Spenntur fyrir næturlífinu 11. mars 2017 15:00 "Fyrst og fremst þarftu að elska þessa keppni. Að standa á sviðinu í Vín var til að mynda stórfengleg reynsla fyrir mig.“ visir/Eyþór Måns Zelmerlöw tryggði Svíum sigur árið 2015 með laginu Heroes. Svíar hafa verið sigursælir í keppninni og Måns þakkar það góðri undankeppni í Svíþjóð. „Keppnin er stór og vönduð, það taka hátt í þrjátíu atriði þátt og sían er mikil,“ segir hann. „En svo hafa Svíar nú reyndar líka átt mögur ár,“ segir hann. Í Svíþjóð eru margir svekktir yfir því að Eurovision-stjarnan Loreen hafi ekki komist upp úr undankeppninni í ár. „Það er svolítill skandall, það er alveg rétt og mér fannst hún standa sig vel. Atriðið var stórfenglegt, en líklega var lagið ekki nógu grípandi.“ Hvaða eiginleikum þarf sigurstranglegur keppandi að búa yfir að mati Måns? „Fyrst og fremst þarftu að elska þessa keppni. Að standa á sviðinu í Vín var til að mynda stórfengleg reynsla fyrir mig. Sem listamaður verður þú sumsé að bera virðingu fyrir og elska þessa keppni. Síðan þarftu auðvitað lag sem rígheldur hlustandanum fyrstu þrjátíu sekúndurnar og hefur svo góða uppbyggingu eftir það.“ Måns mun koma fram á úrslitakvöldinu. Þótt áhorfendur skipti ekki milljónum segist hann alltaf vera svolítið taugatrekktur áður en hann kemur fram. „Já, ég verð enn svolítið trekktur á taugum nokkrum mínútum áður en ég fer á svið. En stressið kemur adrenalíninu af stað sem verður að góðri einbeitingu og orku,“ segir hann. Hann fór á Búðir og ferðaðist um Suðurland í vikunni. „Ég er mjög spenntur fyrir íslenskri náttúru enda átti ég einu sinni íslenska kærustu sem sagði mér frá fegurðinni hér.“ Ekki síður er hann spenntur fyrir reykvísku næturlífi sem hann hefur heyrt látið vel af. „Ég ætla auðvitað að skella mér út á lífið,“ segir hann og segist hlakka til. Eurovision Næturlíf Reykjavík Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira
Måns Zelmerlöw tryggði Svíum sigur árið 2015 með laginu Heroes. Svíar hafa verið sigursælir í keppninni og Måns þakkar það góðri undankeppni í Svíþjóð. „Keppnin er stór og vönduð, það taka hátt í þrjátíu atriði þátt og sían er mikil,“ segir hann. „En svo hafa Svíar nú reyndar líka átt mögur ár,“ segir hann. Í Svíþjóð eru margir svekktir yfir því að Eurovision-stjarnan Loreen hafi ekki komist upp úr undankeppninni í ár. „Það er svolítill skandall, það er alveg rétt og mér fannst hún standa sig vel. Atriðið var stórfenglegt, en líklega var lagið ekki nógu grípandi.“ Hvaða eiginleikum þarf sigurstranglegur keppandi að búa yfir að mati Måns? „Fyrst og fremst þarftu að elska þessa keppni. Að standa á sviðinu í Vín var til að mynda stórfengleg reynsla fyrir mig. Sem listamaður verður þú sumsé að bera virðingu fyrir og elska þessa keppni. Síðan þarftu auðvitað lag sem rígheldur hlustandanum fyrstu þrjátíu sekúndurnar og hefur svo góða uppbyggingu eftir það.“ Måns mun koma fram á úrslitakvöldinu. Þótt áhorfendur skipti ekki milljónum segist hann alltaf vera svolítið taugatrekktur áður en hann kemur fram. „Já, ég verð enn svolítið trekktur á taugum nokkrum mínútum áður en ég fer á svið. En stressið kemur adrenalíninu af stað sem verður að góðri einbeitingu og orku,“ segir hann. Hann fór á Búðir og ferðaðist um Suðurland í vikunni. „Ég er mjög spenntur fyrir íslenskri náttúru enda átti ég einu sinni íslenska kærustu sem sagði mér frá fegurðinni hér.“ Ekki síður er hann spenntur fyrir reykvísku næturlífi sem hann hefur heyrt látið vel af. „Ég ætla auðvitað að skella mér út á lífið,“ segir hann og segist hlakka til.
Eurovision Næturlíf Reykjavík Mest lesið Einhleypan: Væri til í steik og rautt með Blö-strákunum Makamál Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Lífið Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Lífið Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Lífið Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Lífið Bríet, Valdimar og Elín Hall meðal hæstu styrkhafa Tónlist Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Lífið Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp Lífið Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Lífið Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Lífið Fleiri fréttir Eldar í Hollywood: Hneyksla sig á tryggingum, leigu og launum Stjörnulífið: Framlengdi jólin í Paradís og stórafmæli á Tenerife Fjölbreyttar leiðir til að fara inn í nýtt ár Fjölmenni í fimmtugsafmæli Ásgeirs Kolbeins á Tenerife Krakkatían: Sólskin, dýr og gönguleiðir Bjargvætturinn birtist óvænt og Hilmar brast í grát Þefaði ómvölurnar uppi í snjónum Valgeir afhenti Ingu textabrot úr laginu Sigurjón digri Dóttir Hólmfríðar og Jóhanns Bergs komin með nafn Kveður samfélagsmiðla fyrir fullt og allt Fréttatía vikunnar: Fuglaflensa, Facebook og fjöldi Skilnaður eftir tuttugu ára samband Með þvottaklemmu á sér í beinni frá eldunum Bönnuð innan 12 af ástæðu Óvæntur glaðningur í veggjunum Glæsihús í Kópavogi með stórbrotnu útsýni Frumsýning á Vísi: Hafa aldrei gengið eins langt og í Alheimsdraumnum Heimili Hanks rétt slapp Tíu góð andlitskrem í vetrarkuldann Heitustu trendin árið 2025 Tónlistarhátíðin Xjazz snýr aftur í Iðnó um helgina Tóku sögufrægt 340 fermetra einbýli við Bergstaðastræti í gegn Þjóðin mætt að hreyfa sig og mömmurnar eru ekki skildar eftir út undan Harmleikur í Hollywood: Hús fræga fólksins fuðra upp „Veganismi er hvergi skilgreindur sem fullkomnun eða ekkert“ Dóttir Anítu Briem og Hafþórs komin með nafn Gott að sakna en verðum að hugsa í núinu Allt búið hjá Austin og Kaiu Hefur grátið óteljandi tárum yfir missinum Aron Can og fjölskylda í draumkenndu fríi Sjá meira