Næsta stig endurreisnar Sigurður Hannesson skrifar 30. mars 2017 07:00 Efnahagsleg endurreisn Íslands hefur gengið vonum framar eins og flestir mælikvarðar bera með sér. Hins vegar tekur lengri tíma að endurvekja fullt traust í samfélaginu. Nýjar fréttir af sölu Búnaðarbankans á sínum tíma eru ekki til þess fallnar að flýta því ferli og minna okkur svo sannarlega á að vanda þarf til verka. Bankar eru í miðju hagkerfisins og við eigum öll snertifleti við banka í daglegu lífi okkar á einn eða annan hátt. Þess vegna skiptir máli að fjármálakerfið njóti trausts. Fyrsti stig endurreisnar fjármálakerfisins snerist um að halda greiðslumiðlun gangandi og stofna nýja banka á grunni þeirra föllnu. Annað stig snerist um fjárhagslega endurskipulagningu. Vanskil voru há, skuldir heimila og fyrirtækja þurfti að endurskipuleggja auk þess sem vinna þurfti úr ýmsum eignum sem ekki tengdust kjarnastarfsemi bankanna. Þessu verkefni er nú lokið. Næsta stig endurreisnar fjármálakerfisins snýst um stefnumörkun til framtíðar. Hvaða starfsemi bankarnir ætla að bjóða upp á, hvernig efnahagsreikningurinn á að líta út og að þeir þjóni almenningi og atvinnulífi á hagkvæman hátt. Regluverk og umgjörð almennt um fjármálakerfið hefur verið stórbætt á síðustu árum og tekur mið af alþjóðlegri þróun. Að sumu leyti eru fjármálastarfsemi meiri skorður settar hér á landi en annars staðar. Stjórnvöld þurfa á hverjum tíma að meta hvort þörf sé á breytingum. Að sama skapi þurfa þau að móta sýn um framtíð fjármálakerfisins. Frá stofnun bankanna þriggja hafa virkir fjárfestar ekki komið að þeim. Hluthafar hafa annaðhvort ekki mátt skipta sér af rekstri þeirra, eins og í tilfelli kröfuhafa, eða ekki viljað það sökum armslengdarsjónarmiða. Til lengri tíma litið er það óheppilegt. Það þarf virka fjárfesta að bönkum sem og að öðrum fyrirtækjum. Hluthafa sem láta sig rekstur banka og framtíð þeirra varða. Fjárfesta sem vilja taka þátt í næsta stigi endurreisnar fjármálakerfisins, byggja upp traust og spila eftir settum reglum. Gagnsæi er forsenda trúverðugleika - og traust forsenda viðskipta. Það gildir meðal annars um eignarhald og fyrirætlanir eigenda.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Hannesson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Má bjóða þér einelti? Linda Hrönn Bakkmann Þórisdóttir skrifar Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Sjá meira
Efnahagsleg endurreisn Íslands hefur gengið vonum framar eins og flestir mælikvarðar bera með sér. Hins vegar tekur lengri tíma að endurvekja fullt traust í samfélaginu. Nýjar fréttir af sölu Búnaðarbankans á sínum tíma eru ekki til þess fallnar að flýta því ferli og minna okkur svo sannarlega á að vanda þarf til verka. Bankar eru í miðju hagkerfisins og við eigum öll snertifleti við banka í daglegu lífi okkar á einn eða annan hátt. Þess vegna skiptir máli að fjármálakerfið njóti trausts. Fyrsti stig endurreisnar fjármálakerfisins snerist um að halda greiðslumiðlun gangandi og stofna nýja banka á grunni þeirra föllnu. Annað stig snerist um fjárhagslega endurskipulagningu. Vanskil voru há, skuldir heimila og fyrirtækja þurfti að endurskipuleggja auk þess sem vinna þurfti úr ýmsum eignum sem ekki tengdust kjarnastarfsemi bankanna. Þessu verkefni er nú lokið. Næsta stig endurreisnar fjármálakerfisins snýst um stefnumörkun til framtíðar. Hvaða starfsemi bankarnir ætla að bjóða upp á, hvernig efnahagsreikningurinn á að líta út og að þeir þjóni almenningi og atvinnulífi á hagkvæman hátt. Regluverk og umgjörð almennt um fjármálakerfið hefur verið stórbætt á síðustu árum og tekur mið af alþjóðlegri þróun. Að sumu leyti eru fjármálastarfsemi meiri skorður settar hér á landi en annars staðar. Stjórnvöld þurfa á hverjum tíma að meta hvort þörf sé á breytingum. Að sama skapi þurfa þau að móta sýn um framtíð fjármálakerfisins. Frá stofnun bankanna þriggja hafa virkir fjárfestar ekki komið að þeim. Hluthafar hafa annaðhvort ekki mátt skipta sér af rekstri þeirra, eins og í tilfelli kröfuhafa, eða ekki viljað það sökum armslengdarsjónarmiða. Til lengri tíma litið er það óheppilegt. Það þarf virka fjárfesta að bönkum sem og að öðrum fyrirtækjum. Hluthafa sem láta sig rekstur banka og framtíð þeirra varða. Fjárfesta sem vilja taka þátt í næsta stigi endurreisnar fjármálakerfisins, byggja upp traust og spila eftir settum reglum. Gagnsæi er forsenda trúverðugleika - og traust forsenda viðskipta. Það gildir meðal annars um eignarhald og fyrirætlanir eigenda.Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar