Eini fjárhagslegi ávinningur þýska bankans einnar milljón evru þóknun Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 29. mars 2017 12:14 Valgerður Sverrisdóttir, þáverandi viðskiptaráðherra, og Peter Gatti, fulltrúi Hauck & Aufhäuser, handsala kaupin á Búnaðarbankanum árið 2003. fréttablaðið/gva Því fór fjarri, og stóð aldrei til, að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið raunverulegur fjárfestir þegar 45,8 prósenta eignarhlutur ríkisins í Búnaðarbankanum var seldur árið 2003, að mati rannsóknarnefndar Alþingis. Af gögnum nefndarinnar verður ekki séð annað en að eini fjárhagslegi ávinningur bankans hafi takmarkast við þóknun að fjárhæð ein milljón evra. Telur nefndin ljóst að sú þóknun hafi verið endurgjald fyrir að koma fram sem fjárfestir í BúnaðarbankaÍslands hf. í gegnum Eglu hf. þótt bankinn væri alls ekki raunverulegur fjárfestir. Bankinn var kynntur til sögunnar í aðdraganda sölunnar á Búnaðarbankanum sem virtur og erlendur banki sem kæmi að kaupum S-hópsins svokallaða í gegnum eigu á helmingshlut í Eglu hf. Í skýrslu rannsóknarnefndar, sem kynnt var í dag, segir að nokkrum klukkustundum áður en fulltrúi Hauck & Aufhäuser hafi undirrtað samningana við íslenska ríkið hafi bankinn skuldbundið sig fyrirfram til að selja Welling & Partners, aflandsfélagi að meirihluta í eigu Ólafs Ólafssonar, hlut sinn um leið og unnt var. Um leið firrti þýski bankinn sig allri áhættu og von um hagnað af þeirri fjárfestingu sem bankinn hafði tekið þátt í opinberlega að nafninu til. Er það mat rannsóknarnefndarinnar að aðkoma bankans hafi aðeins verið til málamynda og tímabundin. „Eignarhald Hauck & Aufhäuser í Eglu hf., og þar með eignarhald á hlutum í Búnaðarbankanum en síðar Kaupþingi Búnaðarbanka hf. og KB banka hf. í gegnum það félag, var aðeins til málamynda og tímabundið. Aðrir aðilar fjármögnuðu í reynd, báru alla áhættu og áttu alla hagnaðarvon af þessum viðskiptum í nafni þýska bankans. Þýska bankanum var tryggt algert skaðleysi af þátttöku sinni í þeim, hann tók enga fjárhagslega áhættu með þeim og fjárhagslegir hagsmunir bankans af þeim takmörkuðust við umsamda þóknun sem kveðið var á um í baksamningunum.“Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan. Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54 Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03 Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Því fór fjarri, og stóð aldrei til, að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser hafi verið raunverulegur fjárfestir þegar 45,8 prósenta eignarhlutur ríkisins í Búnaðarbankanum var seldur árið 2003, að mati rannsóknarnefndar Alþingis. Af gögnum nefndarinnar verður ekki séð annað en að eini fjárhagslegi ávinningur bankans hafi takmarkast við þóknun að fjárhæð ein milljón evra. Telur nefndin ljóst að sú þóknun hafi verið endurgjald fyrir að koma fram sem fjárfestir í BúnaðarbankaÍslands hf. í gegnum Eglu hf. þótt bankinn væri alls ekki raunverulegur fjárfestir. Bankinn var kynntur til sögunnar í aðdraganda sölunnar á Búnaðarbankanum sem virtur og erlendur banki sem kæmi að kaupum S-hópsins svokallaða í gegnum eigu á helmingshlut í Eglu hf. Í skýrslu rannsóknarnefndar, sem kynnt var í dag, segir að nokkrum klukkustundum áður en fulltrúi Hauck & Aufhäuser hafi undirrtað samningana við íslenska ríkið hafi bankinn skuldbundið sig fyrirfram til að selja Welling & Partners, aflandsfélagi að meirihluta í eigu Ólafs Ólafssonar, hlut sinn um leið og unnt var. Um leið firrti þýski bankinn sig allri áhættu og von um hagnað af þeirri fjárfestingu sem bankinn hafði tekið þátt í opinberlega að nafninu til. Er það mat rannsóknarnefndarinnar að aðkoma bankans hafi aðeins verið til málamynda og tímabundin. „Eignarhald Hauck & Aufhäuser í Eglu hf., og þar með eignarhald á hlutum í Búnaðarbankanum en síðar Kaupþingi Búnaðarbanka hf. og KB banka hf. í gegnum það félag, var aðeins til málamynda og tímabundið. Aðrir aðilar fjármögnuðu í reynd, báru alla áhættu og áttu alla hagnaðarvon af þessum viðskiptum í nafni þýska bankans. Þýska bankanum var tryggt algert skaðleysi af þátttöku sinni í þeim, hann tók enga fjárhagslega áhættu með þeim og fjárhagslegir hagsmunir bankans af þeim takmörkuðust við umsamda þóknun sem kveðið var á um í baksamningunum.“Upptöku frá fundinum má sjá hér að neðan.
