Spenntur fyrir næturlífinu 11. mars 2017 15:00 "Fyrst og fremst þarftu að elska þessa keppni. Að standa á sviðinu í Vín var til að mynda stórfengleg reynsla fyrir mig.“ visir/Eyþór Måns Zelmerlöw tryggði Svíum sigur árið 2015 með laginu Heroes. Svíar hafa verið sigursælir í keppninni og Måns þakkar það góðri undankeppni í Svíþjóð. „Keppnin er stór og vönduð, það taka hátt í þrjátíu atriði þátt og sían er mikil,“ segir hann. „En svo hafa Svíar nú reyndar líka átt mögur ár,“ segir hann. Í Svíþjóð eru margir svekktir yfir því að Eurovision-stjarnan Loreen hafi ekki komist upp úr undankeppninni í ár. „Það er svolítill skandall, það er alveg rétt og mér fannst hún standa sig vel. Atriðið var stórfenglegt, en líklega var lagið ekki nógu grípandi.“ Hvaða eiginleikum þarf sigurstranglegur keppandi að búa yfir að mati Måns? „Fyrst og fremst þarftu að elska þessa keppni. Að standa á sviðinu í Vín var til að mynda stórfengleg reynsla fyrir mig. Sem listamaður verður þú sumsé að bera virðingu fyrir og elska þessa keppni. Síðan þarftu auðvitað lag sem rígheldur hlustandanum fyrstu þrjátíu sekúndurnar og hefur svo góða uppbyggingu eftir það.“ Måns mun koma fram á úrslitakvöldinu. Þótt áhorfendur skipti ekki milljónum segist hann alltaf vera svolítið taugatrekktur áður en hann kemur fram. „Já, ég verð enn svolítið trekktur á taugum nokkrum mínútum áður en ég fer á svið. En stressið kemur adrenalíninu af stað sem verður að góðri einbeitingu og orku,“ segir hann. Hann fór á Búðir og ferðaðist um Suðurland í vikunni. „Ég er mjög spenntur fyrir íslenskri náttúru enda átti ég einu sinni íslenska kærustu sem sagði mér frá fegurðinni hér.“ Ekki síður er hann spenntur fyrir reykvísku næturlífi sem hann hefur heyrt látið vel af. „Ég ætla auðvitað að skella mér út á lífið,“ segir hann og segist hlakka til. Eurovision Næturlíf Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Sjá meira
Måns Zelmerlöw tryggði Svíum sigur árið 2015 með laginu Heroes. Svíar hafa verið sigursælir í keppninni og Måns þakkar það góðri undankeppni í Svíþjóð. „Keppnin er stór og vönduð, það taka hátt í þrjátíu atriði þátt og sían er mikil,“ segir hann. „En svo hafa Svíar nú reyndar líka átt mögur ár,“ segir hann. Í Svíþjóð eru margir svekktir yfir því að Eurovision-stjarnan Loreen hafi ekki komist upp úr undankeppninni í ár. „Það er svolítill skandall, það er alveg rétt og mér fannst hún standa sig vel. Atriðið var stórfenglegt, en líklega var lagið ekki nógu grípandi.“ Hvaða eiginleikum þarf sigurstranglegur keppandi að búa yfir að mati Måns? „Fyrst og fremst þarftu að elska þessa keppni. Að standa á sviðinu í Vín var til að mynda stórfengleg reynsla fyrir mig. Sem listamaður verður þú sumsé að bera virðingu fyrir og elska þessa keppni. Síðan þarftu auðvitað lag sem rígheldur hlustandanum fyrstu þrjátíu sekúndurnar og hefur svo góða uppbyggingu eftir það.“ Måns mun koma fram á úrslitakvöldinu. Þótt áhorfendur skipti ekki milljónum segist hann alltaf vera svolítið taugatrekktur áður en hann kemur fram. „Já, ég verð enn svolítið trekktur á taugum nokkrum mínútum áður en ég fer á svið. En stressið kemur adrenalíninu af stað sem verður að góðri einbeitingu og orku,“ segir hann. Hann fór á Búðir og ferðaðist um Suðurland í vikunni. „Ég er mjög spenntur fyrir íslenskri náttúru enda átti ég einu sinni íslenska kærustu sem sagði mér frá fegurðinni hér.“ Ekki síður er hann spenntur fyrir reykvísku næturlífi sem hann hefur heyrt látið vel af. „Ég ætla auðvitað að skella mér út á lífið,“ segir hann og segist hlakka til.
Eurovision Næturlíf Reykjavík Mest lesið Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Lífið Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Lífið Setja markið á 29. sætið Lífið Gurrý selur slotið Lífið Einar og Milla eiga von á barni Lífið Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Lífið Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Lífið Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Lífið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Fleiri fréttir Svona skiptust atkvæðin í Söngvakeppninni í heild sinni Gurrý selur slotið Blöskrar tíminn sem þingmenn verja í tappatuð og gallabuxur Allskonar trix til að spara mikla fjármuni Segir galið að vara við kjöti en ekki sælgæti Stjörnulífið: Skvísupartý, konudagurinn og Söngvakeppnin Minnast Árna Grétars á maraþon-minningartónleikum Setja markið á 29. sætið Einar og Milla eiga von á barni Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lærði mikið af öllu hatrinu Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir Sjá meira