Vilja loka akstursleið yfir fjölfarna gönguleið hjá World Class Laugum Birgir Olgeirsson skrifar 22. mars 2017 18:45 Til eru þeir sem vilja koma í veg fyrir þetta, að ökumenn fari yfir fjölfarinn göngustíg í Laugardal til að komast að þeim bílastæðum sem eru næst líkamsræktarstöð World Class. Vísir/Stefán Á vefnum Betri Reykjavík er komin fram hugmynd um að loka fyrir akstur bíla yfir fjölfarna gönguleið við World Class í Laugardal og koma þannig í veg fyrir slysahættu sem skapast þar að mati þeirra sem standa að hugmyndinni. Við líkamsræktarstöðina eru nokkur bílastæði en til að komast að þeim þurfa ökumenn að aka yfir fjölfarinn göngustíg í Laugardalnum. Er talað um að innakstursleiðin sem er í beinu framhaldi af götunni sem er ekinn inn af Reykjavíkurvegi sé sérlega hættuleg. Hugmyndin var fyrst borin upp af Auði Öglu Óladóttur, íbúa í Laugardalnum, inni á hverfissíðu Laugarneshverfisins á Facebook.Auður Agla segir mikla hættu skapast þarna, en hér má sjá barn á hjóli á umræddum göngustíg.Auður Agla„Dýrkeypt lúxusstæði“ „Ég er búin að hugsa þetta í tvö ár,“ segir Auður Agla í samtali við Vísi um málið. Hún segir mikla slysahættu af því að hafa þessi stæði opin fyrir alla. „Á sumrin hjóla þarna krakkar, alveg niður í smábörn, sem eru á leið inn í Laugardal. Mér finnst þetta mjög dýrkeypt lúxusstæði,“ segir Auður.Aðeins yrði hægt að aka inn á svæðið í neyð Hugmyndin sem er á vefnum Betri Reykjavík miðast að því að aðeins yrði hægt að aka inn á þetta svæði í neyð. Er hugmynd um að setja upp slá við þessi stæði og að viðbragðsaðilar fengju þá aðgangskort sem myndi veita þeim aðgengi að því. Auður Agla bendir á að fjöldi stæða séu nærri World Class í Laugardal og því sé ekki nauðsynlegt að hafa opið fyrir akstur inn á þetta tiltekna svæði. „Ég er ekki að leggja til að þessi stæði verði fjarlægð, það er hægt að hafa þau þarna sem öryggisstæði og eðlilegt að það sé. En það þarf að takmarka þessa daglegu umferð sem er þarna yfir,“ segir Auður Agla.Einn þeirra sem er með þessari hugmynd segir óskiljanlegt hvers vegna akstur sé leyfður yfir þessa fjölförnu gönguleið.Vísir/Stefán„Mun enda með slysi“ Það var Ása Margrét Einarsdóttir sem setti þessa tillögu inn á vefinn Betri Reykjavík eftir að umræður hófust um hana á meðal íbúa Laugarneshverfis en þeir sem eru með þessari hugmynd segja flestir aðeins tímaspursmál hvenær verður slys þar á gangandi vegfarendum. „Mikil umferð hjólandi og gangandi og hröð umferð bíla sem hafa enga þörf fyrir að fara þarna yfir. Mun enda með slysi,“ segir Ása Margrét um þessa hugmynd. Elín Vignisdóttir segir óskiljanlegt hvers vegna akstur sé leyfður þarna. „Það er bara tímaspursmál hvenær slys verður á gangandi vegfarendum þarna.“Stytta af Jóni Páli og Parísarhjól við Hallgrímskirkju Betri Reykjavík er vettvangur þar sem borgarbúar geta komið með hugmyndir og kosið um þær til að bæta umhverfi sitt.Nú stendur yfir hugmyndasöfnun á vefnum en henni lýkur á föstudag. Þær hugmyndir sem njóta mestra vinsælda rata síðan í rafræna kosningu þar sem kosið verður um hvað á að framkvæma. Á vefnum er nú að finna fjölda hugmynda sem er hægt að veita brautargengi, þar á meðal hugmynd um hjólabáta sem yrðu í Reykjavíkurtjörn, hugmynd um fyndna áróðursherferð gegn tyggjóklessum, eyju í Reykjavíkurtjörn, útivistar Parkour-svæði, fjölnota hjólabraut í miðbæinn, stytta af Jóni Páli, Parísarhjól við Hallgrímskirkju, körfuboltavöll í Laugardal og stærri klukkur í Laugardalslaug, svo dæmi séu tekin. Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira
Á vefnum Betri Reykjavík er komin fram hugmynd um að loka fyrir akstur bíla yfir fjölfarna gönguleið við World Class í Laugardal og koma þannig í veg fyrir slysahættu sem skapast þar að mati þeirra sem standa að hugmyndinni. Við líkamsræktarstöðina eru nokkur bílastæði en til að komast að þeim þurfa ökumenn að aka yfir fjölfarinn göngustíg í Laugardalnum. Er talað um að innakstursleiðin sem er í beinu framhaldi af götunni sem er ekinn inn af Reykjavíkurvegi sé sérlega hættuleg. Hugmyndin var fyrst borin upp af Auði Öglu Óladóttur, íbúa í Laugardalnum, inni á hverfissíðu Laugarneshverfisins á Facebook.Auður Agla segir mikla hættu skapast þarna, en hér má sjá barn á hjóli á umræddum göngustíg.Auður Agla„Dýrkeypt lúxusstæði“ „Ég er búin að hugsa þetta í tvö ár,“ segir Auður Agla í samtali við Vísi um málið. Hún segir mikla slysahættu af því að hafa þessi stæði opin fyrir alla. „Á sumrin hjóla þarna krakkar, alveg niður í smábörn, sem eru á leið inn í Laugardal. Mér finnst þetta mjög dýrkeypt lúxusstæði,“ segir Auður.Aðeins yrði hægt að aka inn á svæðið í neyð Hugmyndin sem er á vefnum Betri Reykjavík miðast að því að aðeins yrði hægt að aka inn á þetta svæði í neyð. Er hugmynd um að setja upp slá við þessi stæði og að viðbragðsaðilar fengju þá aðgangskort sem myndi veita þeim aðgengi að því. Auður Agla bendir á að fjöldi stæða séu nærri World Class í Laugardal og því sé ekki nauðsynlegt að hafa opið fyrir akstur inn á þetta tiltekna svæði. „Ég er ekki að leggja til að þessi stæði verði fjarlægð, það er hægt að hafa þau þarna sem öryggisstæði og eðlilegt að það sé. En það þarf að takmarka þessa daglegu umferð sem er þarna yfir,“ segir Auður Agla.Einn þeirra sem er með þessari hugmynd segir óskiljanlegt hvers vegna akstur sé leyfður yfir þessa fjölförnu gönguleið.Vísir/Stefán„Mun enda með slysi“ Það var Ása Margrét Einarsdóttir sem setti þessa tillögu inn á vefinn Betri Reykjavík eftir að umræður hófust um hana á meðal íbúa Laugarneshverfis en þeir sem eru með þessari hugmynd segja flestir aðeins tímaspursmál hvenær verður slys þar á gangandi vegfarendum. „Mikil umferð hjólandi og gangandi og hröð umferð bíla sem hafa enga þörf fyrir að fara þarna yfir. Mun enda með slysi,“ segir Ása Margrét um þessa hugmynd. Elín Vignisdóttir segir óskiljanlegt hvers vegna akstur sé leyfður þarna. „Það er bara tímaspursmál hvenær slys verður á gangandi vegfarendum þarna.“Stytta af Jóni Páli og Parísarhjól við Hallgrímskirkju Betri Reykjavík er vettvangur þar sem borgarbúar geta komið með hugmyndir og kosið um þær til að bæta umhverfi sitt.Nú stendur yfir hugmyndasöfnun á vefnum en henni lýkur á föstudag. Þær hugmyndir sem njóta mestra vinsælda rata síðan í rafræna kosningu þar sem kosið verður um hvað á að framkvæma. Á vefnum er nú að finna fjölda hugmynda sem er hægt að veita brautargengi, þar á meðal hugmynd um hjólabáta sem yrðu í Reykjavíkurtjörn, hugmynd um fyndna áróðursherferð gegn tyggjóklessum, eyju í Reykjavíkurtjörn, útivistar Parkour-svæði, fjölnota hjólabraut í miðbæinn, stytta af Jóni Páli, Parísarhjól við Hallgrímskirkju, körfuboltavöll í Laugardal og stærri klukkur í Laugardalslaug, svo dæmi séu tekin.
Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Innlent Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Innlent Fleiri fréttir Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Morgunblaðinu og mbl ekki ritstýrt „af ráðherrum, þeim til þægðar“ Þrír fluttir með þyrlu en enginn í lífshættu eftir tvo árekstra á Norðvesturlandi Drógu Hildi aftur í land Sjá meira