Fernando Alonso, ökumaður McLaren-Honda liðsins segist undirbúinn fyrir erfiða helgi í Ástralíu u komandi helgi.
Æfingarnar fyrir tímabilið hefðu varla geta verið mikil verri fyrir McLaren-Honda. Liðið náði mest að sauma saman 11 hringja lotu á æfingunum. Áreiðanleiki Honda vélarinnar lék liðið afar grátt.
McLaren-Honda var níunda fljótasta liðið á æfingunum, af tíu liðum. Vandamál Honda eru fólgin í titringi vélarinnar. Hún hristist svo mikið að rafkerfið hangir ekki saman. Að sögn Eric Boullier, keppnisstjóra McLaren-Honda er Honda að vinna að öllu afli að því að laga vandamálin fyrir keppnina í Ástralíu.
„Upphaf nýs tímabils kallar fram allskonar tilfinningar, mikla spennu yfir því að fara að keppa aftur og óvissuna sem fylgir nýrri formúlu sem gerð var með nýjum reglum,“ sagði Fernando Alonson.
„Ég er mjög spenntur að takast á við 2017 og ég get ekki beðið eftir að sjá hvernig kappaksturinn verður í kjölfar þessara breytinga.“
„Við vitum nú þegar að íþróttin er meira líkamlega krefjandi og það er erfiðara að aka bílunum. Sem ökumenn er það nákvæmlega það sem við vildum sjá í nýjum reglum, ég vona að það skili sér í baráttuna á brautinni.“
Að lokum snéri Alonso sér að markmiðum liðsins í fyrstu keppni tímabilsins.
„Eftir tvær erfiðar vikur á æfingum erum við undirbúin fyrir erfiða helgi í Melbourne.“
„Fyrsta skrefið verður að vinna að auknum áreiðanleika áður en við getum farið að gera okkur grein fyrir hvar við stöndum gagnvart öðrum, og við munum reyna að njóta helgarinnar eins og við getum,“ sagði Alonso að lokum.
Fyrsta keppni tímabilsins fer fram í Ástralíu um helgina. Tímatakan og keppnin verða í beinni útsendingu í leiftrandi háskerpu á Stöð 2 Sport. Tryggðu þér áskrift á 365.is.
Alonso: Ég er búinn undir erfiða helgi í Ástralíu

Tengdar fréttir

McLaren athugar möguleikan á að fá Mercedes vél
McLaren hefur verið að leita á náðir Mercedes undanfarna daga með von um að reyna að komast yfir vélar frá Mercedes.

Myndrænt yfirlit yfir breytingar á Formúlu 1 bílum
Stærri, grimmari og fljótari, allt orð sem nota má til að lýsa nýju Formúlu 1 bílunum. Hér að neðan er að finna myndræna framsetningu á breytingunum sem hafa átt sér stað.

Verstappen: Red Bull ekki nógu gott til að vinna strax
Max Verstappen, ökumaður Red Bull liðsins hefur sagt að RB13 bíll liðsins geti ekki ógnað Mercedes eða Ferrari í upphafi tímabils.