Dekkri hliðar nostalgíunnar Tómas Valgeirsson skrifar 2. mars 2017 12:15 Hugtakið nostalgía er talið geta þýtt tvennt: í fyrsta lagi heimþrá og í öðru lagi ljúfsáran söknuð til fyrri tíma, þegar allt var betra, einfaldara, viðkomandi var yngri o.þ.h. Hvort tveggja á mjög vel við um allan efniviðinn og undirstöðu þeirra þemu sem finna má í T2 Trainspotting. Á meðan Hollywood-færibandið leikur sér endalaust að því að halda upp á og selja þér nostalgíu, er mikla tilbreytingu að finna í þessari litlu, merkilega áhrifaríku framhaldssögu. Hér er aðeins meira kafað ofan í það slæma sem getur fylgt fortíðarþránni. Nú gægjumst við aftur í lífið hjá þeim Mark Renton, Spud Murphy, Simon og Begbie og skoðum hvernig þeir gera upp síðustu árin. Liðnir eru tveir áratugir síðan Mark Renton sveik gömlu félaga sína og stal frá þeim 16.000 pundum. Sagan hefst þegar hann snýr aftur til heimaslóðanna, en þá vaknar að sjálfsögðu sú mikilvæga spurning: Hversu líklegt þykir það að Begbie, sem er nýsloppinn úr fangelsi, nái að halda „kúlinu“ þegar hann fréttir af því? Þegar Trainspotting kom út árið '96 fór það ekki fram hjá fólki hvað leikstjórinn Danny Boyle náði að gæða þessa svokölluðu „músík-vídeó“ kvikmyndagerð miklu lífi og flytja hana upp á glænýtt stig. Myndin eldist vel því hún er hress, truflandi, faglega unnin og í alla staði minnisstæð. Það var í rauninni aldrei hægt að toppa frummyndina en í T2 Trainspotting er ekki einu sinni reynt að leggja í slíka örvæntingu. Í stað þess að apa eftir sambærilegri formúlu fáum við allt öðruvísi kvikindi; sögu um minningar, vináttu, gremju, eftirsjá, sjálfsskoðun, kynslóðina fyrir neðan og rembinginn við það að horfa fram á við. Útkoman er mildari, blíðari, þroskaðri og jafnvel aðeins ýktari bíómynd, sem græðir reyndar líka á því að vera hröð, klikkuð og fyndin á köflum. Fjórmenningarnir eru allir í forgrunni hér en þegar upp er staðið er það Spud sem er aðall sögunnar og nær eflaust bestu tengingunni við áhorfandann. Ewen Bremner nær enn áreynslulaust að eigna sér einfalda ljúflinginn sem lumar á ýmsum hæfileikum. Ewan McGregor og Jonny Lee Miller eru heldur ekki lengi að finna gömlu taktana, sömuleiðis Robert Carlyle, sem týnir sér aftur í hlutverki hins bráðláta Begbie á brillerandi máta. Búlgarska leikkonan Anjela Nedyalkova lætur annars vel um sig fara innan um drengina sem „kærasta“ Simons, Veronika, trúlega snjallasta persóna myndarinnar.Ewan McGregor á rauðadreglinum á frumsýningu T2 Trainspotting í Edinborg í lok janúar.NORDICPHOTOS/AFPDanny Boyle er vissulega ekki alveg sami leikstjóri og þegar hann var að byrja, en lítið hefur það þó breyst hvað hann hefur frábært auga fyrir dýnamískri beitingu á tökuvélinni, gott eyra fyrir flottri tónlistarnotkun og oftast þétt tök á keyrslu með úthugsaðri klippingu. T2 er talsvert rólegri mynd heldur en sú fyrri en það vantar samt ekki púlsinn eða orkuna sem Boyle stuðar í rennslið, eins með allt skrautið sem fylgir poppandi litadýrðinni í stílbrögðunum. Tónlistarvalið spilar líka stóran þátt í þessu og virðist algjörlega smellpassa við og líma þetta allt saman. Myndin er lauslega byggð á framhaldsbókinni Porno, sem Irvine Welsh gaf út árið 2002, en segir að mestu frumsamda sögu. Myndin yfirstígur samt aldrei þann galla að hana skortir þessi „sjokk-áhrif“ sem einkenndu þá fyrri (enda þessi bara bönnuð innan tólf hér!). Auk þess eru nokkrir litlir söguþræðir skildir eftir í lausu lofti, sem gerir heildina pínu slitrótta. En í stærra samhenginu siglir T2 í áttina að fullnægjandi samantekt með skemmtilegri framvindu þar sem glímt er við flóknar tilfinningar af mikilli sál og hreinskilni. Forveri hennar er virtur og ýmsu bætt við hann frekar en að setja sig í gömlu sporin aftur. Ef myndin er skoðuð með opnum huga er líklegt að Trainspotting-aðdáendur sjái hana sem annaðhvort verðuga framlengingu eða eftirmála sem er bitastæður á sinn hátt. Það er gaman að hanga með þessum aulum aftur og er lítið grafalvarlegt til að setja út á, nema arfaslaka titilinn.Niðurstaða: T2 Trainspotting verður aldrei sama klassíkin og forveri hennar en vel heppnuð er hún samt sem áður. Léttgeggjuð, lifandi, stílísk og skemmtileg saga um minningar, uppgjör og vináttu. Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Hugtakið nostalgía er talið geta þýtt tvennt: í fyrsta lagi heimþrá og í öðru lagi ljúfsáran söknuð til fyrri tíma, þegar allt var betra, einfaldara, viðkomandi var yngri o.þ.h. Hvort tveggja á mjög vel við um allan efniviðinn og undirstöðu þeirra þemu sem finna má í T2 Trainspotting. Á meðan Hollywood-færibandið leikur sér endalaust að því að halda upp á og selja þér nostalgíu, er mikla tilbreytingu að finna í þessari litlu, merkilega áhrifaríku framhaldssögu. Hér er aðeins meira kafað ofan í það slæma sem getur fylgt fortíðarþránni. Nú gægjumst við aftur í lífið hjá þeim Mark Renton, Spud Murphy, Simon og Begbie og skoðum hvernig þeir gera upp síðustu árin. Liðnir eru tveir áratugir síðan Mark Renton sveik gömlu félaga sína og stal frá þeim 16.000 pundum. Sagan hefst þegar hann snýr aftur til heimaslóðanna, en þá vaknar að sjálfsögðu sú mikilvæga spurning: Hversu líklegt þykir það að Begbie, sem er nýsloppinn úr fangelsi, nái að halda „kúlinu“ þegar hann fréttir af því? Þegar Trainspotting kom út árið '96 fór það ekki fram hjá fólki hvað leikstjórinn Danny Boyle náði að gæða þessa svokölluðu „músík-vídeó“ kvikmyndagerð miklu lífi og flytja hana upp á glænýtt stig. Myndin eldist vel því hún er hress, truflandi, faglega unnin og í alla staði minnisstæð. Það var í rauninni aldrei hægt að toppa frummyndina en í T2 Trainspotting er ekki einu sinni reynt að leggja í slíka örvæntingu. Í stað þess að apa eftir sambærilegri formúlu fáum við allt öðruvísi kvikindi; sögu um minningar, vináttu, gremju, eftirsjá, sjálfsskoðun, kynslóðina fyrir neðan og rembinginn við það að horfa fram á við. Útkoman er mildari, blíðari, þroskaðri og jafnvel aðeins ýktari bíómynd, sem græðir reyndar líka á því að vera hröð, klikkuð og fyndin á köflum. Fjórmenningarnir eru allir í forgrunni hér en þegar upp er staðið er það Spud sem er aðall sögunnar og nær eflaust bestu tengingunni við áhorfandann. Ewen Bremner nær enn áreynslulaust að eigna sér einfalda ljúflinginn sem lumar á ýmsum hæfileikum. Ewan McGregor og Jonny Lee Miller eru heldur ekki lengi að finna gömlu taktana, sömuleiðis Robert Carlyle, sem týnir sér aftur í hlutverki hins bráðláta Begbie á brillerandi máta. Búlgarska leikkonan Anjela Nedyalkova lætur annars vel um sig fara innan um drengina sem „kærasta“ Simons, Veronika, trúlega snjallasta persóna myndarinnar.Ewan McGregor á rauðadreglinum á frumsýningu T2 Trainspotting í Edinborg í lok janúar.NORDICPHOTOS/AFPDanny Boyle er vissulega ekki alveg sami leikstjóri og þegar hann var að byrja, en lítið hefur það þó breyst hvað hann hefur frábært auga fyrir dýnamískri beitingu á tökuvélinni, gott eyra fyrir flottri tónlistarnotkun og oftast þétt tök á keyrslu með úthugsaðri klippingu. T2 er talsvert rólegri mynd heldur en sú fyrri en það vantar samt ekki púlsinn eða orkuna sem Boyle stuðar í rennslið, eins með allt skrautið sem fylgir poppandi litadýrðinni í stílbrögðunum. Tónlistarvalið spilar líka stóran þátt í þessu og virðist algjörlega smellpassa við og líma þetta allt saman. Myndin er lauslega byggð á framhaldsbókinni Porno, sem Irvine Welsh gaf út árið 2002, en segir að mestu frumsamda sögu. Myndin yfirstígur samt aldrei þann galla að hana skortir þessi „sjokk-áhrif“ sem einkenndu þá fyrri (enda þessi bara bönnuð innan tólf hér!). Auk þess eru nokkrir litlir söguþræðir skildir eftir í lausu lofti, sem gerir heildina pínu slitrótta. En í stærra samhenginu siglir T2 í áttina að fullnægjandi samantekt með skemmtilegri framvindu þar sem glímt er við flóknar tilfinningar af mikilli sál og hreinskilni. Forveri hennar er virtur og ýmsu bætt við hann frekar en að setja sig í gömlu sporin aftur. Ef myndin er skoðuð með opnum huga er líklegt að Trainspotting-aðdáendur sjái hana sem annaðhvort verðuga framlengingu eða eftirmála sem er bitastæður á sinn hátt. Það er gaman að hanga með þessum aulum aftur og er lítið grafalvarlegt til að setja út á, nema arfaslaka titilinn.Niðurstaða: T2 Trainspotting verður aldrei sama klassíkin og forveri hennar en vel heppnuð er hún samt sem áður. Léttgeggjuð, lifandi, stílísk og skemmtileg saga um minningar, uppgjör og vináttu.
Bíó og sjónvarp Menning Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Ómerkilegir þættir um merkilega konu Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira