Stefnt að einkarekstri í heilbrigðiskerfi Finna Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. mars 2017 07:00 Auðjöfurinn Juha Sipila er forsætisráðherra Finnlands. Stjórn hans ætlar að ráðast í breytingarnar. vísir/getty Undanfarnar vikur hafa finnskir þingmenn rætt hvort rétt sé að opna á einkarekstur í heilbrigðiskerfi landsins eður ei. Meðalaldur finnsku þjóðarinnar fer hækkandi og samhliða hækkar kostnaður sem hlýst af heilbrigðiskerfinu. Sem stendur er hann um átta milljarðar evra, andvirði tæplega 960 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Breytingarnar miða að því að einkaaðilar bjóði upp á heilsugæsluþjónustu og umönnun á dvalarheimilum fyrir árið 2019. Vonast stjórnvöld til þess að skera útgjöld til heilbrigðiskerfisins niður um þrjá milljarða evra fyrir árið 2030. Endurbætur á heilbrigðiskerfinu hafa lengi staðið til og verið lofað af fyrri ríkisstjórnum. Ríkisstjórn Miðflokksins, Sannra Finna og Þjóðarbandalagsins stefnir hins vegar að því að grípa til aðgerða. Forsætisráðherra landsins, Juha Sipila úr Miðflokknum, segir að breytingarnar séu nauðsynlegar til að koma á útgjaldaþaki og til að nútímavæða og bæta þjónustu fyrir íbúa landsins. Einkafyrirtæki hafa hafist handa við undirbúning verði tillögur ríkisstjórnarinnar að lögum. „Hvatar einkaaðila eru aðrir en ríkisins. Ef þjónusta þín er óskilvirk þá muntu fara á hausinn,“ segir Janne-Olli Jarvenpaa, forstjóri Mehilaien næststærstu einkareknu heilsugæslustöðva Finnlands, við Bloomberg. „Samanborið við opinbera geirann bjóðum við upp á fljótlegri meðferðir, vísum færri sjúklingum til sérfræðinga eða á sjúkrahús og viðskiptavinir okkar eru ánægðari.“ Breytingatillögur Finna taka að miklu leyti mið af breytingum nágranna þeirra í vestri. Svíar opnuðu á sambærilegan einkarekstur árið 2010. Áfangaskýrsla sænska heilbrigðisráðuneytisins um innleiðingu stefnunnar kom út í nóvember í fyrra en meðal niðurstaðna hennar er að einkafyrirtæki hafi skilað góðum hagnaði. Allir stjórnmálaflokkar Finnlands eru sammála um að endurskipuleggja þurfi heilbrigðiskerfið. Að mati stjórnarandstöðunnar er hins vegar fjölda galla að finna á frumvarpinu. Sósíaldemókratinn Tuula Haatainen segir til að mynda að það muni leiða til þess að ríkið missi stjórn á kerfinu, þjónusta muni versna, verð hækka og ólíklegt sé að nokkur sparnaður náist. Þá hafa sérfræðingar bent á að fyrirtæki muni reyna að hámarka gróða með því að ýmist bjóða of mikla eða of litla þjónustu. Bent hefur verið á að slík vandamál megi forðast með því að regluvæða verðskrár og meina fyrirtækjum að velja sér skjólstæðinga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Finnland Norðurlönd Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira
Undanfarnar vikur hafa finnskir þingmenn rætt hvort rétt sé að opna á einkarekstur í heilbrigðiskerfi landsins eður ei. Meðalaldur finnsku þjóðarinnar fer hækkandi og samhliða hækkar kostnaður sem hlýst af heilbrigðiskerfinu. Sem stendur er hann um átta milljarðar evra, andvirði tæplega 960 milljarða íslenskra króna á gengi dagsins í dag. Breytingarnar miða að því að einkaaðilar bjóði upp á heilsugæsluþjónustu og umönnun á dvalarheimilum fyrir árið 2019. Vonast stjórnvöld til þess að skera útgjöld til heilbrigðiskerfisins niður um þrjá milljarða evra fyrir árið 2030. Endurbætur á heilbrigðiskerfinu hafa lengi staðið til og verið lofað af fyrri ríkisstjórnum. Ríkisstjórn Miðflokksins, Sannra Finna og Þjóðarbandalagsins stefnir hins vegar að því að grípa til aðgerða. Forsætisráðherra landsins, Juha Sipila úr Miðflokknum, segir að breytingarnar séu nauðsynlegar til að koma á útgjaldaþaki og til að nútímavæða og bæta þjónustu fyrir íbúa landsins. Einkafyrirtæki hafa hafist handa við undirbúning verði tillögur ríkisstjórnarinnar að lögum. „Hvatar einkaaðila eru aðrir en ríkisins. Ef þjónusta þín er óskilvirk þá muntu fara á hausinn,“ segir Janne-Olli Jarvenpaa, forstjóri Mehilaien næststærstu einkareknu heilsugæslustöðva Finnlands, við Bloomberg. „Samanborið við opinbera geirann bjóðum við upp á fljótlegri meðferðir, vísum færri sjúklingum til sérfræðinga eða á sjúkrahús og viðskiptavinir okkar eru ánægðari.“ Breytingatillögur Finna taka að miklu leyti mið af breytingum nágranna þeirra í vestri. Svíar opnuðu á sambærilegan einkarekstur árið 2010. Áfangaskýrsla sænska heilbrigðisráðuneytisins um innleiðingu stefnunnar kom út í nóvember í fyrra en meðal niðurstaðna hennar er að einkafyrirtæki hafi skilað góðum hagnaði. Allir stjórnmálaflokkar Finnlands eru sammála um að endurskipuleggja þurfi heilbrigðiskerfið. Að mati stjórnarandstöðunnar er hins vegar fjölda galla að finna á frumvarpinu. Sósíaldemókratinn Tuula Haatainen segir til að mynda að það muni leiða til þess að ríkið missi stjórn á kerfinu, þjónusta muni versna, verð hækka og ólíklegt sé að nokkur sparnaður náist. Þá hafa sérfræðingar bent á að fyrirtæki muni reyna að hámarka gróða með því að ýmist bjóða of mikla eða of litla þjónustu. Bent hefur verið á að slík vandamál megi forðast með því að regluvæða verðskrár og meina fyrirtækjum að velja sér skjólstæðinga.Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Finnland Norðurlönd Mest lesið „Þetta er hættulegt ef við viljum áfram búa í frjálslyndu lýðræðissamfélagi“ Innlent „Algjört vandræðamál og sorglegt“ Innlent Misskilningur um losunarmarkmið „stórkostlegur áfellisdómur“ Innlent Auka sýnileika milli rýma á leikskólum Innlent Herja á umsækjendur um alþjóðlega vernd Innlent Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Erlent Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Erlent Vitinn á Gjögurtá fallinn í sjó fram Innlent Hefur áhyggjur af aukinni dagdrykkju eldri borgara Innlent Byrjað að daðra við rasíska samsæriskenningu Innlent Fleiri fréttir Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Bruni jarðefna nær hámarki fyrir 2030 standi menn við orð sín Stærsta flugmóðurskip heims komið til Karíbahafsins Bandamenn Starmer óttast hallarbyltingu Tuttugu fórust þegar tyrknesk herflugvél hrapaði Loftmengun í Delí langt yfir öryggisviðmiðum Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Kom til átaka á mótmælum vegna COP30 Sjá meira