Staða barna í Sýrlandi aldrei verri en nú Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 15. mars 2017 22:34 Lítil stúlka í Aleppó. vísir/getty Sex ár eru í dag liðin frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst en upphaf hennar má rekja til mótmæla gegn forseta Sýrlands, Bashar al-Assad, þann 15. mars 2011. Enn sér ekki fyrir endann á styrjöldinni sem hefur haft vægast hræðilegar afleiðingar þar sem meira en 450 þúsund Sýrlendingar hafa týnt lífi, meira en milljón hefur særst í átökunum og meira en helmingur íbúa Sýrlands hefur þurft að leggja á flótta. Ríkisstjórn Assad svaraði mótmælunum sem hófust í mars 2011 með hörku þar sem hundruð mótmælenda voru myrtir og fjöldi annarra voru handteknir. Í júlí sama ár hófst svo vopnuð uppreisn nokkurra hermanna úr sýrlenska hernum. Sá hópur sem farið hefur hvað verst út úr stríðinu eru sýrlensk börn en staða barna hefur aldrei verið verri en nú, sex árum eftir að stríðið hófst. Í frétt á vef UNICEF á Íslandi segir að sex milljónir barna þurfi nú á mannúðaraðstoð að halda vegna styrjaldarinnar en það er tólf sinnum meira en árið 2012. Milljónir barna hafa þurft að flýja heimili sín, oft á tíðum ein síns liðs, en dæmi eru um börn sem hafa hrakist á milli allt að sjö mismunandi staða. UNICEF gaf í dag út lag sem heitir á ensku Heartbeat eða „Hjartsláttur.“ Lagið er eftir Zade Dirane og er flutt af 10 ára gamalli blindri stúlku sem er á flótta í Sýrlandi. Myndbandið við lagið var tekið upp á stöðum víðs vegar um Sýrland sem eru rústir einar vegna stríðsins. Þá eru öll börnin sem koma fram í myndbandinu á flótta og taka þátt í verkefnum á vegum UNICEF þar sem þau fá sálrænan stuðning. Myndbandið má sjá hér að neðan. Sýrland Tengdar fréttir Tugir látnir og á annað hundrað særðir eftir sprengjuárásir í Damaskus Sprengjuárásin átti sér stað á rútustöð í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Var árásunum beint að pílagrímsförum úr hópi sjíta múslima. 11. mars 2017 16:02 Vilja fjölga hermönnum enn frekar í Sýrlandi Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum undirbúa að senda þúsund hermenn til Sýrlands til að styðja árásina á Raqqa. 15. mars 2017 18:45 Tvær sjálfsmorðsárásir á sex ára afmæli uppreisnarinnar í Sýrlandi Minnst 25 eru látnir eftir tvær sjálfsmorðsárásir í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. 15. mars 2017 14:03 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Sjá meira
Sex ár eru í dag liðin frá því að borgarastyrjöldin í Sýrlandi hófst en upphaf hennar má rekja til mótmæla gegn forseta Sýrlands, Bashar al-Assad, þann 15. mars 2011. Enn sér ekki fyrir endann á styrjöldinni sem hefur haft vægast hræðilegar afleiðingar þar sem meira en 450 þúsund Sýrlendingar hafa týnt lífi, meira en milljón hefur særst í átökunum og meira en helmingur íbúa Sýrlands hefur þurft að leggja á flótta. Ríkisstjórn Assad svaraði mótmælunum sem hófust í mars 2011 með hörku þar sem hundruð mótmælenda voru myrtir og fjöldi annarra voru handteknir. Í júlí sama ár hófst svo vopnuð uppreisn nokkurra hermanna úr sýrlenska hernum. Sá hópur sem farið hefur hvað verst út úr stríðinu eru sýrlensk börn en staða barna hefur aldrei verið verri en nú, sex árum eftir að stríðið hófst. Í frétt á vef UNICEF á Íslandi segir að sex milljónir barna þurfi nú á mannúðaraðstoð að halda vegna styrjaldarinnar en það er tólf sinnum meira en árið 2012. Milljónir barna hafa þurft að flýja heimili sín, oft á tíðum ein síns liðs, en dæmi eru um börn sem hafa hrakist á milli allt að sjö mismunandi staða. UNICEF gaf í dag út lag sem heitir á ensku Heartbeat eða „Hjartsláttur.“ Lagið er eftir Zade Dirane og er flutt af 10 ára gamalli blindri stúlku sem er á flótta í Sýrlandi. Myndbandið við lagið var tekið upp á stöðum víðs vegar um Sýrland sem eru rústir einar vegna stríðsins. Þá eru öll börnin sem koma fram í myndbandinu á flótta og taka þátt í verkefnum á vegum UNICEF þar sem þau fá sálrænan stuðning. Myndbandið má sjá hér að neðan.
Sýrland Tengdar fréttir Tugir látnir og á annað hundrað særðir eftir sprengjuárásir í Damaskus Sprengjuárásin átti sér stað á rútustöð í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Var árásunum beint að pílagrímsförum úr hópi sjíta múslima. 11. mars 2017 16:02 Vilja fjölga hermönnum enn frekar í Sýrlandi Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum undirbúa að senda þúsund hermenn til Sýrlands til að styðja árásina á Raqqa. 15. mars 2017 18:45 Tvær sjálfsmorðsárásir á sex ára afmæli uppreisnarinnar í Sýrlandi Minnst 25 eru látnir eftir tvær sjálfsmorðsárásir í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. 15. mars 2017 14:03 Mest lesið Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Fjórir handteknir í tengslum við þjófnað af ferðamönnum Innlent Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Erlent Fleiri fréttir Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Vörpuðu fimmtíu sprengjum á þrjú skotmörk í Jemen Trump ekki dæmdur í fangelsi Sagðir hafa greitt heimilislausum til að þykjast vera stuðningsmenn Trumps Staðfesta að 2024 var heitasta árið í mælingasögunni Sóttu sér meira en milljón ára gamlan ís á Suðurskautslandinu Sjá meira
Tugir látnir og á annað hundrað særðir eftir sprengjuárásir í Damaskus Sprengjuárásin átti sér stað á rútustöð í Damaskus, höfuðborg Sýrlands, í dag. Var árásunum beint að pílagrímsförum úr hópi sjíta múslima. 11. mars 2017 16:02
Vilja fjölga hermönnum enn frekar í Sýrlandi Hernaðaryfirvöld í Bandaríkjunum undirbúa að senda þúsund hermenn til Sýrlands til að styðja árásina á Raqqa. 15. mars 2017 18:45
Tvær sjálfsmorðsárásir á sex ára afmæli uppreisnarinnar í Sýrlandi Minnst 25 eru látnir eftir tvær sjálfsmorðsárásir í Damaskus, höfuðborg Sýrlands. 15. mars 2017 14:03