Nístandi naumhyggja Kolbeinn Óttarsson Proppé skrifar 7. apríl 2017 07:00 Snærós Sindradóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, skrifað á dögunum um tillögu mína til þingsályktunar, og sex annarra þingmanna Vinstri grænna, í dálkinum Frá degi til dags í Fréttablaðinu. Tillagan fjallar um að Alþingi komi á fót kynjavakt „sem geri úttekt á því hvort og hvernig kyn hefur áhrif á aðkomu að ákvarðanatöku innan Alþingis, hvernig ályktunum Alþingis og aðgerðaáætlunum ríkisstjórna í jafnréttismálum hefur verið framfylgt og skoði næmi Alþingis fyrir ólíkri stöðu kynjanna samkvæmt kynnæmum vísum Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU).“ Tillagan á rætur sínar að rekja til ferðar undirritaðs á fund kvennanefndar SÞ í New York. Þar kynnti Alþjóðaþingmannasambandið umrædda vísa, en þjóðþing víða um heim hafa tekið þá upp. Tilgangur þeirra er að meta raunverulegt kynjajafnrétti innan þinganna, ekki bara að telja hve margar konur sitji þar og hve margir karlar. Það á sem sagt að meta áhrifin. Þá mundi kynjavaktin einnig meta þær aðgerðaáætlanir, stefnur og samþykktir sem Alþingi hefur gert í jafnréttismálum, hvort þeim hafi verið fylgt eftir. Fjölmargar slíkar samþykktir hafa verið gerðar en því miður hefur skort á eftirfylgni með þeim. Snærós fjallar um þessar tillögur af þeirri kerskni sem umræddum dálki hæfir. Hún segir að hér sé á ferð tillaga sem „vafalítið mun skila áhugaverðum niðurstöðum sem þorri almennings mun ekki skeyta neinu um.“ Það er miður að Snærós hafi ekki meiri trú á áhuga almennings um jafnrétti, en vel má vera að hún hafi rétt fyrir sér hvað það varðar. Það setur aukna ábyrgð á hendur okkar sem um þau mál fjöllum að reyna að vekja þann áhuga, enda mikilvæg mál. Þá virðist Snærós telja tillöguna gæluverkefni þingmanna, mín þá væntanlega, sem kosta þurfi fjármunum til, en slíkt sé „ekki það fyrsta sem þeir sem eru að reyna að knýja fram jafnrétti dettur í hug,“ eins og hún orðar það. Ekki veit ég hvort hún telur mig til þess hóps sem er að reyna að knýja fram jafnrétti og kannski er það lauk-, kór- og hárrétt hjá henni að þetta er ekki það fyrsta sem mér, og öðrum, dettur í hug í þeim efnum. En þetta var þó það fyrsta sem mér datt í hug, eftir setu á fundi kvennanefndar SÞ, að ég gæti sem óbreyttur þingmaður í stjórnarandstöðu lagt af mörkum. Og þær konur sem ég leitaði ráða hjá, sem starfa í geiranum og hafa margar gert áratugum saman, lýstu yfir ánægju sinni og fögnuðu framtakinu. Hvað kostnaðinn varðar, þá verður hann nú trauðla mikill. Hér er lagt til að þingmenn setjist í nefnd um málið og haft verði samráð við jafnréttisnefnd skrifstofu Alþingis. Þetta verði því einfaldlega hluti af starfi þingmanna og starfsmanna þingsins. Sannast sagna kem ég ekki auga á neinn kostnað, en kannski veit Snærós betur? Snærós lýkur svo máli sínu með eftirfarandi orðum: „Má ég þá frekar biðja um jöfn laun.“ Þessi orð finnst mér lýsa nístandi naumhyggju. Að smætta jafn víðfeðmt mál og kynjajafnrétti niður í það að annað hvort verði komið á fót kynjavakt Alþingis eða jöfnum launum finnst mér furðuleg niðurstaða. Að mínu viti þarf nefnilega ótal aðgerðir á fjölmörgum vígstöðvum. Við þurfum að meta raunveruleg áhrif kynjanna, aðkomu að ákvörðunum, eftirfylgni með samþykktum, við þurfum að auka menntun í kynja- og jafnréttisfræðum á öllum skólastigum, við þurfum að mennta kennarana okkar í að kenna þau fræði, við þurfum að tryggja að hvergi halli á konur og þetta er engan veginn tæmandi listi. Og við þurfum að tryggja að greidd séu jöfn laun, óháð kyni. Það er því ekkert annað hvort eða í þessum efnum. Tillagan um kynjavakt er tilraun til að tryggja að innan þess mengis sem Alþingi er ríki fullt jafnrétti á öllum sviðum – auk þess er lýtur að eftirfylgni með samþykktum. Sjálfur held ég að gott væri að gera slíka úttekt sem víðast; á Alþingi, í sveitarstjórnum og jafnvel á stórum vinnustöðum eins og útgefendum Fréttablaðsins og Vísis. