Hverjir högnuðust með Ólafi? Snærós Sindradóttir skrifar 31. mars 2017 06:00 Fréttablaðið reyndi ítrekað að bera það undir Lýð og Ágúst Guðmundsson hvort þeir væru raunverulegir eigendur Dekhill Advisors en án árangurs. vísir/hari Ókláruð samningsdrög benda til þess að Lýður og Ágúst Guðmundssynir, jafnan kallaðir Bakkavararbræður, hafi átt að hagnast á viðskiptunum með Búnaðarbankann þegar þeim lauk snemma árs 2006. Aflandsfélagið Dekhill Advisors fékk 46,5 milljónir dala inn á reikning sinn í svissneska bankanum Julies Baer & Co, sem samsvarar um 2,8 milljörðum króna á þeim tímapunkti. Enginn veit hver er raunverulegur eigandi félagsins en í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á kaupunum á Búnaðarbanka eru leiddar líkur að því að Kaupþing eða aðilar tengdir Kaupþingi séu eigendur þess.Aðkoma Bakkavararbræðra að kaupunumÞeim einstaklingum sem Fréttablaðið hefur rætt við undanfarna daga ber saman um að líklegir eigendur Dekhill Advisors séu Lýður og Ágúst Guðmundssynir, að minnsta kosti að hluta. Ástæðan er fyrrnefnd samningsdrög sem benda til þess að áður en ákveðið var að leggja helming ágóðans inn á Dekhill Advisors hafi staðið til að félag í þeirra eigu, Jeff Agents Corp., eignaðist Welling & Partners. Gríðarlegir fjármunir voru inni í því félagi eftir söluna á Búnaðarbankanum en áður, með samningi dagsettum 30. janúar 2003, hafði félagið samþykkt að greiða helming alls hagnaðar félagsins inn á reikning Marine Choice Limited, aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar. Afgangurinn fór svo inn á Dekhill Advisors Ltd. Vert er að taka það fram að þetta eru getgátur sem byggja á þeim gögnum sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur undir höndum og þeim ályktunum sem hún dregur af þeim. Með kaupum Welling & Partners á Búnaðarbankanum árið 2003 var mikið gert til að fela það að Kaupþing var raunverulegur kaupandi að bankanum, tók alla fjárhagslega áhættu og veitti allt fé til kaupanna. Átján dögum áður en kaupin gengu í gegn höfðu Lýður og Ágúst Guðmundssynir keypt sig inn í bankann með 2,4 milljörðum króna gegn 15,76 prósenta hlut. Kaupin fóru fram í gegnum fjárfestingarfélagið Meið ehf., sem bræðurnir áttu með sparisjóðunum og Kaupþingi. Meiður varð stærsti einstaki hluthafi bankans við kaupin. Tveimur vikum síðar lánaði Kaupþing, Welling & Partners um 2,8 milljarða króna, þremur dögum fyrir undirritunina á kaupsamningi um Búnaðarbankann við íslenska ríkið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira
Ókláruð samningsdrög benda til þess að Lýður og Ágúst Guðmundssynir, jafnan kallaðir Bakkavararbræður, hafi átt að hagnast á viðskiptunum með Búnaðarbankann þegar þeim lauk snemma árs 2006. Aflandsfélagið Dekhill Advisors fékk 46,5 milljónir dala inn á reikning sinn í svissneska bankanum Julies Baer & Co, sem samsvarar um 2,8 milljörðum króna á þeim tímapunkti. Enginn veit hver er raunverulegur eigandi félagsins en í skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis á kaupunum á Búnaðarbanka eru leiddar líkur að því að Kaupþing eða aðilar tengdir Kaupþingi séu eigendur þess.Aðkoma Bakkavararbræðra að kaupunumÞeim einstaklingum sem Fréttablaðið hefur rætt við undanfarna daga ber saman um að líklegir eigendur Dekhill Advisors séu Lýður og Ágúst Guðmundssynir, að minnsta kosti að hluta. Ástæðan er fyrrnefnd samningsdrög sem benda til þess að áður en ákveðið var að leggja helming ágóðans inn á Dekhill Advisors hafi staðið til að félag í þeirra eigu, Jeff Agents Corp., eignaðist Welling & Partners. Gríðarlegir fjármunir voru inni í því félagi eftir söluna á Búnaðarbankanum en áður, með samningi dagsettum 30. janúar 2003, hafði félagið samþykkt að greiða helming alls hagnaðar félagsins inn á reikning Marine Choice Limited, aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar. Afgangurinn fór svo inn á Dekhill Advisors Ltd. Vert er að taka það fram að þetta eru getgátur sem byggja á þeim gögnum sem rannsóknarnefnd Alþingis hefur undir höndum og þeim ályktunum sem hún dregur af þeim. Með kaupum Welling & Partners á Búnaðarbankanum árið 2003 var mikið gert til að fela það að Kaupþing var raunverulegur kaupandi að bankanum, tók alla fjárhagslega áhættu og veitti allt fé til kaupanna. Átján dögum áður en kaupin gengu í gegn höfðu Lýður og Ágúst Guðmundssynir keypt sig inn í bankann með 2,4 milljörðum króna gegn 15,76 prósenta hlut. Kaupin fóru fram í gegnum fjárfestingarfélagið Meið ehf., sem bræðurnir áttu með sparisjóðunum og Kaupþingi. Meiður varð stærsti einstaki hluthafi bankans við kaupin. Tveimur vikum síðar lánaði Kaupþing, Welling & Partners um 2,8 milljarða króna, þremur dögum fyrir undirritunina á kaupsamningi um Búnaðarbankann við íslenska ríkið.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu
Birtist í Fréttablaðinu Salan á Búnaðarbankanum Mest lesið Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Viðskipti innlent Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Viðskipti innlent Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Viðskipti innlent Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Viðskipti innlent Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Viðskipti innlent Hressilega kaótískir morgnar sem eiga það til að klikka smá Atvinnulíf Starfsfólk truflað á tveggja mínútna fresti Atvinnulíf Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Viðskipti innlent Gefur eftir í tollastríði við Kína Viðskipti erlent Fleiri fréttir Veitingamaður ákærður fyrir hundrað milljóna skattsvik Fokdýr dómsmál tjónka ekki við ÁTVR Veiðir hrefnu í sumar og selur kjötið á Íslandi Semja við Ístak um gerð mannvirkja fyrir fyrsta vindorkuver landsins Jón segir bull að FBI-kempa hafi óvænt bankað upp á með stefnu Ekki má vanmeta áhrifin af tollastríði á íslensk fyrirtæki Pizzur í stað smurbrauðs á nýrri Króníku Fjármögnun tryggð fyrir nýrri landeldisstöð Samherja Umræðan einkennist af rangfærslum um ofurhagnað Kaupsamningur undirritaður um Grósku Ísfélagið greiðir út tveggja milljarða arð Breyta Kaffi Kjós í íbúðarhús Reynst betur að kaupa fasteign en hlutabréf Nova eignast tuttugu prósenta hlut í Dineout Munu opna tvö Starbucks-kaffihús í miðborginni Nýjar íbúðir seljast verr en aðrar vegna stærðar Bærinn vildi húsið en þurfti svo að borga tvöfalt meira Aðalgeir frá Lucinity til Símans Latabæjarnammið vel þekkt um allan heim Ölgerðin ræður tvo markaðsstjóra Íslenskur kauphallarsjóður á markað í Bandaríkjunum Ekkert samtal í gangi milli stjórnvalda og sjávarútvegs VÍS opnar aftur skrifstofu á Akranesi KS fyrstir til að nýta sér nýja varaleið um gervihnetti Jón Guðni tekur við formennsku Algengast að óljósar starfslýsingar valdi togstreitu og gremju Sigurjón Örn tekur við af Sveini hjá Kletti „Þar skeikar milljörðum í vanmati ráðuneytisins“ Hætta við flug til Madeira, Pula, Düsseldorf og Hamborgar Allri stjórn Landsvirkjunar skipt út Sjá meira