraði um hæl: „Nei, við þurfum að hringja í konuna.“ Við tók uppeldisfræðileg leit að kvenkyns rafvirkja. Konan var vandfundin. Nokkurs konar nál í heystakki. Hún kom þó í leitirnar – og drengurinn skyldi berja hana augum – sjá konuna laga búnaðinn. Því konur laga líka. Mörgum iðngreinum fylgir karllæg ímynd. Hughrif um kröftugan karl. Stöndugan og sterkan. Stæðilegan. Meirihlutinn er kannski karlkyns – en iðnlærðum konum fjölgar. Námsval er mörgum ógnvekjandi völundarhús. Leiðarvalið afdrifaríkt fyrir framhaldið allt. Það vill enginn enda í öngstræti. Á vegferðinni mættu fleiri beina sjónum að iðnnámi. Ekki síður stúlkur en drengir. Möguleikarnir margs konar, atvinnuhorfurnar góðar og tekjumöguleikarnir miklir. Svo ekki sé minnst á lotningu mína – og auðvitað alla töfrana.