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kolbeinn Óttarsson Proppé Mest lesið Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson Skoðun Það sem Njáll sagði ykkur ekki Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Réttlæti hins sterka. Gildra dómarans Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Einelti er dauðans alvara Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Sótt að réttindum kvenna — núna Svandís Svavarsdóttir skrifar Skoðun Afnám tilfærslu milli skattþrepa Breki Pálsson skrifar Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Íslenska þjóð, þú ert núna að gleyma Sighvatur Björgvinsson skrifar Skoðun Tölum íslensku um bíðandi börn: Uppgjöf, svarthol og lögbrot Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Fjórði hver vinnur í verslun og þjónustu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar Skoðun Pabbar, mömmur, afar, ömmur Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Vellíðan í vinnu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hefur vanfjármögnun sveitarfélaga áhrif á byggingarkostnað? Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Þar sem gervigreind er raunverulega að breyta öllu Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenskir flóttamenn - í okkar eigin landi Gunnar Magnús Diego skrifar Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Mótum framtíðina saman Jónína Hauksdóttir ,Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kæra Epli, skilur þú mig? Lilja Dögg Jónsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður og erlendu dómstólarnir Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Barnafjölskyldur í Reykjavík eiga betra skilið Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lyftum umræðunni á örlítið hærra plan Jóna Hlíf Halldórsdóttir skrifar Skoðun Lykillinn að hamingju og heilbrigði Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Staða bænda styrkt Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun Transumræðan og ruglið um fjölda kynja Einar Steingrímsson skrifar Sjá meira
Snærós Sindradóttir, blaðamaður á Fréttablaðinu, skrifað á dögunum um tillögu mína til þingsályktunar, og sex annarra þingmanna Vinstri grænna, í dálkinum Frá degi til dags í Fréttablaðinu. Tillagan fjallar um að Alþingi komi á fót kynjavakt „sem geri úttekt á því hvort og hvernig kyn hefur áhrif á aðkomu að ákvarðanatöku innan Alþingis, hvernig ályktunum Alþingis og aðgerðaáætlunum ríkisstjórna í jafnréttismálum hefur verið framfylgt og skoði næmi Alþingis fyrir ólíkri stöðu kynjanna samkvæmt kynnæmum vísum Alþjóðaþingmannasambandsins (IPU).“ Tillagan á rætur sínar að rekja til ferðar undirritaðs á fund kvennanefndar SÞ í New York. Þar kynnti Alþjóðaþingmannasambandið umrædda vísa, en þjóðþing víða um heim hafa tekið þá upp. Tilgangur þeirra er að meta raunverulegt kynjajafnrétti innan þinganna, ekki bara að telja hve margar konur sitji þar og hve margir karlar. Það á sem sagt að meta áhrifin. Þá mundi kynjavaktin einnig meta þær aðgerðaáætlanir, stefnur og samþykktir sem Alþingi hefur gert í jafnréttismálum, hvort þeim hafi verið fylgt eftir. Fjölmargar slíkar samþykktir hafa verið gerðar en því miður hefur skort á eftirfylgni með þeim. Snærós fjallar um þessar tillögur af þeirri kerskni sem umræddum dálki hæfir. Hún segir að hér sé á ferð tillaga sem „vafalítið mun skila áhugaverðum niðurstöðum sem þorri almennings mun ekki skeyta neinu um.“ Það er miður að Snærós hafi ekki meiri trú á áhuga almennings um jafnrétti, en vel má vera að hún hafi rétt fyrir sér hvað það varðar. Það setur aukna ábyrgð á hendur okkar sem um þau mál fjöllum að reyna að vekja þann áhuga, enda mikilvæg mál. Þá virðist Snærós telja tillöguna gæluverkefni þingmanna, mín þá væntanlega, sem kosta þurfi fjármunum til, en slíkt sé „ekki það fyrsta sem þeir sem eru að reyna að knýja fram jafnrétti dettur í hug,“ eins og hún orðar það. Ekki veit ég hvort hún telur mig til þess hóps sem er að reyna að knýja fram jafnrétti og kannski er það lauk-, kór- og hárrétt hjá henni að þetta er ekki það fyrsta sem mér, og öðrum, dettur í hug í þeim efnum. En þetta var þó það fyrsta sem mér datt í hug, eftir setu á fundi kvennanefndar SÞ, að ég gæti sem óbreyttur þingmaður í stjórnarandstöðu lagt af mörkum. Og þær konur sem ég leitaði ráða hjá, sem starfa í geiranum og hafa margar gert áratugum saman, lýstu yfir ánægju sinni og fögnuðu framtakinu. Hvað kostnaðinn varðar, þá verður hann nú trauðla mikill. Hér er lagt til að þingmenn setjist í nefnd um málið og haft verði samráð við jafnréttisnefnd skrifstofu Alþingis. Þetta verði því einfaldlega hluti af starfi þingmanna og starfsmanna þingsins. Sannast sagna kem ég ekki auga á neinn kostnað, en kannski veit Snærós betur? Snærós lýkur svo máli sínu með eftirfarandi orðum: „Má ég þá frekar biðja um jöfn laun.“ Þessi orð finnst mér lýsa nístandi naumhyggju. Að smætta jafn víðfeðmt mál og kynjajafnrétti niður í það að annað hvort verði komið á fót kynjavakt Alþingis eða jöfnum launum finnst mér furðuleg niðurstaða. Að mínu viti þarf nefnilega ótal aðgerðir á fjölmörgum vígstöðvum. Við þurfum að meta raunveruleg áhrif kynjanna, aðkomu að ákvörðunum, eftirfylgni með samþykktum, við þurfum að auka menntun í kynja- og jafnréttisfræðum á öllum skólastigum, við þurfum að mennta kennarana okkar í að kenna þau fræði, við þurfum að tryggja að hvergi halli á konur og þetta er engan veginn tæmandi listi. Og við þurfum að tryggja að greidd séu jöfn laun, óháð kyni. Það er því ekkert annað hvort eða í þessum efnum. Tillagan um kynjavakt er tilraun til að tryggja að innan þess mengis sem Alþingi er ríki fullt jafnrétti á öllum sviðum – auk þess er lýtur að eftirfylgni með samþykktum. Sjálfur held ég að gott væri að gera slíka úttekt sem víðast; á Alþingi, í sveitarstjórnum og jafnvel á stórum vinnustöðum eins og útgefendum Fréttablaðsins og Vísis.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir skrifar
Skoðun Engin eftirspurn eftir Viðreisnar- og Samfylkingarmódelinu Andri Steinn Hilmarsson skrifar
Skoðun Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir skrifar
Skoðun Er Evrópa á villigötum? Efnahagsleg hnignun kallar á róttæka endurskoðun Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Samræmd nálgun að öryggi og skilvirkni á ytri landamærum - Innleiðing EES á Íslandi Arngrímur Guðmundsson skrifar
Skoðun Ísrael á ekki heima á gleðileikum evrópskra sjónvarpsstöðva sem starfa í almannaþágu Stefán Jón Hafstein skrifar
Skoðun Leikskóli þarf meira en þak og veggi. Kópavogsmódelið og Akureyrarleiðin sem leið að aukinni velferð barna Anna Elísa Hreiðarsdóttir,Svava Björg Mörk skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif dánaraðstoðar á sorgarferli aðstandenda og umönnunaraðila í Viktoríuríki í Ástralíu Ingrid Kuhlman skrifar
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Þegar heilinn sveltur: Tími til að endurhugsa stefnu í geðheilbrigðismálum Vigdís M. Jónsdóttir Skoðun
Eru vegir fyrir ferðamenn mikilvægari en vegir fyrir fólk sem býr hér? Petrína Þórunn Jónsdóttir Skoðun