Líkur á að um helmingur hagnaðarins hafi runnið til aðila tengdra Kaupþingi Sæunn Gísladóttir skrifar 30. mars 2017 06:00 Kjartan Bjarni Björgvinsson og Finnur Vilhjálmsson kynntu skýrsluna í gær. vísir/vilhelm Ólafur Ólafsson, athafnamaður, hagnaðist um 3,8 milljarða króna árið 2006 á því að hafa blekkt stjórnvöld, fjölmiðla og almenning um eignarhald á hlut í Búnaðarbankanum. Ólafur lagði ekkert fé inn í aflandsfélag, en fékk í gegnum félagið helming af söluhagnaði hlutar í Búnaðarbankanum þegar hann var seldur 2004 og 2005. Á blaðamannafundi í gær staðfestu fulltrúar Rannsóknarnefndar Alþingis að það hefði verið sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhauser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur til S- hópsins í janúar 2003. Það er afdráttarlaus niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að stjórnvöld og almenningur hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og í kjölfar sölunnar. Í skýrslu nefndarinnar segir að ítarleg skrifleg gögn sýni með óyggjandi hætti að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser, Kaupþing hf. á Íslandi, Kaupthing Bank Luxembourg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafssonar fjárfestis notuðu leynilega samninga til að fela raunverulegt eignarhald þess hlutar sem Hauck & Aufhäuser var sagður eiga. Í raun var eigandi 16,3 prósent hluts í Búnaðarbankanum, sem Hauck & Aufhauser var skráður fyrir, aflandsfélagið Welling & Partners, skráð á Tortóla á Bresku Jómfrúaeyjum. Baksamningarnir, sem földu raunverulegt eignarhald, voru undirbúnir og frágengnir í janúar 2003 í þríhliða samstarfi Hauck & Aufhauser, Kaupþings hf. og Kaupthing Bank Luxembourg og manna sem sinntu því verkefni af hálfu og í þágu Ólafs. Kaupthing Luxembourg útvegaði aflandsfélagið, en félagið hafði reikning hjá Hauck & Aufhauser. Á blaðamannafundinum kom fram að ráðherrar og starfsfólk stjórnaráðsins höfðu ekki vitneskju um þessa fléttu. Leiðtogar í S-hópnum, aðrir en Ólafur Ólafsson, vissu ekki um fléttuna að sögn rannsóknarnefndarinnar. „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö,“ sagði Finnur Vilhjálmsson, starfsmaður nefndarinnar á fundinum.Þýska bankanum tryggt skaðleysiGengið var frá baksamningum þann 16. janúar 2003 og síðar um daginn var sölusamningurinn á Íslandi undirritaður um kaup S-hópsins. Kaupþing greiddi til Hauck & Aufhauser 35,5 milljónir dala inn á bankareikning Welling & Partners. Fjárhæðin var sett þýska bankanum að handveði til að stryggja skaðleysi hans af hlutfjárframlagi sem honum bæri að greiða til Eglu hf. vegna hlutdeildar Eglu í kaupunum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Bankinn fékk milljón evra greiddar fyrir að vera leppur. Baksamningurinn hafði meðal annars að geyma ákvæði um sölurétt Hauck & Aufhauser á hlutum sínum í Eglu hf. til Welling & Partners og einnig ákvæði um forkaupsrétt Welling & Partners að hlutunum. Helmingur af hagnaði Welling & Partners vegna hlutanna í Eglu hf. skyldi samkvæmt samningnum vera greitt til Serafin Shopping Corp., aflandsfélags í eigu Ólafs Ólafssonar. Aðilar baksamninganna gerðu á næstu árum ýmsar ráðstafanir og stóðu að frekar gerningum vegna þessara leynilegu samninga. Árið 2006 höfðu samningarnir verið framkvæmdir að fullu og þar með þjónað gildi sínu fyrir samningsaðila segir í skýrslunni. Fyrri viðskiptin á grundvelli baksamningana áttu sér stað í apríl til maí 2004. Þá gerði Ker hf. tilboði í 2/3 af hlut Hauck & Aufhauser í Eglu fyrir 59,7 milljónir Bandaríkjadala. Það tilboð virkjaði forkaupsrétt Welling & Partners og leiddi til þess að Welling & Partners keypti hlutina af Hauck & Aufhauser. Þýski bankinn seldi þá svo jafnskjótt til Kers í eigin nafni. Allt söluandvirðið rann til Welling & Partners. Samkvæmt gögnum rannsóknarnefndarinnar voru öll áhvílandi lán