Staða barna í Sýrlandi aldrei verri en nú Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2017 22:34 Lítil stúlka í Aleppó. vísir/getty Sex ár eru í dag liðin frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst en upphaf hennar má rekja til mótmæla gegn forseta Sýrlands, Bashar al-Assad, þann 15. mars 2011. Enn sér ekki fyrir endann á styrjöldinni sem hefur haft vægast hræðilegar afleiðingar þar sem meira en 450 þúsund Sýrlendingar hafa týnt lífi, meira en milljón hefur særst í átökunum og meira en helmingur íbúa Sýrlands hefur þurft að leggja á flótta. Ríkisstjórn Assad svaraði mótmælunum sem hófust í mars 2011 með hörku þar sem hundruð mótmælenda voru myrtir og fjöldi annarra voru handteknir. Í júlí sama ár hófst svo vopnuð uppreisn nokkurra hermanna úr sýrlenska hernum. Sá hópur sem farið hefur hvað verst út úr stríðinu eru sýrlensk börn en staða barna hefur aldrei verið verri en nú, sex árum eftir að stríðið hófst. Í frétt á vef UNICEF á Íslandi segir að sex milljónir barna þurfi nú á mannúðaraðstoð að halda vegna styrjaldarinnar en það er tólf sinnum meira en árið 2012. Milljónir barna hafa þurft að flýja heimili sín, oft á tíðum ein síns liðs, en dæmi eru um börn sem hafa hrakist á milli allt að sjö mismunandi staða. UNICEF gaf í dag út lag sem heitir á ensku Heartbeat eða „Hjartsláttur.“ Lagið er eftir Zade Dirane og er flutt af 10 ára gamalli blindri stúlku sem er á flótta í Sýrlandi. Myndbandið við lagið var tekið upp á stöðum víðs vegar um Sýrland sem eru rústir einar vegna stríðsins. Þá eru öll börnin sem koma fram í myndbandinu á flótta og taka þátt í verkefnum á vegum UNICEF þar sem þau fá sálrænan stuðning. Myndbandið má sjá hér að neðan. Sýrland Tengdar fréttir Tugir látnir og á annað hundrað særðir eftir sprengjuárásir í Damaskus Sprengjuárásin átti sér stað á rútustöð í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Var árásunum beint að pílagrímsförum úr hópi sjíta múslima. 11. mars 2017 16:02 Vilja fjölga hermönnum enn frekar í Sýrlandi Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum undirbúa að senda þúsund hermenn til Sýrlands til að styðja árásina á Raqqa. 15. mars 2017 18:45 Tvær sjálfsmorðsárásir á sex ára afmæli uppreisnarinnar í Sýrlandi Minnst 25 eru látnir eftir tvær sjálfsmorðsárásir í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. 15. mars 2017 14:03 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Sex ár eru í dag liðin frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst en upphaf hennar má rekja til mótmæla gegn forseta Sýrlands, Bashar al-Assad, þann 15. mars 2011. Enn sér ekki fyrir endann á styrjöldinni sem hefur haft vægast hræðilegar afleiðingar þar sem meira en 450 þúsund Sýrlendingar hafa týnt lífi, meira en milljón hefur særst í átökunum og meira en helmingur íbúa Sýrlands hefur þurft að leggja á flótta. Ríkisstjórn Assad svaraði mótmælunum sem hófust í mars 2011 með hörku þar sem hundruð mótmælenda voru myrtir og fjöldi annarra voru handteknir. Í júlí sama ár hófst svo vopnuð uppreisn nokkurra hermanna úr sýrlenska hernum. Sá hópur sem farið hefur hvað verst út úr stríðinu eru sýrlensk börn en staða barna hefur aldrei verið verri en nú, sex árum eftir að stríðið hófst. Í frétt á vef UNICEF á Íslandi segir að sex milljónir barna þurfi nú á mannúðaraðstoð að halda vegna styrjaldarinnar en það er tólf sinnum meira en árið 2012. Milljónir barna hafa þurft að flýja heimili sín, oft á tíðum ein síns liðs, en dæmi eru um börn sem hafa hrakist á milli allt að sjö mismunandi staða. UNICEF gaf í dag út lag sem heitir á ensku Heartbeat eða „Hjartsláttur.“ Lagið er eftir Zade Dirane og er flutt af 10 ára gamalli blindri stúlku sem er á flótta í Sýrlandi. Myndbandið við lagið var tekið upp á stöðum víðs vegar um Sýrland sem eru rústir einar vegna stríðsins. Þá eru öll börnin sem koma fram í myndbandinu á flótta og taka þátt í verkefnum á vegum UNICEF þar sem þau fá sálrænan stuðning. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Sýrland Tengdar fréttir Tugir látnir og á annað hundrað særðir eftir sprengjuárásir í Damaskus Sprengjuárásin átti sér stað á rútustöð í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Var árásunum beint að pílagrímsförum úr hópi sjíta múslima. 11. mars 2017 16:02 Vilja fjölga hermönnum enn frekar í Sýrlandi Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum undirbúa að senda þúsund hermenn til Sýrlands til að styðja árásina á Raqqa. 15. mars 2017 18:45 Tvær sjálfsmorðsárásir á sex ára afmæli uppreisnarinnar í Sýrlandi Minnst 25 eru látnir eftir tvær sjálfsmorðsárásir í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. 15. mars 2017 14:03 Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Tugir látnir og á annað hundrað særðir eftir sprengjuárásir í Damaskus Sprengjuárásin átti sér stað á rútustöð í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Var árásunum beint að pílagrímsförum úr hópi sjíta múslima. 11. mars 2017 16:02
Vilja fjölga hermönnum enn frekar í Sýrlandi Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum undirbúa að senda þúsund hermenn til Sýrlands til að styðja árásina á Raqqa. 15. mars 2017 18:45
Tvær sjálfsmorðsárásir á sex ára afmæli uppreisnarinnar í Sýrlandi Minnst 25 eru látnir eftir tvær sjálfsmorðsárásir í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. 15. mars 2017 14:03