„Einhverjir eru að fara að fá góða bónusa þökk sé ríkisstjórn Íslands“ Birgir Olgeirsson skrifar 13. mars 2017 13:32 „Einhverjir eru að fara að fá góða bónusa þökk sé ríkisstjórn Íslands,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni þar sem hann birtir hugleiðingu um afnám hafta. Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með morgundeginum. Samhliða afnámi hafta á innlenda aðila hefur stærsti hluti vanda sem stafað hefur af svokallaðri snjóhengju aflandskróna verið leystur með samkomulagi Seðlabanka Íslands við eigendur krónanna. Sigmundur Davíð segir að það eigi til að gleymast í umræðunni um aflandskrónurnar að vogunarsjóðirnir keyptu þær í flestu tilfellum á verulegum afslætti af þeim sem urðu fyrir tjóninu við fall bankakerfisins. „Ég spurðist fyrir um hvert meðalkaupverðið hefði verið hjá þeim. Eftir því sem næst verður komist fengu þeir líklega um 240 aflandskrónur fyrir evruna,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir aflandskrónur nema hátt í 200 milljörðum króna samkvæmt Seðlabanka Íslands og þar af hafi hið svokallaða New York-samkomulag stjórnvalda snúist um 90 milljarða króna. „Á genginu 240 kostuðu 90 milljarðarnir sjóðina 375 milljónir evra. Nú kaupir ríkið þessar sömu krónur á 655 milljónir evra sem bætast við vextina sem sjóðirnir voru búnir að fá,“ segir Sigmundur og telur nokkuð víst að einhverjir muni fá góða bónusa þökk sé ríkisstjórn Íslands. „Ríkisstjórn sem hefur efni á að fjármagna bónusgreiðslur í New York og London (og í Reykjavík) hlýtur að geta endurnýjað lækningartæki, rétt hlut eldriborgara, fækkað einbreiðum brúm, klárað Dettifossveg, Berufjarðarbotn, Vestfjarðaveg, ljósleiðaravæðinguna,“ segir Sigmundur. Tengdar fréttir Jóhannes útskýrari ókátur á kantinum Jóhannes Þór Skúlason gagnrýnir samkomulag við aflandskrónueigendur harðlega. 13. mars 2017 10:37 Stjórnvöld verði að halda vel á spilunum eftir afnám hafta Almenn jákvæðni ríkir gagnvart afnámi hafta. 13. mars 2017 12:51 Afnám hafta gefur lífeyrissjóðunum frjálsar hendur Framkvæmdastjórar lífeyrissjóða fagna afnámi hafta en efast um að sjóðirnir rjúki til. 13. mars 2017 06:00 Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Gjaldeyrishöftin verða á bak og brott á morgun. 13. mars 2017 06:00 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
„Einhverjir eru að fara að fá góða bónusa þökk sé ríkisstjórn Íslands,“ segir Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, þingmaður Framsóknarflokksins, á Facebook-síðu sinni þar sem hann birtir hugleiðingu um afnám hafta. Gjaldeyrishöft á einstaklinga, fyrirtæki og lífeyrissjóði verða afnumin að fullu frá og með morgundeginum. Samhliða afnámi hafta á innlenda aðila hefur stærsti hluti vanda sem stafað hefur af svokallaðri snjóhengju aflandskróna verið leystur með samkomulagi Seðlabanka Íslands við eigendur krónanna. Sigmundur Davíð segir að það eigi til að gleymast í umræðunni um aflandskrónurnar að vogunarsjóðirnir keyptu þær í flestu tilfellum á verulegum afslætti af þeim sem urðu fyrir tjóninu við fall bankakerfisins. „Ég spurðist fyrir um hvert meðalkaupverðið hefði verið hjá þeim. Eftir því sem næst verður komist fengu þeir líklega um 240 aflandskrónur fyrir evruna,“ segir Sigmundur Davíð. Hann segir aflandskrónur nema hátt í 200 milljörðum króna samkvæmt Seðlabanka Íslands og þar af hafi hið svokallaða New York-samkomulag stjórnvalda snúist um 90 milljarða króna. „Á genginu 240 kostuðu 90 milljarðarnir sjóðina 375 milljónir evra. Nú kaupir ríkið þessar sömu krónur á 655 milljónir evra sem bætast við vextina sem sjóðirnir voru búnir að fá,“ segir Sigmundur og telur nokkuð víst að einhverjir muni fá góða bónusa þökk sé ríkisstjórn Íslands. „Ríkisstjórn sem hefur efni á að fjármagna bónusgreiðslur í New York og London (og í Reykjavík) hlýtur að geta endurnýjað lækningartæki, rétt hlut eldriborgara, fækkað einbreiðum brúm, klárað Dettifossveg, Berufjarðarbotn, Vestfjarðaveg, ljósleiðaravæðinguna,“ segir Sigmundur.
Tengdar fréttir Jóhannes útskýrari ókátur á kantinum Jóhannes Þór Skúlason gagnrýnir samkomulag við aflandskrónueigendur harðlega. 13. mars 2017 10:37 Stjórnvöld verði að halda vel á spilunum eftir afnám hafta Almenn jákvæðni ríkir gagnvart afnámi hafta. 13. mars 2017 12:51 Afnám hafta gefur lífeyrissjóðunum frjálsar hendur Framkvæmdastjórar lífeyrissjóða fagna afnámi hafta en efast um að sjóðirnir rjúki til. 13. mars 2017 06:00 Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Gjaldeyrishöftin verða á bak og brott á morgun. 13. mars 2017 06:00 Mest lesið Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Innlent Fannst lifandi í kistu í líkbrennslu Erlent Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Innlent Barnaverndarmál vekur umræður um óhefðbundinn lífstíl Erlent Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Innlent Ítalski baróninn lagði landeigendur Innlent Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innlent Tillögurnar taka breytingum og telja nú nítján atriði í stað 28 Erlent Franski fjar-hægrimaðurinn mælist sigurstranglegastur Erlent Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Innlent Fleiri fréttir Vonbrigði með Norðurál og aðför að fjölmiðlafrelsi Ítalski baróninn lagði landeigendur Sendi yfirvöldum undirskriftir vegna Fjarðarheiðarganga Noti heimilistæki, millifærslur og Alexu til að áreita og beita ofbeldi Þúsundir barna á „alræmdum“ biðlistum í brotnu kerfi Upplifa sig líkt og strandaglópa innan eigin hverfis Óttast hópuppsögn sem samsvarar sextán þúsund höfuðborgarbúum Dæmi um að íslenskir áhrifavaldar mæli með fæðingu án aðstoðar Sjúkrahúsið geti ekki sinnt lögbundinni skyldu Lögreglan fylgdist með grunnskólum Stórhættuleg eiturlyf flæða til landsins í sögulegu magni Innflutningur á stórhættulegu efni eykst og gremja vegna bílastæða Símtalið hafi verið ábyrgðarlaust og óraunhæft Vilja koma á fót nýrri stofnun fyrir fólk sem þarf að sæta öryggisráðstöfunum Reistu vörðu til minningar um Sigurð Kristófer við slysstað Svakalegur lax á Snæfellsnesi „Við verðum að hafa þetta betur niðurnjörvað“ Pétur hættur sem forstjóri Reykjalundar Furðar sig á kröfu Fjölmiðlanefndar: „Ég er bara lobbíisti eigin skoðana“ Allir bílarnir ónýtir og mildi að ekki fór verr Æ fleiri falla fyrir svikum úr enn fleiri áttum Hópslys í hálkunni og netsvindlarar sækja í sig veðrið Var tilbúinn að taka hálsæð Kourani í sundur með lykli Mótorkrossiðkun barna sé í uppnámi vegna vörugjalda Lést í brúðkaupsferð á Íslandi Minnst 49 arnarungar komust á legg í sumar Drónar, buggy- og snjóbíll nýttust við björgun göngufólks Líkamsárásir og grunur um íkveikju í kjallara Allt að átta stiga frost og él á stöku stað Sumarævintýri íslenskrar stúlku á Ítalíu breyttist í martröð Sjá meira
Jóhannes útskýrari ókátur á kantinum Jóhannes Þór Skúlason gagnrýnir samkomulag við aflandskrónueigendur harðlega. 13. mars 2017 10:37
Stjórnvöld verði að halda vel á spilunum eftir afnám hafta Almenn jákvæðni ríkir gagnvart afnámi hafta. 13. mars 2017 12:51
Afnám hafta gefur lífeyrissjóðunum frjálsar hendur Framkvæmdastjórar lífeyrissjóða fagna afnámi hafta en efast um að sjóðirnir rjúki til. 13. mars 2017 06:00
Sérfræðingar segja gengissveiflur ólíklegar eftir afnám hafta Gjaldeyrishöftin verða á bak og brott á morgun. 13. mars 2017 06:00