Welling & Partners greidd upp í kjölfar samkomulagsins. Eftirstandandi hlutirnir í Eglu voru svo seldir til Welling & Partners í júní og júlí 2005. Þá bauð Kjalar ehf í eftirstandandi hlut Hauck & Aufhauser í bankanum. „Þetta gerist nokkurn veginn á nákvæmlega sama hátt og hin viðskiptin," sagði Finnur á fundinum. „Þetta virkjar forkaupsrétt Welling & Partners og á endanum rann allt söluandvirðið til Welling & Partners."102,3 milljóna dollara hagnaðurGögn rannsóknanefndar sýna að inn á bankareikninga Welling & Partners runnu við þessi tvö viðskipti eftirstöðvar söluandvirðis í fyrri viðskiptunum að fjárhæð 18,4 milljóna Bandaríkjadala, og svo allt söluandvirðið í síðari viðskiptunum að andvirði 83,9 milljónum Bandaríkjadala. Þetta voru samtals 102,3 milljónir Bandaríkjadala og voru að lágmarki hagnaður Welling & Partners af viðskiptum á grundvelli baksamninganna. Við útdeilingu hagnaðarins fóru 46,5 milljónir dala út af bankareikningi Welling & Partners inn á bankareikning svissneska bankans Julius Bar & Co. Endanlegur viðtakandi var Dekhill Advisors Limited. Dekhill var skráð á Tortóla í júlí 2005, enn er óljóst hverjir endanlegir eigendur þess félags eru. „Líkur eru taldar standa til að Kaupþing hf að meðtöldu KBL eða aðilar þessum félögum tengdir hafi verið raunverulegir eigendur þessa félags, eða með öðrum hætti notið þessara fjármuna sem þangað runnu," sagði Finnur. Hann ítrekaði að hér væri aðeins um ályktun nefndarinnar að ræða.Fékk 3,8 milljarða út úr fléttunniÍ febrúar 2006 er svo eftirstandandi innistæða sett inn á bankareikning hjá Kaupthing Bank Luxembourg, eða um 58 miljónir bandaríkjadala. Eigandi reikningsins var Marine Choice Limited (í stað Serafin Shipping Corp.) sem Ólafur Ólafsson var raunverulegur eigandi að. Fjárhæðin jafngilti 3,8 milljörðum króna samkvæmt skráðu gengi á þeim degi. Þessu var ráðstafað umsvifalaust til dreifðra fjárfestina í erlendum verðbréfum. „Þar með var þessi flétta fullframkvæmd," sagði Finnur á fundinum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Ólafur Ólafsson, athafnamaður, hagnaðist um 3,8 milljarða króna árið 2006 á því að hafa blekkt stjórnvöld, fjölmiðla og almenning um eignarhald á hlut í Búnaðarbankanum. Ólafur lagði ekkert fé inn í aflandsfélag, en fékk í gegnum félagið helming af söluhagnaði hlutar í Búnaðarbankanum þegar hann var seldur 2004 og 2005. Á blaðamannafundi í gær staðfestu fulltrúar Rannsóknarnefndar Alþingis að það hefði verið sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhauser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur til S- hópsins í janúar 2003. Það er afdráttarlaus niðurstaða rannsóknarnefndar Alþingis að stjórnvöld og almenningur hafi skipulega verið blekkt í aðdraganda og í kjölfar sölunnar. Í skýrslu nefndarinnar segir að ítarleg skrifleg gögn sýni með óyggjandi hætti að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser, Kaupþing hf. á Íslandi, Kaupthing Bank Luxembourg og hópur manna sem vann fyrir og í þágu Ólafs Ólafssonar fjárfestis notuðu leynilega samninga til að fela raunverulegt eignarhald þess hlutar sem Hauck & Aufhäuser var sagður eiga. Í raun var eigandi 16,3 prósent hluts í Búnaðarbankanum, sem Hauck & Aufhauser var skráður fyrir, aflandsfélagið Welling & Partners, skráð á Tortóla á Bresku Jómfrúaeyjum. Baksamningarnir, sem földu raunverulegt eignarhald, voru undirbúnir og frágengnir í janúar 2003 í þríhliða samstarfi Hauck & Aufhauser, Kaupþings hf. og Kaupthing Bank Luxembourg og manna sem sinntu því verkefni af hálfu og í þágu Ólafs. Kaupthing Luxembourg útvegaði aflandsfélagið, en félagið hafði reikning hjá Hauck & Aufhauser. Á blaðamannafundinum kom fram að ráðherrar og starfsfólk stjórnaráðsins höfðu ekki vitneskju um þessa fléttu. Leiðtogar í S-hópnum, aðrir en Ólafur Ólafsson, vissu ekki um fléttuna að sögn rannsóknarnefndarinnar. „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö,“ sagði Finnur Vilhjálmsson, starfsmaður nefndarinnar á fundinum.Þýska bankanum tryggt skaðleysiGengið var frá baksamningum þann 16. janúar 2003 og síðar um daginn var sölusamningurinn á Íslandi undirritaður um kaup S-hópsins. Kaupþing greiddi til Hauck & Aufhauser 35,5 milljónir dala inn á bankareikning Welling & Partners. Fjárhæðin var sett þýska bankanum að handveði til að stryggja skaðleysi hans af hlutfjárframlagi sem honum bæri að greiða til Eglu hf. vegna hlutdeildar Eglu í kaupunum á hlut ríkisins í Búnaðarbankanum. Bankinn fékk milljón evra greiddar fyrir að vera leppur. Baksamningurinn hafði meðal annars að geyma ákvæði um sölurétt Hauck & Aufhauser á hlutum sínum í Eglu hf. til Welling & Partners og einnig ákvæði um forkaupsrétt Welling & Partners að hlutunum. Helmingur af hagnaði Welling & Partners vegna hlutanna í Eglu hf. skyldi samkvæmt samningnum vera greitt til Serafin Shopping Corp., aflandsfélags í eigu Ólafs Ólafssonar. Aðilar baksamninganna gerðu á næstu árum ýmsar ráðstafanir og stóðu að frekar gerningum vegna þessara leynilegu samninga. Árið 2006 höfðu samningarnir verið framkvæmdir að fullu og þar með þjónað gildi sínu fyrir samningsaðila segir í skýrslunni. Fyrri viðskiptin á grundvelli baksamningana áttu sér stað í apríl til maí 2004. Þá gerði Ker hf. tilboði í 2/3 af hlut Hauck & Aufhauser í Eglu fyrir 59,7 milljónir Bandaríkjadala. Það tilboð virkjaði forkaupsrétt Welling & Partners og leiddi til þess að Welling & Partners keypti hlutina af Hauck & Aufhauser. Þýski bankinn seldi þá svo jafnskjótt til Kers í eigin nafni. Allt söluandvirðið rann til Welling & Partners. Samkvæmt gögnum rannsóknarnefndarinnar voru öll áhvílandi lán Welling & Partners greidd upp í kjölfar samkomulagsins. Eftirstandandi hlutirnir í Eglu voru svo seldir til Welling & Partners í júní og júlí 2005. Þá bauð Kjalar ehf í eftirstandandi hlut Hauck & Aufhauser í bankanum. „Þetta gerist nokkurn veginn á nákvæmlega sama hátt og hin viðskiptin," sagði Finnur á fundinum. „Þetta virkjar forkaupsrétt Welling & Partners og á endanum rann allt söluandvirðið til Welling & Partners."102,3 milljóna dollara hagnaðurGögn rannsóknanefndar sýna að inn á bankareikninga Welling & Partners runnu við þessi tvö viðskipti eftirstöðvar söluandvirðis í fyrri viðskiptunum að fjárhæð 18,4 milljóna Bandaríkjadala, og svo allt söluandvirðið í síðari viðskiptunum að andvirði 83,9 milljónum Bandaríkjadala. Þetta voru samtals 102,3 milljónir Bandaríkjadala og voru að lágmarki hagnaður Welling & Partners af viðskiptum á grundvelli baksamninganna. Við útdeilingu hagnaðarins fóru 46,5 milljónir dala út af bankareikningi Welling & Partners inn á bankareikning svissneska bankans Julius Bar & Co. Endanlegur viðtakandi var Dekhill Advisors Limited. Dekhill var skráð á Tortóla í júlí 2005, enn er óljóst hverjir endanlegir eigendur þess félags eru. „Líkur eru taldar standa til að Kaupþing hf að meðtöldu KBL eða aðilar þessum félögum tengdir hafi verið raunverulegir eigendur þessa félags, eða með öðrum hætti notið þessara fjármuna sem þangað runnu," sagði Finnur. Hann ítrekaði að hér væri aðeins um ályktun nefndarinnar að ræða.Fékk 3,8 milljarða út úr fléttunniÍ febrúar 2006 er svo eftirstandandi innistæða sett inn á bankareikning hjá Kaupthing Bank Luxembourg, eða um 58 miljónir bandaríkjadala. Eigandi reikningsins var Marine Choice Limited (í stað Serafin Shipping Corp.) sem Ólafur Ólafsson var raunverulegur eigandi að. Fjárhæðin jafngilti 3,8 milljörðum króna samkvæmt skráðu gengi á þeim degi. Þessu var ráðstafað umsvifalaust til dreifðra fjárfestina í erlendum verðbréfum. „Þar með var þessi flétta fullframkvæmd," sagði Finnur á fundinum.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira