Dánaraðstoð: Rétt skal vera rétt Ingrid Kuhlman og Sylviane Lecoultre skrifar 16. mars 2017 07:00 Í byrjun febrúar birtust greinar í Fréttablaðinu um „líknardeyðingu“ eins og Björn Einarsson öldrunarlæknir á Landakoti-LSH kallar dánaraðstoð. Björn fer ekki með rétt mál og viljum við því leiðrétta hann með þessari grein. Undirritaðar hafa báðar reynslu af dánaraðstoð, annars vegar í Hollandi og hins vegar í Sviss og er markmið greinarinnar að viðhalda upplýstri umræðu um dánaraðstoð, sem er eitt af markmiðum Lífsvirðingar, nýstofnaðs félags um dánaraðstoð. Líknarmeðferð Björn lýsir hvernig líknarmeðferð er beitt og segir að þó að ásetningurinn sé ekki að stytta líf sjúklings séu engin takmörk á því hvað má gefa mikið af lyfjum, og þar af leiðandi kunni líknarmeðferð að stytta líf sjúklings. Læknaeiðurinn er oft notaður sem rök gegn dánaraðstoð en þar sem dánaraðstoð á sér stað innan ramma líknandi meðferðar eiga þessi rök ekki við. Dánaraðstoð í Hollandi Björn fullyrðir ranglega að tveir læknar þurfi að staðfesta að sjúklingur sé dauðvona. Hið rétta er að læknirinn þarf að vera sannfærður um að þjáning sjúklingsins sé viðvarandi og óbærileg. Auk líkamlegrar þjáningar getur verið um að ræða andlega þjáningu eða þjáningu vegna mjög svo skertra lífsgæða. Björn fullyrðir ranglega að sjúkdómsgreining þurfi ekki lengur að liggja fyrir. Aðeins læknir má veita dánaraðstoð í Hollandi og er ákvörðunin ávallt byggð á sjúkdómsgreiningu. Samkvæmt hollensku lögunum má ekki þvinga lækna til að veita dánaraðstoð, þeir hafa ótvíræðan rétt til að neita. Sjúklingur á heldur ekki rétt á dánaraðstoð; hann á aðeins rétt á að biðja um dánaraðstoð. Ekki er því tilefni til að hafa áhyggjur af því að það sé verið að skylda lækna til að veita dánaraðstoð, eins og Björn heldur ranglega fram. Dánaraðstoð í Sviss Björn fullyrðir ranglega að læknir komi ekki að ákvörðun um aðstoð við sjálfsvíg í Sviss. Hjá Dignitas er ávallt leitað álits lækna. Sjúklingur er krafinn um upplýsingar um þróun sjúkdómsins, meðhöndlun hans og hver staðan er þegar sótt er um dánaraðstoð. Því fer fjarri að hver sem er geti óskað eftir aðstoð við sjálfsvíg í Sviss. Björn fullyrðir ranglega að frískur eiginmaður hafi fengið að fylgja konu sinni í dauðann. Árið 2009 fékk eiginmaður konu með ólæknandi krabbamein í brisi og lifur aðstoð við sjálfsvíg. Þó að eiginmaðurinn hafi ekki verið með ólæknandi sjúkdóm var hann blindur, að verða heyrnarlaus og fullkomlega háður konu sinni eftir að heilsu hans hrakaði eftir mjaðmaliðaskipti. Það er einnig rangt hjá Birni að ekki verði af aðstoð við sjálfsvíg ef sjúklingur getur ekki drukkið lyfjablönduna. Hann getur sjálfur sprautað vökvann í sondu eða fengið fjarstýringu til þess. Fullyrðingar Björns um reiði, sársauka og höfnun fjölskyldu eiga sennilega við rök að styðjast ef einstaklingur hefur ekki rætt dánaraðstoðina opinskátt við nánustu aðstandendur. Það heyrir hins vegar til undantekninga að fólk geri þetta án vitundar ættingja. Læknar leggja áhersla á þátttöku aðstandenda og eiga við þá samtal. Ákvörðun um dánaraðstoð veldur aðstandendum ekki viðbótarþjáningu, eins og Björn heldur fram, heldur líta flestir á hana sem kærleiksverk enda er um að ræða dýpstu ósk einstaklingsins um að fá að deyja með sæmd, í faðmi fjölskyldunnar. Íslensk lög heimila ekki dánaraðstoð þó að hún sé veitt. Á Íslandi eins og í öðrum löndum er fólk sem líður óbærilegar kvalir þar sem engin skynsöm lausn er í boði. Læknar á Íslandi geta illa komið til móts við dánarósk sjúklinga án þess að brjóta lögin. Það er kominn tími á að breyta lögunum til samræmis við það sem best gerist í heiminum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Dánaraðstoð Ingrid Kuhlman Mest lesið Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun Halldór 10.05.2025 Halldór Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson Skoðun Skoðun Skoðun Úlfar sem forðast sól! Jóna Guðbjörg Árnadóttir skrifar Skoðun Aldrei aftur Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Tala ekki um lokamarkmiðið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hver á auðlindir Íslands? – Kallar á nýja og skýra löggjöf Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Þétting í þágu hverra? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar Skoðun POTS er ekki tískubylgja Hanna Birna Valdimarsdóttir,Hugrún Vignisdóttir skrifar Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Ægir Örn Arnarson skrifar Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun 75 ár af evrópskri samheldni og samvinnu Clara Ganslandt skrifar Skoðun Sigurður Ingi í mikilli mótsögn við sjálfan sig! Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Vetrarvirkjanir Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Yfirgnæfandi meirihluti vill þjóðaratkvæði Jón Steindór Valdimarsson skrifar Skoðun Smábátar eru framtíðin, segir David Attenborough Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda mun skila sér í bættum innviðum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar Skoðun Börn innan seilingar Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Hallarekstur í Hafnarfirði Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Hvers konar Evrópuríki viljum við vera? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Orðskrípið sem bjarga á veiðigjaldinu Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli tvö: Eiskrandi kröfur Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Palestína er að verja sig, ekki öfugt Stefán Guðbrandsson skrifar Skoðun Óvandaður og einhliða fréttaflutningur RÚV af stríðinu á Gaza Birgir Finnsson skrifar Skoðun Lýðræði á ystu nöf: Hver er afstaða unga fólksins? Jonas Hammer skrifar Skoðun Hvað ef ég hjóla bara í vinnuna? Eiríkur Búi Halldórsson skrifar Sjá meira
Í byrjun febrúar birtust greinar í Fréttablaðinu um „líknardeyðingu“ eins og Björn Einarsson öldrunarlæknir á Landakoti-LSH kallar dánaraðstoð. Björn fer ekki með rétt mál og viljum við því leiðrétta hann með þessari grein. Undirritaðar hafa báðar reynslu af dánaraðstoð, annars vegar í Hollandi og hins vegar í Sviss og er markmið greinarinnar að viðhalda upplýstri umræðu um dánaraðstoð, sem er eitt af markmiðum Lífsvirðingar, nýstofnaðs félags um dánaraðstoð. Líknarmeðferð Björn lýsir hvernig líknarmeðferð er beitt og segir að þó að ásetningurinn sé ekki að stytta líf sjúklings séu engin takmörk á því hvað má gefa mikið af lyfjum, og þar af leiðandi kunni líknarmeðferð að stytta líf sjúklings. Læknaeiðurinn er oft notaður sem rök gegn dánaraðstoð en þar sem dánaraðstoð á sér stað innan ramma líknandi meðferðar eiga þessi rök ekki við. Dánaraðstoð í Hollandi Björn fullyrðir ranglega að tveir læknar þurfi að staðfesta að sjúklingur sé dauðvona. Hið rétta er að læknirinn þarf að vera sannfærður um að þjáning sjúklingsins sé viðvarandi og óbærileg. Auk líkamlegrar þjáningar getur verið um að ræða andlega þjáningu eða þjáningu vegna mjög svo skertra lífsgæða. Björn fullyrðir ranglega að sjúkdómsgreining þurfi ekki lengur að