Rússar og Kínverjar komu í veg fyrir aðgerðir gegn Sýrlandi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. mars 2017 07:00 Vladimir Safronkov, fulltrúi Rússlands í ráðinu, beitti neitunarvaldi fyrir hönd Rússa. vísir/getty Rússland og Kína beittu neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir samþykkt ályktunar um refsiaðgerðir gegn Sýrlandi. Aðgerðirnar höfðu verið lagðar til vegna notkunar sýrlenska hersins á efnavopnum í borgarastríði landsins. Þetta er í sjöunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi á vettvangi Öryggisráðsins til að koma í veg fyrir aðgerðir gagnvart Sýrlandi. Kína hefur beitt neitunarvaldi sex sinnum í sambærilegum atkvæðagreiðslum. Sýrlenska stjórnin samþykkti að eyða efnavopnum sínum árið 2013 í kjölfar samkomulags þess efnis við Bandaríkin og Rússland. Rannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna leiddi hins vegar í ljós að herinn hefði beitt klórgasi þrisvar á árunum 2014 og 2015. Því hafa stjórnvöld vísað alfarið á bug. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu einnig í ljós að vígamenn Íslamska ríkisins hafa beitt sinnepsgasi í hernaði sínum. Tillagan var lögð fram af Bretum og Frökkum. Samkvæmt henni var óheimilt að selja þyrlur til Sýrlands. Þá voru lagðar til refsiaðgerðir sem beindust að ellefu sýrslenskum hershöfðingjum og tíu hersveitum sem tóku þátt í aðgerðunum. Níu meðlimir ráðsins greiddu tillögunni atkvæði sitt. Kína, Rússland og Bólivía greiddu atkvæði gegn henni. Egyptaland, Kasakstan og Eþíópía sátu hjá við afgreiðslu málsins. Til að tillaga teljist samþykkt á vettvangi ráðsins þarf samþykki níu þjóða og enginn fastameðlima þess má beita neitunarvaldi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafði gefið það út að refsiaðgerðir gegn Sýrlendingum væru „algerlega óviðeigandi“ og þær „myndu aðeins spilla trausti“ í yfirstandandi friðarviðræðum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira
Rússland og Kína beittu neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir samþykkt ályktunar um refsiaðgerðir gegn Sýrlandi. Aðgerðirnar höfðu verið lagðar til vegna notkunar sýrlenska hersins á efnavopnum í borgarastríði landsins. Þetta er í sjöunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi á vettvangi Öryggisráðsins til að koma í veg fyrir aðgerðir gagnvart Sýrlandi. Kína hefur beitt neitunarvaldi sex sinnum í sambærilegum atkvæðagreiðslum. Sýrlenska stjórnin samþykkti að eyða efnavopnum sínum árið 2013 í kjölfar samkomulags þess efnis við Bandaríkin og Rússland. Rannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna leiddi hins vegar í ljós að herinn hefði beitt klórgasi þrisvar á árunum 2014 og 2015. Því hafa stjórnvöld vísað alfarið á bug. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu einnig í ljós að vígamenn Íslamska ríkisins hafa beitt sinnepsgasi í hernaði sínum. Tillagan var lögð fram af Bretum og Frökkum. Samkvæmt henni var óheimilt að selja þyrlur til Sýrlands. Þá voru lagðar til refsiaðgerðir sem beindust að ellefu sýrslenskum hershöfðingjum og tíu hersveitum sem tóku þátt í aðgerðunum. Níu meðlimir ráðsins greiddu tillögunni atkvæði sitt. Kína, Rússland og Bólivía greiddu atkvæði gegn henni. Egyptaland, Kasakstan og Eþíópía sátu hjá við afgreiðslu málsins. Til að tillaga teljist samþykkt á vettvangi ráðsins þarf samþykki níu þjóða og enginn fastameðlima þess má beita neitunarvaldi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafði gefið það út að refsiaðgerðir gegn Sýrlendingum væru „algerlega óviðeigandi“ og þær „myndu aðeins spilla trausti“ í yfirstandandi friðarviðræðum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Fleiri fréttir Fjallaði um stríðsátök í jólaávarpinu Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Seinfeld og Friends-leikari látinn Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Þau kvöddu á árinu 2025 Kynnti drög að nýrri friðaráætlun Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Nýjar ákærur á hendur Russell Brand Fleiri Epstein-skjöl birt: Bað um „óviðeigandi vinkonur“ Saka AfD um að ganga erinda Kremlverja Kínverjar og Rússar lýsa yfir stuðningi við Venesúela Skapari Call of Duty lést í bílslysi Trump nefnir nýja kynslóð orrustuskipa í höfuðið á sjálfum sér „Bandaríkin eiga ekki að taka yfir Grænland“ Nýr ritstjóri stöðvaði umfjöllun um brottvísanir Trump Breiddi út faðminn fyrir rasista: „Þið þurfið ekki að biðjast afsökunar á að vera hvít lengur“ Sprengdu rússneskan hershöfðingja í loft upp í Moskvu Undirbúningur árásarinnar stóð yfir í marga mánuði Trump skipar sendifulltrúa fyrir Grænland Segir unnið að því að móta sameiginlega nálgun Bandaríkjanna, Úkraínu og Evrópu Sýknaður af nauðgun eftir að hafa verið skimaður fyrir sjaldgæfri svefnröskun Málið sem Trump getur ekki losað sig við Grunaður um manndráp eftir að tveggja ára drengur féll úr blokk Fóru um borð í vélvana rússneskt skip Baulað á Albanese á minningarathöfn á Bondi-strönd Kvarta yfir ritskoðun Epstein-skjala: „Við vitum ekki hvað við vitum ekki“ Níu skotnir til bana á krá Sextán ára fékk greitt fyrir að færa Epstein stúlkur Ljósmyndir horfnar úr Epstein-skjölunum, þar á meðal ein af Trump Sjá meira