Upphitunarmyndband fyrir fyrsta kappaksturinn: Tímabilið hefst í nótt
Um er að ræða hinn sögufræga kappakstur sem fer fram í Melbourne en það eru margar spurningar sem búast má við svörum í kvöld.
Eftir að hafa unnið titilinn tvö ár í röð þurfti Lewis Hamilton að horfa á eftir titlinum til liðsfélaga síns, Nico Rosberg, í lokakeppninni á síðasta ári en Rosberg tilkynnti stuttu síðar að hann væri hættur í kappakstrinum.
Í tilefni fyrsta kappakstursins klippti Stöð 2 Sport saman skemmtilegt myndband með bestu tilþrifum síðasta keppnistímabils. Árekstrarnir, hitamálin og allt það helsta.
Hér má sjá upphitunarþátt Stöð 2 Sport fyrir tímabilið sem hefst í nótt en útsendingin byrjar 04:30 í nótt.
Tengdar fréttir

Lewis Hamilton á ráspól í Ástralíu
Lewis Hamilton náði ráspól í fyrstu tímatöku Formúlu 1 tímabilsins. Sebastian Vettel varð annar á Ferrari og Valtteri Bottas varð þriðji á Mercedes.

Rúnar og Kristján Einar við kristalkúluna
Formúlu 1-sérfræðingar Stöðvar 2 Sport; Rúnar Jónsson og Kristján Einar Kristjánsson stilltu upp kristalkúlunni og spáðu fyrir um úrslit á Formúlu 1 tímabilinu sem hefst í Ástralíu um helgina.

Vettel: Ég held að ráspóllinn hafi verið utan seilingar
Lewis Hamilton náði fyrsta ráspól tímabilsins í Formúlu 1. Hann vantar nú einungis sex ráspóla í að jafna met Michael Schumacher sem er 68 ráspólar. Hver sagði hvað eftir tímatökuna?

Hamilton fljótastur á föstudagsæfingum í Ástralíu
Lewis Hamilton á Mercedes var fljótastur á fyrstu æfingum tímabilsins sem fram fór í Ástralíu í nótt. Valtteri Bottas á Mercedes varð annar á fyrri æfingunni og Sebastian Vettel á Ferrari varð annar á seinni æfingunni.

Upphitunarþáttur fyrir Formúluna
Keppnistímabilið í Formúlu 1 kappakstrinum rýkur af stað um helgina og Stöð 2 Sport hitaði að sjálfsögðu vel upp.