Salan á Búnaðarbankanum Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 „Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54 Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03 Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56 Mest lesið Innkalla þurrmjólkina eftir allt saman Neytendur Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Viðskipti innlent Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Viðskipti innlent Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Viðskipti innlent Danir lengra komnir í að nýta spuna á vinnustöðum Atvinnulíf S4S-veldið tekur við Lindex Viðskipti innlent Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Viðskipti innlent Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk Viðskipti innlent Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Viðskipti innlent Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Viðskipti innlent Fleiri fréttir Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Ólafur Orri Ólafsson Ólafssonar nýr forstjóri Samskipa Fjörutíu ára sögu American Style í Skipholti lokið Síðasta Heilsuhúsinu brátt lokað Auddi og Rakel hafa valið nafn og leita að starfskröftum Engin innköllun á NAN þurrmjólk á Íslandi Freyr lætur af störfum sem forstjóri Kapps Ingvar Freyr nýr hagfræðingur BHM Sonur tekur við af föður hjá Klöppum Útgáfu ViðskiptaMogga hætt og deildum fækkað Fjögurra milljarða gjaldið gæti hækkað verði ekkert úr áframhaldandi undanþágu Um fimm prósenta hækkun fasteignaverðs spáð á árinu Til í að taka á móti FDA hvenær sem er Grímur hættir hjá Bláa lóninu og Sigríður Margrét tekur við Róbert hættir sem forstjóri Alvotech 54 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Icelandair setur nokkur met Lögmenn frá Juris til LEX Visa velur íslenskt félag í þróunarverkefni Úrvalsvísitalan lækkaði á nýliðnu ári Þetta var mest skráða einstaka bíltegundin 2025 Landsbjörg innkallar pakka eftir að rakettur sprungu of snemma „Sterkar vísbendingar“ um minni kostnað með nýrri stefnu Sjá meira
Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21
„Ólafur Ólafsson stýrði verkefninu frá A til Ö“ Aflandsfélag í eigu Ólafs Ólafssonar hagnaðist um 58 milljónir dollara vegna kaupa á hlut í Búnaðarbankanum. 29. mars 2017 11:54
Ótrúlega ósvífin flétta og einlægur brotavilji Gylfi Magnússon fyrrverandi viðskiptaráðherra segir fyrirliggjandi að seljendur hafi verið blekktir. 29. mars 2017 12:03
Ólafur Ólafsson við rannsóknarnefndina: ,,Bara I´m sorry“ Enginn þeirra fjögurra einstaklinga sem rannsóknarnefnd Alþingis boðaði til skýrslutöku vegna rannsóknarinnar á einkavæðingu Búnaðarbanka Íslands og aðkomu þýska bankans Hauck & Aufhäuser mætti til skýrslutöku á vegum nefndarinnar. 29. mars 2017 11:56