liggja fyrir. Aðeins læknir má veita dánaraðstoð í Hollandi og er ákvörðunin ávallt byggð á sjúkdómsgreiningu. Samkvæmt hollensku lögunum má ekki þvinga lækna til að veita dánaraðstoð, þeir hafa ótvíræðan rétt til að neita. Sjúklingur á heldur ekki rétt á dánaraðstoð; hann á aðeins rétt á að biðja um dánaraðstoð. Ekki er því tilefni til að hafa áhyggjur af því að það sé verið að skylda lækna til að veita dánaraðstoð, eins og Björn heldur ranglega fram. Dánaraðstoð í Sviss Björn fullyrðir ranglega að læknir komi ekki að ákvörðun um aðstoð við sjálfsvíg í Sviss. Hjá Dignitas er ávallt leitað álits lækna. Sjúklingur er krafinn um upplýsingar um þróun sjúkdómsins, meðhöndlun hans og hver staðan er þegar sótt er um dánaraðstoð. Því fer fjarri að hver sem er geti óskað eftir aðstoð við sjálfsvíg í Sviss. Björn fullyrðir ranglega að frískur eiginmaður hafi fengið að fylgja konu sinni í dauðann. Árið 2009 fékk eiginmaður konu með ólæknandi krabbamein í brisi og lifur aðstoð við sjálfsvíg. Þó að eiginmaðurinn hafi ekki verið með ólæknandi sjúkdóm var hann blindur, að verða heyrnarlaus og fullkomlega háður konu sinni eftir að heilsu hans hrakaði eftir mjaðmaliðaskipti. Það er einnig rangt hjá Birni að ekki verði af aðstoð við sjálfsvíg ef sjúklingur getur ekki drukkið lyfjablönduna. Hann getur sjálfur sprautað vökvann í sondu eða fengið fjarstýringu til þess. Fullyrðingar Björns um reiði, sársauka og höfnun fjölskyldu eiga sennilega við rök að styðjast ef einstaklingur hefur ekki rætt dánaraðstoðina opinskátt við nánustu aðstandendur. Það heyrir hins vegar til undantekninga að fólk geri þetta án vitundar ættingja. Læknar leggja áhersla á þátttöku aðstandenda og eiga við þá samtal. Ákvörðun um dánaraðstoð veldur aðstandendum ekki viðbótarþjáningu, eins og Björn heldur fram, heldur líta flestir á hana sem kærleiksverk enda er um að ræða dýpstu ósk einstaklingsins um að fá að deyja með sæmd, í faðmi fjölskyldunnar. Íslensk lög heimila ekki dánaraðstoð þó að hún sé veitt. Á Íslandi eins og í öðrum löndum er fólk sem líður óbærilegar kvalir þar sem engin skynsöm lausn er í boði. Læknar á Íslandi geta illa komið til móts við dánarósk sjúklinga án þess að brjóta lögin. Það er kominn tími á að breyta lögunum til samræmis við það sem best gerist í heiminum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun
Skoðun Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason skrifar
Skoðun Er niðurstaðan einstök? Ársreikningur Hveragerðisbæjar 2024 Friðrik Sigurbjörnsson,Eyþór H. Ólafsson skrifar
Skoðun Loftslagsaðgerðir eru forsenda velsældar til framtíðar – ekki valkostur: Svargrein við niðurstöðum rannsóknar sem kynnt var á Velsældarþingi í gær Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Afsökunarbeiðni til fyrri kynslóða – og þeirra sem erfa munu landið Arnar Þór Jónsson skrifar
Skoðun Hvað er verið að leiðrétta? Gabríel Ingimarsson,Sverrir Páll Einarsson,Alexander Hauksson,Ingvar Þóroddsson,María Ellen Steingrimsdóttir,Oddgeir Páll Georgsson,Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar
Skoðun Efnahagslegur hagvöxtur þýðir ekki endilega samfélagslegur hagvöxtur Davíð Routley skrifar
Skoðun Túlkun er ekkert að fara – en hvað ætlum við að gera með hana? Birna Ragnheiðardóttir Imsland skrifar
Flokkar sem telja almenning of vitlausan til að vita hvað sé sér fyrir bestu Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Til hvers þá að segja satt? Pólitískt baktjaldamakk og upplýsingafölsun í Suðurnesjabæ Ari Gylfason Skoðun