San Antonio burstaði Cleveland sem missti efsta sætið í austrinu | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. mars 2017 07:30 San Antonio Spurs tók NBA-meistara Cleveland Cavaliers og pakkaði þeim saman, 103-74, á heimavelli sínum í nótt en frammistaðan var sú allra lélegasta hjá LeBron James og félögum á tímabilinu. Cleveland hefur ekki skorað færri stig allt tímabilið en liðið var án LeBron James allan fjórða leikhlutann eftir að hann fór út af meiddur undir lok þess þriðja. Hann skoraði 17 stig áður en hann fór af velli. Meistararnir, sem eru búnir að verma efsta sæti austursins allt frá upphafi leiktíðar, eru ekki lengur efstir en þeir misstu toppsætið til Boston Celtics. Á meðan Boston (48-26) er búið að vinna átta af síðustu tíu er Cleveland (47-26) aðeins búið að vinna fimm af síðustu tíu leikjum sínum. Spennan magnast í vestrinu en þar er Spurs (57-16) nú aðeins tveimur sigrum á eftir Golden State Warriors (59-14) í baráttunni um efsta sætið og besta árangurinn í allri deildinni. Þessi lið mætast í safaríkum leik aðfaranótt fimmtudags. Kawhi Leonard heldur áfram að spila eins og engill fyrir San Antonio en hann skoraði 25 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar í nótt en stóru mennirnir LaMarcus Aldridge og Pau Gasol bættu báðir við fjórtán stigum. Russell Westbrook hélt svo uppteknum hætti fyrir Oklahoma City Thunder í nótt og bauð upp á þrennu með 37 stigum, þrettán fráköstum og tíu stoðsendingum í 92-91 sigri á Dallas Mavericks. Westbrook er búinn að ná 37 þrennum á tímabilinu, þar af þremur í röð og vantar fjórar í síðustu níu leikjunum til að jafna met Oscar Robertsson frá árinu 1962. Að þessu sinni skilaði þrenna Westbrooks einhverju fyrir Oklahoma en liðið skoraði fjórtán síðustu stigin í leiknum og vann eftir magnaðan endasprett. Westbrook skoraði sigurkörfuna þegar sjö sekúndur voru eftir.Úrslit næturinnar: Toronto Raptors - Orlando Magic 131-112 NY Knicks - Detroit Pistons 109-95 San Antonio Spurs - Cleveland Cavaliers 103-74 Dallas Mavericks - OKC Thunder 91-92 Sacramento Kings - Memphis Grizzlies 91-90 Utah Jazz - New Orleans Pelicans 109-100 NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira
San Antonio Spurs tók NBA-meistara Cleveland Cavaliers og pakkaði þeim saman, 103-74, á heimavelli sínum í nótt en frammistaðan var sú allra lélegasta hjá LeBron James og félögum á tímabilinu. Cleveland hefur ekki skorað færri stig allt tímabilið en liðið var án LeBron James allan fjórða leikhlutann eftir að hann fór út af meiddur undir lok þess þriðja. Hann skoraði 17 stig áður en hann fór af velli. Meistararnir, sem eru búnir að verma efsta sæti austursins allt frá upphafi leiktíðar, eru ekki lengur efstir en þeir misstu toppsætið til Boston Celtics. Á meðan Boston (48-26) er búið að vinna átta af síðustu tíu er Cleveland (47-26) aðeins búið að vinna fimm af síðustu tíu leikjum sínum. Spennan magnast í vestrinu en þar er Spurs (57-16) nú aðeins tveimur sigrum á eftir Golden State Warriors (59-14) í baráttunni um efsta sætið og besta árangurinn í allri deildinni. Þessi lið mætast í safaríkum leik aðfaranótt fimmtudags. Kawhi Leonard heldur áfram að spila eins og engill fyrir San Antonio en hann skoraði 25 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar í nótt en stóru mennirnir LaMarcus Aldridge og Pau Gasol bættu báðir við fjórtán stigum. Russell Westbrook hélt svo uppteknum hætti fyrir Oklahoma City Thunder í nótt og bauð upp á þrennu með 37 stigum, þrettán fráköstum og tíu stoðsendingum í 92-91 sigri á Dallas Mavericks. Westbrook er búinn að ná 37 þrennum á tímabilinu, þar af þremur í röð og vantar fjórar í síðustu níu leikjunum til að jafna met Oscar Robertsson frá árinu 1962. Að þessu sinni skilaði þrenna Westbrooks einhverju fyrir Oklahoma en liðið skoraði fjórtán síðustu stigin í leiknum og vann eftir magnaðan endasprett. Westbrook skoraði sigurkörfuna þegar sjö sekúndur voru eftir.Úrslit næturinnar: Toronto Raptors - Orlando Magic 131-112 NY Knicks - Detroit Pistons 109-95 San Antonio Spurs - Cleveland Cavaliers 103-74 Dallas Mavericks - OKC Thunder 91-92 Sacramento Kings - Memphis Grizzlies 91-90 Utah Jazz - New Orleans Pelicans 109-100
NBA Mest lesið „Þú veist að það er bara einn Siggi Hall“ Íslenski boltinn Coote ákærður fyrir að framleiða barnaníðsefni Enski boltinn Man. Utd er ekki eins lélegt og flestir halda Enski boltinn Einn þekktasti handknattleiksdómari heims látinn Sport Onana stóð sem steinn og ýtti áhorfanda Fótbolti Gamla merkið verður áfram á landsliðsbúningunum Handbolti Ómar Ingi fór áfram hamförum Handbolti Bólivía vann Brasilíu og fer í umspil álfanna Fótbolti Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti „Vissi ekki að ég væri sá fyrsti“ Fótbolti Fleiri fréttir Slóvenar saltvondir út í dómarana: „Hvað er hægt að segja?“ Þjóðverjar í undanúrslit þrátt fyrir stórleik Doncic Álftanes mætir stórliði Benfica Finnar afgreiddu Georgíu með stæl Grikkland í undanúrslit á EM Tyrkir hentu Íslandsbönunum úr leik Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Ísraelar númeri of litlir fyrir Grikki Slóvenar sluppu með skrekkinn gegn Ítölum Óvænt þegar Georgía sló Frakkland út Nýi ríkisborgarinn leiddi Pólverja til sigurs Angel Reese í hálfs leiks bann Kobe Bryant á ennþá langvinsælustu skóna í NBA Finnar með einn óvæntasta sigur í sögu EM Stórleikur Porzingis dugði Lettum skammt Unnu lokaleikhlutann með 26 stigum Sengün stórkostlegur þegar Tyrkir komust í átta liða úrslit Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Myndir frá endalokum Íslands á EM Luka skaut Ísrael í kaf EM í dag: Flenging og stór bossi í kveðjuþætti Skýrsla Henrys: Eins og lömb leidd til slátrunar „Heilinn var að öskra á mig og líkaminn svaraði ekki“ Hilmar Smári til Litáens Craig vill halda áfram: „Vona að þetta hafi ekki verið síðasti leikurinn“ Síðasti landsleikur Ægis?: „Það eru góðar líkur á því“ „Þetta er búið að vera eins og lífið er“ „Þegar maður klæðist þessari treyju er maður stór“ Sjá meira