Hollenska veikin Þorbjörn Þórðarson skrifar 16. mars 2017 07:00 Á síðari hluta sjötta áratugar 20. aldar fundust miklar gasauðlindir innan efnahagslögsögu hollenska ríkisins. Í kjölfarið var hafist handa við að vinna verðmæti úr þessum auðlindum og árin eftir það stórjukust útflutningstekjur Hollands með tilheyrandi styrkingu fyrir hollenska gyllinið. Þessi mikla gengisstyrking bitnaði illa á öðrum útflutningsgreinum Hollands og hugtakið „hollenska veikin“ hefur síðan þá verið notað til að lýsa því þegar uppgötvun nýrra auðlinda og aukinn útflutningur hækkar raungengi gjaldmiðla og skaðar aðrar atvinnugreinar sem byggja á útflutningi. Mikil gengisstyrking íslensku krónunnar að undanförnu hefur verið sett í samhengi við vöxt ferðaþjónustunnar. Menn greinir á um nákvæmlega hversu stóran hluta gengisstyrkingarinnar má rekja til ferðaþjónustu. Ekki verður hins vegar séð að annar undirliggjandi þáttur vegi jafn þungt. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Arion banka, velti upp þeirri spurningu á málþingi um sveitarfélög og ferðaþjónustu hinn 3. mars síðastliðinn hvort erlendir ferðamenn hefðu komið með hollensku veikina til landsins. Þetta er réttmæt spurning. Er ekki ferðaþjónustan búin að vaxa það hratt og styrkja íslensku krónuna það mikið að það er farið að bitna á öðrum útflutningsgreinum? Og mun þetta lúxusvandamál ekki á endanum bitna illa á ferðaþjónustunni sjálfri? Ef stjórnvöld hafa raunverulegar áhyggjur af of mikilli styrkingu krónunnar er eðlilegt að skoðaðar verði leiðir til að hafa áhrif á gengið. Ein leið væri lækkun vaxta. Seðlabanki Íslands er sjálfstæður að lögum og óbundinn af kröfum og tilmælum annarra stjórnvalda. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í gær að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir Seðlabankans verða því áfram fimm prósent. Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi samkvæmt lögunum um bankann. Verðbólga á Íslandi hefur verið undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði í 36 mánuði samfleytt. Að þessu sögðu fær peningastefnunefnd Seðlabankans að njóta vafans um hvort ákvörðun gærdagsins hafi verið rétt. Önnur leið til að hafa taumhald á styrkingu krónunnar gæti falist í því að stýra eða takmarka með einhverjum hætti fjölgun ferðamanna hingað til lands. Flestir eru hins vegar sammála um að það sé of víðtækt og óeðlilegt inngrip í atvinnugrein sem er að skapa mikil verðmæti fyrir þjóðarbúið. Þriðja leiðin væri að setja gólf á erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða til að ýta undir fjárfestingar þeirra erlendis. Meðan vaxtastig á Íslandi er jafn hátt og raun ber vitni hafa lífeyrissjóðir ekki sama hvata til að fjárfesta í útlöndum. Lífeyrissjóðir þurfa að byggja upp eignasöfn sín erlendis til að hífa upp hlutfall gjaldeyriseigna. Með því að setja einhvers konar gólf á fjárfestingar þeirra í útlöndum væri hægt að slá tvær flugur í einu höggi. Það væri hægt að hraða uppbyggingu gjaldeyriseigna og hafa taumhald á styrkingu krónunnar. Það myndi síðan milda áhrifin af hollensku veikinni.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þorbjörn Þórðarson Mest lesið Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Úr neðsta helvíti Dantes Móheiður Hlíf Geirlaugsdóttir Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Ertu að kjósa gegn þínum hagsmunum? Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Viðkvæmni fyrir gríni? Halldór Auðar Svansson Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun
Á síðari hluta sjötta áratugar 20. aldar fundust miklar gasauðlindir innan efnahagslögsögu hollenska ríkisins. Í kjölfarið var hafist handa við að vinna verðmæti úr þessum auðlindum og árin eftir það stórjukust útflutningstekjur Hollands með tilheyrandi styrkingu fyrir hollenska gyllinið. Þessi mikla gengisstyrking bitnaði illa á öðrum útflutningsgreinum Hollands og hugtakið „hollenska veikin“ hefur síðan þá verið notað til að lýsa því þegar uppgötvun nýrra auðlinda og aukinn útflutningur hækkar raungengi gjaldmiðla og skaðar aðrar atvinnugreinar sem byggja á útflutningi. Mikil gengisstyrking íslensku krónunnar að undanförnu hefur verið sett í samhengi við vöxt ferðaþjónustunnar. Menn greinir á um nákvæmlega hversu stóran hluta gengisstyrkingarinnar má rekja til ferðaþjónustu. Ekki verður hins vegar séð að annar undirliggjandi þáttur vegi jafn þungt. Konráð S. Guðjónsson, hagfræðingur hjá Arion banka, velti upp þeirri spurningu á málþingi um sveitarfélög og ferðaþjónustu hinn 3. mars síðastliðinn hvort erlendir ferðamenn hefðu komið með hollensku veikina til landsins. Þetta er réttmæt spurning. Er ekki ferðaþjónustan búin að vaxa það hratt og styrkja íslensku krónuna það mikið að það er farið að bitna á öðrum útflutningsgreinum? Og mun þetta lúxusvandamál ekki á endanum bitna illa á ferðaþjónustunni sjálfri? Ef stjórnvöld hafa raunverulegar áhyggjur af of mikilli styrkingu krónunnar er eðlilegt að skoðaðar verði leiðir til að hafa áhrif á gengið. Ein leið væri lækkun vaxta. Seðlabanki Íslands er sjálfstæður að lögum og óbundinn af kröfum og tilmælum annarra stjórnvalda. Peningastefnunefnd Seðlabankans ákvað í gær að halda vöxtum bankans óbreyttum. Meginvextir Seðlabankans verða því áfram fimm prósent. Meginmarkmið Seðlabanka Íslands er að stuðla að stöðugu verðlagi samkvæmt lögunum um bankann. Verðbólga á Íslandi hefur verið undir 2,5 prósenta verðbólgumarkmiði í 36 mánuði samfleytt. Að þessu sögðu fær peningastefnunefnd Seðlabankans að njóta vafans um hvort ákvörðun gærdagsins hafi verið rétt. Önnur leið til að hafa taumhald á styrkingu krónunnar gæti falist í því að stýra eða takmarka með einhverjum hætti fjölgun ferðamanna hingað til lands. Flestir eru hins vegar sammála um að það sé of víðtækt og óeðlilegt inngrip í atvinnugrein sem er að skapa mikil verðmæti fyrir þjóðarbúið. Þriðja leiðin væri að setja gólf á erlendar fjárfestingar lífeyrissjóða til að ýta undir fjárfestingar þeirra erlendis. Meðan vaxtastig á Íslandi er jafn hátt og raun ber vitni hafa lífeyrissjóðir ekki sama hvata til að fjárfesta í útlöndum. Lífeyrissjóðir þurfa að byggja upp eignasöfn sín erlendis til að hífa upp hlutfall gjaldeyriseigna. Með því að setja einhvers konar gólf á fjárfestingar þeirra í útlöndum væri hægt að slá tvær flugur í einu höggi. Það væri hægt að hraða uppbyggingu gjaldeyriseigna og hafa taumhald á styrkingu krónunnar. Það myndi síðan milda áhrifin af hollensku veikinni.Leiðarinn birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun