Utanríkisráðherra: Árás Bandaríkjamanna skiljanlegt viðbragð við efnavopnaárásinni Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 7. apríl 2017 13:46 Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra Vísir/Stefán Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt vera skiljanlegt viðbragð við efnavopnaárásunum á Idlib hérað fyrr í vikunni. „Í ræðu minni á Sýrlandsráðstefnunni í Brussel í vikunni þá fordæmdi ég efnavopnaárásinni á Sýrland og hvatti öryggisráð Sameinuðu þjóðirnar til að skerast í leikinn. Notkun efnavopna er stríðsglæpur og því miður hefur öryggisráðið ekki tekið af skarið. Ég tek undir með Norðmönnum, Þjóðverjum og mörgum öðrum bandamönnum okkar sem líta svo á að árás Bandaríkjamanna í nótt, hún var takmörkuð og beindist að herflugvellinum þar sem talið er að efnavopnaárásin hafi verið gerð frá, að hún sé skiljanleg í ljósi þessarar efnavopnaárásar,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Vísi. „Notkun efnavopna hefur náttúrulega verið bönnuð um langa hríð, bönnuð með alþjóðalögum. Það hefur auðvitað afleiðingar þegar þeim er beitt gegn saklausu fólki.“Þú tekur undir með þeim sem segja að þetta hafi verið viðeigandi viðbragð við efnavopnaárásinni? „Skiljanleg.“ Hann segir að reynt hafi verið að ná ályktun í gegn um öryggisráð Sameinuðu þjóðanna en það hafi ekki gengið eftir. „Ástandið er grafalvarlegt í Sýrlandi. Það sér ekki fyrir endann á því, það þurfti ekki því miður ekki þetta mál að koma upp. Það var hins vegar alveg ljóst og við fundum fyrir því á Sýrlandsráðstefnunni í Brussel að efnavopnaárásirnar höfðu gríðarleg áhrif á viðhorf alþjóðasamfélagsins.“ Hann segir ekki hægt að fullyrða hvort að árásin muni vera lýsandi fyrir utanríkisstefnu Bandaríkjanna undir forystu Donalds Trump. „Núverandi Bandaríkjastjórn, það á meira eftir að koma í ljós hver stefna hennar verður í einstaka málum og einstaka heimsmálum, hún er svolítið í mótun. Margar yfirlýsingar forsetans hafa þótt vera mjög á skjön við hefðbundna stefnu Bandaríkjanna en svo virðist að miðað við á þessum fyrstu mánuðum sé stefnan í samræmi við það sem við höfum séð áður.“ Sýrland Tengdar fréttir Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Gerðu árás á Sýrland Bandaríski herinn skaut í kvöld um 50 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. 7. apríl 2017 01:46 Assad segir árásina óábyrga og skeytingarlausa Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hefur fordæmt eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 11:33 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt vera skiljanlegt viðbragð við efnavopnaárásunum á Idlib hérað fyrr í vikunni. „Í ræðu minni á Sýrlandsráðstefnunni í Brussel í vikunni þá fordæmdi ég efnavopnaárásinni á Sýrland og hvatti öryggisráð Sameinuðu þjóðirnar til að skerast í leikinn. Notkun efnavopna er stríðsglæpur og því miður hefur öryggisráðið ekki tekið af skarið. Ég tek undir með Norðmönnum, Þjóðverjum og mörgum öðrum bandamönnum okkar sem líta svo á að árás Bandaríkjamanna í nótt, hún var takmörkuð og beindist að herflugvellinum þar sem talið er að efnavopnaárásin hafi verið gerð frá, að hún sé skiljanleg í ljósi þessarar efnavopnaárásar,“ segir Guðlaugur Þór í samtali við Vísi. „Notkun efnavopna hefur náttúrulega verið bönnuð um langa hríð, bönnuð með alþjóðalögum. Það hefur auðvitað afleiðingar þegar þeim er beitt gegn saklausu fólki.“Þú tekur undir með þeim sem segja að þetta hafi verið viðeigandi viðbragð við efnavopnaárásinni? „Skiljanleg.“ Hann segir að reynt hafi verið að ná ályktun í gegn um öryggisráð Sameinuðu þjóðanna en það hafi ekki gengið eftir. „Ástandið er grafalvarlegt í Sýrlandi. Það sér ekki fyrir endann á því, það þurfti ekki því miður ekki þetta mál að koma upp. Það var hins vegar alveg ljóst og við fundum fyrir því á Sýrlandsráðstefnunni í Brussel að efnavopnaárásirnar höfðu gríðarleg áhrif á viðhorf alþjóðasamfélagsins.“ Hann segir ekki hægt að fullyrða hvort að árásin muni vera lýsandi fyrir utanríkisstefnu Bandaríkjanna undir forystu Donalds Trump. „Núverandi Bandaríkjastjórn, það á meira eftir að koma í ljós hver stefna hennar verður í einstaka málum og einstaka heimsmálum, hún er svolítið í mótun. Margar yfirlýsingar forsetans hafa þótt vera mjög á skjön við hefðbundna stefnu Bandaríkjanna en svo virðist að miðað við á þessum fyrstu mánuðum sé stefnan í samræmi við það sem við höfum séð áður.“
Sýrland Tengdar fréttir Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28 Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32 Gerðu árás á Sýrland Bandaríski herinn skaut í kvöld um 50 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. 7. apríl 2017 01:46 Assad segir árásina óábyrga og skeytingarlausa Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hefur fordæmt eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 11:33 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Töpuðu tæpum hundrað milljónum Innlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Þetta vitum við um árás Bandaríkjanna á Sýrland Að minnsta kosti sex eru látnir eftir eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 08:28
Pútín fordæmir árás Bandaríkjanna á Sýrland Yfirvöld í Rússlandi hafa fordæmt árás Bandaríkjanna á Sýrland. Yfirvöld í Bretlandi styðja aðgerðirnar. 7. apríl 2017 07:32
Gerðu árás á Sýrland Bandaríski herinn skaut í kvöld um 50 Tomahawk eldflaugum að herflugvelli í Sýrlandi. 7. apríl 2017 01:46
Assad segir árásina óábyrga og skeytingarlausa Bashar al-Assad Sýrlandsforseti hefur fordæmt eldflaugaárás Bandaríkjahers á herflugvöll sýrlenska stjórnarhersins í Homs í nótt. 7. apríl 2017 11:33