San Antonio burstaði Cleveland sem missti efsta sætið í austrinu | Myndbönd Tómas Þór Þórðarson skrifar 28. mars 2017 07:30 San Antonio Spurs tók NBA-meistara Cleveland Cavaliers og pakkaði þeim saman, 103-74, á heimavelli sínum í nótt en frammistaðan var sú allra lélegasta hjá LeBron James og félögum á tímabilinu. Cleveland hefur ekki skorað færri stig allt tímabilið en liðið var án LeBron James allan fjórða leikhlutann eftir að hann fór út af meiddur undir lok þess þriðja. Hann skoraði 17 stig áður en hann fór af velli. Meistararnir, sem eru búnir að verma efsta sæti austursins allt frá upphafi leiktíðar, eru ekki lengur efstir en þeir misstu toppsætið til Boston Celtics. Á meðan Boston (48-26) er búið að vinna átta af síðustu tíu er Cleveland (47-26) aðeins búið að vinna fimm af síðustu tíu leikjum sínum. Spennan magnast í vestrinu en þar er Spurs (57-16) nú aðeins tveimur sigrum á eftir Golden State Warriors (59-14) í baráttunni um efsta sætið og besta árangurinn í allri deildinni. Þessi lið mætast í safaríkum leik aðfaranótt fimmtudags. Kawhi Leonard heldur áfram að spila eins og engill fyrir San Antonio en hann skoraði 25 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar í nótt en stóru mennirnir LaMarcus Aldridge og Pau Gasol bættu báðir við fjórtán stigum. Russell Westbrook hélt svo uppteknum hætti fyrir Oklahoma City Thunder í nótt og bauð upp á þrennu með 37 stigum, þrettán fráköstum og tíu stoðsendingum í 92-91 sigri á Dallas Mavericks. Westbrook er búinn að ná 37 þrennum á tímabilinu, þar af þremur í röð og vantar fjórar í síðustu níu leikjunum til að jafna met Oscar Robertsson frá árinu 1962. Að þessu sinni skilaði þrenna Westbrooks einhverju fyrir Oklahoma en liðið skoraði fjórtán síðustu stigin í leiknum og vann eftir magnaðan endasprett. Westbrook skoraði sigurkörfuna þegar sjö sekúndur voru eftir.Úrslit næturinnar: Toronto Raptors - Orlando Magic 131-112 NY Knicks - Detroit Pistons 109-95 San Antonio Spurs - Cleveland Cavaliers 103-74 Dallas Mavericks - OKC Thunder 91-92 Sacramento Kings - Memphis Grizzlies 91-90 Utah Jazz - New Orleans Pelicans 109-100 NBA Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira
San Antonio Spurs tók NBA-meistara Cleveland Cavaliers og pakkaði þeim saman, 103-74, á heimavelli sínum í nótt en frammistaðan var sú allra lélegasta hjá LeBron James og félögum á tímabilinu. Cleveland hefur ekki skorað færri stig allt tímabilið en liðið var án LeBron James allan fjórða leikhlutann eftir að hann fór út af meiddur undir lok þess þriðja. Hann skoraði 17 stig áður en hann fór af velli. Meistararnir, sem eru búnir að verma efsta sæti austursins allt frá upphafi leiktíðar, eru ekki lengur efstir en þeir misstu toppsætið til Boston Celtics. Á meðan Boston (48-26) er búið að vinna átta af síðustu tíu er Cleveland (47-26) aðeins búið að vinna fimm af síðustu tíu leikjum sínum. Spennan magnast í vestrinu en þar er Spurs (57-16) nú aðeins tveimur sigrum á eftir Golden State Warriors (59-14) í baráttunni um efsta sætið og besta árangurinn í allri deildinni. Þessi lið mætast í safaríkum leik aðfaranótt fimmtudags. Kawhi Leonard heldur áfram að spila