Utanríkisráðherra: Árás Bandaríkjamanna skiljanlegt viðbragð við efnavopnaárásinni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. apríl 2017 13:46 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Vísir/Stefán Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt vera skiljanlegt viðbragð við efnavopnaárásunum á Idlib hérað fyrr í vikunni. „Í ræðu minni á Sýrlandsráðstefnunni í Brussel í vikunni þá fordæmdi ég efnavopnaárásinni á Sýrland og hvatti öryggisráð Sameinuðu þjóðirnar til að skerast í leikinn. Notkun efnavopna er stríðsglæpur og því miður hefur öryggisráðið ekki tekið af skarið. Ég tek undir með Norðmönnum, Þjóðverjum og mörgum öðrum bandamönnum okkar sem líta svo á að árás Bandaríkjamanna í nótt, hún var takmörkuð og beindist að herflugvellinum þar sem talið er að efnavopnaárásin hafi verið gerð frá, að hún sé skiljanleg í ljósi þessarar efnavopnaárásar,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Vísi. „Notkun efnavopna hefur náttúrulega verið bönnuð um langa hríð, bönnuð með alþjóðalögum. Það hefur auðvitað afleiðingar þegar þeim er beitt gegn saklausu fólki.“Þú tekur undir með þeim sem segja að þetta hafi verið viðeigandi viðbragð við efnavopnaárásinni? „Skiljanleg.“ Hann segir að reynt hafi verið að ná ályktun í gegn um öryggisráð Sameinuðu þjóðanna en það hafi ekki gengið eftir. „Ástandið er grafalvarlegt í Sýrlandi. Það sér ekki fyrir endann á því, það þurfti ekki því miður ekki þetta mál að koma upp. Það var hins vegar alveg ljóst og við fundum fyrir því á Sýrlandsráðstefnunni í Brussel að efnavopnaárásirnar höfðu gríðarleg áhrif á viðhorf alþjóðasamfélagsins.“ Hann segir ekki hægt að fullyrða hvort að árásin muni vera lýsandi fyrir utanríkisstefnu Bandaríkjanna undir forystu Donalds Trump. „Núverandi Bandaríkjastjórn, það á meira eftir að koma í ljós hver stefna hennar verður í einstaka málum og einstaka heimsmálum, hún er svolítið í mótun. Margar yfirlýsingar forsetans hafa þótt vera mjög á skjön við hefðbundna stefnu Bandaríkjanna en svo virðist að miðað við á þessum fyrstu mánuðum sé stefnan í samræmi við það sem við höfum séð áður.“ Sýrland Tengdar fréttir Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Gerðu árás á Sýrland Bandaríski herinn skaut í kvöld um 50 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. 7. apríl 2017 01:46 Assad segir árásina óábyrga og skeytingarlausa Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hefur fordæmt eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 11:33 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt vera skiljanlegt viðbragð við efnavopnaárásunum á Idlib hérað fyrr í vikunni. „Í ræðu minni á Sýrlandsráðstefnunni í Brussel í vikunni þá fordæmdi ég efnavopnaárásinni á Sýrland og hvatti öryggisráð Sameinuðu þjóðirnar til að skerast í leikinn. Notkun efnavopna er stríðsglæpur og því miður hefur öryggisráðið ekki tekið af skarið. Ég tek undir með Norðmönnum, Þjóðverjum og mörgum öðrum bandamönnum okkar sem líta svo á að árás Bandaríkjamanna í nótt, hún var takmörkuð og beindist að herflugvellinum þar sem talið er að efnavopnaárásin hafi verið gerð frá, að hún sé skiljanleg í ljósi þessarar efnavopnaárásar,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Vísi. „Notkun efnavopna hefur náttúrulega verið bönnuð um langa hríð, bönnuð með alþjóðalögum. Það hefur auðvitað afleiðingar þegar þeim er beitt gegn saklausu fólki.“Þú tekur undir með þeim sem segja að þetta hafi verið viðeigandi viðbragð við efnavopnaárásinni? „Skiljanleg.“ Hann segir að reynt hafi verið að ná ályktun í gegn um öryggisráð Sameinuðu þjóðanna en það hafi ekki gengið eftir. „Ástandið er grafalvarlegt í Sýrlandi. Það sér ekki fyrir endann á því, það þurfti ekki því miður ekki þetta mál að koma upp. Það var hins vegar alveg ljóst og við fundum fyrir því á Sýrlandsráðstefnunni í Brussel að efnavopnaárásirnar höfðu gríðarleg áhrif á viðhorf alþjóðasamfélagsins.“ Hann segir ekki hægt að fullyrða hvort að árásin muni vera lýsandi fyrir utanríkisstefnu Bandaríkjanna undir forystu Donalds Trump. „Núverandi Bandaríkjastjórn, það á meira eftir að koma í ljós hver stefna hennar verður í einstaka málum og einstaka heimsmálum, hún er svolítið í mótun. Margar yfirlýsingar forsetans hafa þótt vera mjög á skjön við hefðbundna stefnu Bandaríkjanna en svo virðist að miðað við á þessum fyrstu mánuðum sé stefnan í samræmi við það sem við höfum séð áður.“
Sýrland Tengdar fréttir Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Gerðu árás á Sýrland Bandaríski herinn skaut í kvöld um 50 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. 7. apríl 2017 01:46 Assad segir árásina óábyrga og skeytingarlausa Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hefur fordæmt eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 11:33 Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Erlent Deilan í algjörum hnút Innlent Fleiri fréttir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Óvænt skilaboð leiddu til ferðar með syni Trumps Egede biðlar til Grænlendinga um yfirvegun og samstöðu Óttast að stóriðja spilli besta stjörnuskoðunarstað jarðar Stóru eldarnir enn hömlulausir Hæstiréttur stöðvar ekki dómsuppsögu í máli Trumps Trúir ekki að Trump muni beita hervaldi Sjá meira
Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28
Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32
Gerðu árás á Sýrland Bandaríski herinn skaut í kvöld um 50 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. 7. apríl 2017 01:46
Assad segir árásina óábyrga og skeytingarlausa Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hefur fordæmt eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 11:33