Rússar og Kínverjar komu í veg fyrir aðgerðir gegn Sýrlandi Jóhann Óli Eiðsson skrifar 1. mars 2017 07:00 Vladimir Safronkov, fulltrúi Rússlands í ráðinu, beitti neitunarvaldi fyrir hönd Rússa. vísir/getty Rússland og Kína beittu neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir samþykkt ályktunar um refsiaðgerðir gegn Sýrlandi. Aðgerðirnar höfðu verið lagðar til vegna notkunar sýrlenska hersins á efnavopnum í borgarastríði landsins. Þetta er í sjöunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi á vettvangi Öryggisráðsins til að koma í veg fyrir aðgerðir gagnvart Sýrlandi. Kína hefur beitt neitunarvaldi sex sinnum í sambærilegum atkvæðagreiðslum. Sýrlenska stjórnin samþykkti að eyða efnavopnum sínum árið 2013 í kjölfar samkomulags þess efnis við Bandaríkin og Rússland. Rannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna leiddi hins vegar í ljós að herinn hefði beitt klórgasi þrisvar á árunum 2014 og 2015. Því hafa stjórnvöld vísað alfarið á bug. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu einnig í ljós að vígamenn Íslamska ríkisins hafa beitt sinnepsgasi í hernaði sínum. Tillagan var lögð fram af Bretum og Frökkum. Samkvæmt henni var óheimilt að selja þyrlur til Sýrlands. Þá voru lagðar til refsiaðgerðir sem beindust að ellefu sýrslenskum hershöfðingjum og tíu hersveitum sem tóku þátt í aðgerðunum. Níu meðlimir ráðsins greiddu tillögunni atkvæði sitt. Kína, Rússland og Bólivía greiddu atkvæði gegn henni. Egyptaland, Kasakstan og Eþíópía sátu hjá við afgreiðslu málsins. Til að tillaga teljist samþykkt á vettvangi ráðsins þarf samþykki níu þjóða og enginn fastameðlima þess má beita neitunarvaldi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafði gefið það út að refsiaðgerðir gegn Sýrlendingum væru „algerlega óviðeigandi“ og þær „myndu aðeins spilla trausti“ í yfirstandandi friðarviðræðum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira
Rússland og Kína beittu neitunarvaldi í Öryggisráði Sameinuðu þjóðanna til að koma í veg fyrir samþykkt ályktunar um refsiaðgerðir gegn Sýrlandi. Aðgerðirnar höfðu verið lagðar til vegna notkunar sýrlenska hersins á efnavopnum í borgarastríði landsins. Þetta er í sjöunda sinn sem Rússar beita neitunarvaldi á vettvangi Öryggisráðsins til að koma í veg fyrir aðgerðir gagnvart Sýrlandi. Kína hefur beitt neitunarvaldi sex sinnum í sambærilegum atkvæðagreiðslum. Sýrlenska stjórnin samþykkti að eyða efnavopnum sínum árið 2013 í kjölfar samkomulags þess efnis við Bandaríkin og Rússland. Rannsókn á vegum Sameinuðu þjóðanna leiddi hins vegar í ljós að herinn hefði beitt klórgasi þrisvar á árunum 2014 og 2015. Því hafa stjórnvöld vísað alfarið á bug. Niðurstöður rannsóknarinnar leiddu einnig í ljós að vígamenn Íslamska ríkisins hafa beitt sinnepsgasi í hernaði sínum. Tillagan var lögð fram af Bretum og Frökkum. Samkvæmt henni var óheimilt að selja þyrlur til Sýrlands. Þá voru lagðar til refsiaðgerðir sem beindust að ellefu sýrslenskum hershöfðingjum og tíu hersveitum sem tóku þátt í aðgerðunum. Níu meðlimir ráðsins greiddu tillögunni atkvæði sitt. Kína, Rússland og Bólivía greiddu atkvæði gegn henni. Egyptaland, Kasakstan og Eþíópía sátu hjá við afgreiðslu málsins. Til að tillaga teljist samþykkt á vettvangi ráðsins þarf samþykki níu þjóða og enginn fastameðlima þess má beita neitunarvaldi. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafði gefið það út að refsiaðgerðir gegn Sýrlendingum væru „algerlega óviðeigandi“ og þær „myndu aðeins spilla trausti“ í yfirstandandi friðarviðræðum. Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Birtist í Fréttablaðinu Sýrland Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Viðskipti innlent Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Innlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Erlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Innlent Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Erlent Fleiri fréttir Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Fyrrverandi utanríkismálastjóri ESB handtekinn Sparka Hitler-eftirhermu úr Valkosti fyrir Þýskaland Íhuga að banna stjórnmálaflokkum að taka við rafmyntum Forstjórar Volvo og Polestar vara við frestun „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Trump sagður hafa sett Maduro afarkosti Segir Pokrovsk geta orðið stökkpall lengra inn í Úkraínu Sjá meira