eins og engill fyrir San Antonio en hann skoraði 25 stig, tók sex fráköst og gaf sex stoðsendingar í nótt en stóru mennirnir LaMarcus Aldridge og Pau Gasol bættu báðir við fjórtán stigum. Russell Westbrook hélt svo uppteknum hætti fyrir Oklahoma City Thunder í nótt og bauð upp á þrennu með 37 stigum, þrettán fráköstum og tíu stoðsendingum í 92-91 sigri á Dallas Mavericks. Westbrook er búinn að ná 37 þrennum á tímabilinu, þar af þremur í röð og vantar fjórar í síðustu níu leikjunum til að jafna met Oscar Robertsson frá árinu 1962. Að þessu sinni skilaði þrenna Westbrooks einhverju fyrir Oklahoma en liðið skoraði fjórtán síðustu stigin í leiknum og vann eftir magnaðan endasprett. Westbrook skoraði sigurkörfuna þegar sjö sekúndur voru eftir.Úrslit næturinnar: Toronto Raptors - Orlando Magic 131-112 NY Knicks - Detroit Pistons 109-95 San Antonio Spurs - Cleveland Cavaliers 103-74 Dallas Mavericks - OKC Thunder 91-92 Sacramento Kings - Memphis Grizzlies 91-90 Utah Jazz - New Orleans Pelicans 109-100
NBA Mest lesið „Hann er tekinn út úr leiknum“ Körfubolti Grættu dómarann og hættu við blaðamannafund Fótbolti „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Körfubolti Ráðgátan leyst: Ólafur Kristjánsson hafði rétt fyrir sér Íslenski boltinn Valur einum sigri frá úrslitum Handbolti Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Körfubolti Rúnar staðfestir að Fram þurfti annan markvörð Íslenski boltinn „Hér verður enginn í hættu, það er loforð“ Íslenski boltinn Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Körfubolti Fyrsta deildartap PSG Fótbolti Fleiri fréttir „Hann er tekinn út úr leiknum“ „Ég get ekki lýst þessu, ég á engin orð“ Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 94-82 | Einvígið jafnt eftir mikinn hasar Aldrei selst fleiri miðar á heimaleik hjá Álftanesi Treyja Bryants margfaldast í verði og varð sú fjórða dýrasta í sögunni Klósettpappír út um allt á vellinum „Ég er bara svo fúll út í okkur sjálfa“ „Bara eitthvað úrslitakeppnisrugl“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 99-100 | Ótrúlegur endir kostaði Grindvíkinga sigurinn „Mjög auðveld aðlögun fyrir mig“ Ítölsk stelpa ferðaðist 1.800 kílómetra til að sjá Jón Axel „Gott að sjá honum blæða á vellinum“ „Erfitt að spila á móti liði sem fær þrjár villur í seinni“ Hvergerðingar í úrslit umspilsins „Þjöppuðum okkur saman og kláruðum þetta“ Jón Axel og félagar upp í spænsku úrvalsdeildina Uppgjörið: Keflavík - Njarðvík 73-76 | Njarðvíkur-sigur í spennutrylli Tryggvi Evrópumeistari með Bilbao Basket Fyrrum nýliði ársins í NBA reynir fyrir sér í hnefaleikum „Þessar stelpur kalla ekki allt ömmu sína“ „Vonandi nær maður að grípa í einn svona bikar“ Hörður undir feldinn Luka öflugur og Lakers jafnaði einvígið Sektaður um sex milljónir fyrir að tala um getnaðarlim sinn „Við töpum boltanum í annarri hverri sókn“ Uppgjörið: Valur - Haukar 80-82 | Köstuðu sigrinum frá sér og klikkuðu á vítunum „LeBron þarf að fara í P. J. Washington hlutverkið“ Stólarnir afar öflugir þegar glittir í lokaúrslitin Einhentur en ætlar í nýliðaval NBA Nico Harrison: Áttaði mig ekki á hversu sterk ást þeirra á Luka var Sjá meira