Er ég einn í soðkökunni? Tómas Þór Þórðarson skrifar 2. mars 2017 07:00 Í gær lauk þriggja daga hátíð sem samanstendur af bolludegi, sprengidegi og öskudegi. Þetta er hamingjusamasta hátíð ársins þar sem henni fylgir bara át á rjómafylltu deigi með glassúr, söltuðu kjöti og nammi. Bollusprengiöskudegi fylgir ekkert stress eins og jólunum og engar gjafir. Hátíðarnar gerast ekki mikið betri. Bolludagur hefur alltaf verið uppáhaldið mitt. Hann varð enn betri þegar ég fann sálufélaga í vinnunni sem er jafnmikill aðdáandi en saman hefjum við svokallaða bolluviku 6-7 dögum áður en bolludagurinn sjálfur gengur í garð. Ég skal þó viðurkenna að þegar ég var hálfnaður í gegnum eina Nutella-bollu frá Bakarameistaranum í öðru bollukaffi mánudagsins eftir sex daga át var ég feginn að 300 plús dagar eru í næsta bolluát. Öskudagurinn er minnst sérstakur í minningunni. Þrátt fyrir ágætis barnæsku var búningagerð eða áhugi á þeim ekki í fyrirrúmi hjá foreldrum mínum. Í eina skiptið sem ég grenjaði í gegn að fá alvöru búning reif ég grænu sokkabuxurnar hans Hróa hattar frá rassgati til pungs og þurfti að klára daginn í gallabuxum. Engum hefði verið hleypt inn í Skírisskóg þannig klæddum. Stærsta spurningin mín varðandi þessa hátíð er í tengslum við sprengidaginn þar sem saltkjöt og baunir (túkall, sorrí, ég varð) er á boðstólum hjá landsmönnum. Ég ólst upp við að fá og fæ enn einhvers konar soðinn hafraklatta sem kallast soðkaka. Með hverju árinu virðist koma betur og betur í ljós að þetta er bara á boðstólum á mínu heimili. Það virðist enginn kannast við þetta, eða hvað?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tómas Þór Þórðarson Mest lesið Opið bréf til Miðflokksmanna Snorri Másson Skoðun Opnum Tröllaskagann Helgi Jóhannsson Skoðun Henti Íslandi undir strætisvagninn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Lesskilningur eða lesblinda??? Jóhannes Jóhannesson Skoðun Forvarnateymi grunnskóla – góð hugmynd sem má ekki sofna Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Jesús who? Atli Þórðarson Skoðun Til þeirra sem fagna Doktornum! Kristján Freyr Halldórsson Skoðun Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Hringekja verðtryggingar og hárra vaxta Benedikt Gíslason Skoðun Ávinningur af endurhæfingu – aukum lífsgæðin Ólafur H. Jóhannsson Skoðun
Í gær lauk þriggja daga hátíð sem samanstendur af bolludegi, sprengidegi og öskudegi. Þetta er hamingjusamasta hátíð ársins þar sem henni fylgir bara át á rjómafylltu deigi með glassúr, söltuðu kjöti og nammi. Bollusprengiöskudegi fylgir ekkert stress eins og jólunum og engar gjafir. Hátíðarnar gerast ekki mikið betri. Bolludagur hefur alltaf verið uppáhaldið mitt. Hann varð enn betri þegar ég fann sálufélaga í vinnunni sem er jafnmikill aðdáandi en saman hefjum við svokallaða bolluviku 6-7 dögum áður en bolludagurinn sjálfur gengur í garð. Ég skal þó viðurkenna að þegar ég var hálfnaður í gegnum eina Nutella-bollu frá Bakarameistaranum í öðru bollukaffi mánudagsins eftir sex daga át var ég feginn að 300 plús dagar eru í næsta bolluát. Öskudagurinn er minnst sérstakur í minningunni. Þrátt fyrir ágætis barnæsku var búningagerð eða áhugi á þeim ekki í fyrirrúmi hjá foreldrum mínum. Í eina skiptið sem ég grenjaði í gegn að fá alvöru búning reif ég grænu sokkabuxurnar hans Hróa hattar frá rassgati til pungs og þurfti að klára daginn í gallabuxum. Engum hefði verið hleypt inn í Skírisskóg þannig klæddum. Stærsta spurningin mín varðandi þessa hátíð er í tengslum við sprengidaginn þar sem saltkjöt og baunir (túkall, sorrí, ég varð) er á boðstólum hjá landsmönnum. Ég ólst upp við að fá og fæ enn einhvers konar soðinn hafraklatta sem kallast soðkaka. Með hverju árinu virðist koma betur og betur í ljós að þetta er bara á boðstólum á mínu heimili. Það virðist enginn kannast við þetta, eða hvað?Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun
Hafa íslenskir neytendur sama rétt og evrópskir? Ásthildur Lóa Þórsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun