Valtteri Bottas var fljótastur og Mercedes fór lengst Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 1. mars 2017 19:30 Valtteri Bottas og Sebastian Vettel á brautinni í dag. Vísir/Getty Valtteri Bottas á Mercedes fór hraðast allra á þriðja æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Bottas fór hringinn á Barselónabrautinni á 1:19,705. Mercedes bíllinn fór 75 hringi undir stjórn Bottas og aðra 95 undir stjórn Lewis Hamilton. Samtals fór bíllinn því 170 hringi í dag. Sebastian Vettel á Ferrari átti afar góðan dag. Hann ók 139 hringi og var næst fljótastur. Hann var fjórðung úr sekúndu hægari en Bottas en á harðari dekkjagerð og tíminn því afar góður í þeim samanburði. Ferrari bíllinn virtist svo verða eldsneytislaus undir lok æfingarinnar og þurfti Vettel þá að hætta þátttöku á æfingunni. Hugsanlega var Ferrari að láta bílinn verða eldsneytislausan viljandi. Með því getur liðið stillt mælana og vitað nákvæmlega hversu langt bíllinn keyrir.Williams bíllinn eftir að Lance Stroll skellti honum á varnarvegg.Vísir/GettyMarcus Ericsson kom Sauber bílnum 126 hringi í dag og var sjötti fljótasti ökumaðurinn, rétt rúmum tveimur sekúndum hægari en Bottas. Lance Stroll, nýliðinn hjá Williams hefur ekki sannað sig um borð í bíl liðsins. Annan daginn í röð skemmir hann bílinn með þeim afleiðingum að liðið þarf að hætta æfingum þann daginn. Ekki draumabyrjun fyrir þennan 18 ára ökumann. McLaren liðið náði loksins ágætum æfingadegi, bíllinn fór 72 hringi með Fernando Alonso innanborðs. Æfingar halda áfram í fyrramálið og Vísir fylgist áfram með gangi mála. Formúla Tengdar fréttir Kimi Raikkonen fljótastur á öðrum degi æfinga Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra á öðrum æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Æfingar halda áfram í Barselóna næstu tvo daga. 28. febrúar 2017 21:30 Toro Rosso afhjúpar nýjan bíl Toro Rosso liðið í Formúlu 1 hefur afhjúðað nýjan keppnisbíl fyrir komandi tímabil. Bíllinn skartar nýjum litum fyrir liðið. Bíllinn ber nafnið STR12. 26. febrúar 2017 23:30 Hamilton fljótastur og Mercedes fór lengst Fyrsti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 er að kvöldi kominn. Lewis Hamilton var fljótastur á Barselóna brautinni í dag. Mercedes liðið ók lengst allra. 27. febrúar 2017 21:30 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Valtteri Bottas á Mercedes fór hraðast allra á þriðja æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Bottas fór hringinn á Barselónabrautinni á 1:19,705. Mercedes bíllinn fór 75 hringi undir stjórn Bottas og aðra 95 undir stjórn Lewis Hamilton. Samtals fór bíllinn því 170 hringi í dag. Sebastian Vettel á Ferrari átti afar góðan dag. Hann ók 139 hringi og var næst fljótastur. Hann var fjórðung úr sekúndu hægari en Bottas en á harðari dekkjagerð og tíminn því afar góður í þeim samanburði. Ferrari bíllinn virtist svo verða eldsneytislaus undir lok æfingarinnar og þurfti Vettel þá að hætta þátttöku á æfingunni. Hugsanlega var Ferrari að láta bílinn verða eldsneytislausan viljandi. Með því getur liðið stillt mælana og vitað nákvæmlega hversu langt bíllinn keyrir.Williams bíllinn eftir að Lance Stroll skellti honum á varnarvegg.Vísir/GettyMarcus Ericsson kom Sauber bílnum 126 hringi í dag og var sjötti fljótasti ökumaðurinn, rétt rúmum tveimur sekúndum hægari en Bottas. Lance Stroll, nýliðinn hjá Williams hefur ekki sannað sig um borð í bíl liðsins. Annan daginn í röð skemmir hann bílinn með þeim afleiðingum að liðið þarf að hætta æfingum þann daginn. Ekki draumabyrjun fyrir þennan 18 ára ökumann. McLaren liðið náði loksins ágætum æfingadegi, bíllinn fór 72 hringi með Fernando Alonso innanborðs. Æfingar halda áfram í fyrramálið og Vísir fylgist áfram með gangi mála.
Formúla Tengdar fréttir Kimi Raikkonen fljótastur á öðrum degi æfinga Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra á öðrum æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Æfingar halda áfram í Barselóna næstu tvo daga. 28. febrúar 2017 21:30 Toro Rosso afhjúpar nýjan bíl Toro Rosso liðið í Formúlu 1 hefur afhjúðað nýjan keppnisbíl fyrir komandi tímabil. Bíllinn skartar nýjum litum fyrir liðið. Bíllinn ber nafnið STR12. 26. febrúar 2017 23:30 Hamilton fljótastur og Mercedes fór lengst Fyrsti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 er að kvöldi kominn. Lewis Hamilton var fljótastur á Barselóna brautinni í dag. Mercedes liðið ók lengst allra. 27. febrúar 2017 21:30 Mest lesið Líður alltaf yfir hana þegar hún kemur í mark Sport „Hefði séð eftir því alla ævi“ Íslenski boltinn Scholes hættir og setur einhverfan son sinn í fyrsta sætið Enski boltinn „Mjög sáttur með samninginn“ Íslenski boltinn „Hann ætti bara að skrifa afsökunarbiblíuna“ Körfubolti Rekinn fyrir ummæli sín um krabbameinssjúka handboltagoðsögn Handbolti Rúmar tvær milljónir í boði ef þú finnur hundinn hans Aarons Ramsey Fótbolti Hefur spilað 16 mínútur og fengið tvö rauð spjöld Enski boltinn Carrick í einkaviðtali: Sigurinn á Anfield stór stund fyrir Man. Utd Enski boltinn Magnús Már í viðræðum við HK Íslenski boltinn Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Segir ákvörðunina þá erfiðustu sem hann hafi tekið Tekur marga milljarða með sér og gæti snúið aftur með öðru liði Verstappen vann og Piastri úr leik á fyrsta hring Verstappen á ráspól eftir skrautlega tímatöku Norris fljótastur á síðustu æfingu í Baku Piastri sagt að hleypa Norris fram úr en Verstappen vann Verstappen á ráspól með hraðasta hring sögunnar Sjá meira
Kimi Raikkonen fljótastur á öðrum degi æfinga Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur allra á öðrum æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Æfingar halda áfram í Barselóna næstu tvo daga. 28. febrúar 2017 21:30
Toro Rosso afhjúpar nýjan bíl Toro Rosso liðið í Formúlu 1 hefur afhjúðað nýjan keppnisbíl fyrir komandi tímabil. Bíllinn skartar nýjum litum fyrir liðið. Bíllinn ber nafnið STR12. 26. febrúar 2017 23:30
Hamilton fljótastur og Mercedes fór lengst Fyrsti æfingadagurinn fyrir komandi tímabil í Formúlu 1 er að kvöldi kominn. Lewis Hamilton var fljótastur á Barselóna brautinni í dag. Mercedes liðið ók lengst allra. 27. febrúar 2017 21:30