Víkingurinn Magnús K Magnússon og HK-ingurinn Kolfinna Bjarnadóttir urðu í dag Íslandsmeistarar í borðtennis.
Magnús K Magnússon varð Íslandsmeistari í þriðja sinn á síðustu fjórum árum en þetta er fyrsti Íslandsmeistaratitill Kolfinnu.
Magnús vann Kára Mímisson úr KR í úrslitaleiknum sem fór 4-0 fyrir Magnús. Íslandmeistarinn frá því í fyrra, Daði Freyr Magnússon, tapaði í undanúrslitum á móti Kára Mímissyni.
Kolfinna Bjarnadóttir vann Aldísi Rún Lárusdóttur úr KR í úrslitaleiknum hjá konunum. Aldís Rún var á palli í öllum flokkum en hún fékk gull í tvenndarleik og silfur í tvíliðaleik
Verðlaun á mótinu skiptust á milli fimm félaga eða HK, KR, BH, Víkinga og Dímon en keppnin í ár var sú mest spennandi í mörg ár.
Íslandsmeistari í einliðaleik karla:
Magnús K Magnússon, Víkingi
Íslandsmeistari í einliðaleik kvenna:
Kolfinna Bjarnadóttir, HK
Íslandsmeistarar í tvíliðaleik karla:
Kári Mímisson og Kári Ármannsson KR sigruðu Magnús K Magnússon og Daða Frey Guðmundsson úr Víking
Íslandsmeistarar í tvíliðaleik kvenna
Ásta Urbancic KR og Bergrún Linda Björgvinsdóttir Dímon unnu Aldísi Rún Lárusdóttur og Auði Tinnu Aðalbjarnardóttur.
Íslandsmeistarar í tvenndarleik:
Aldís Rún Lárusdóttir og Davíð Jónsson KR
Íslandsmeistari í 1. flokki karla:
Tómas Shelton BH
Íslandsmeistari í 1. flokki kvenna:
Auður Tinna Aðalbjarnardóttir KR
Íslandsmeistari í 2. flokki karla:
Karl A Claessen KR
Íslandsmeistari í 2. flokki kvenna:
Kristín Ingibjörg Magnúsdóttir KR
Magnús og Kolfinna Íslandsmeistarar í borðtennis
Óskar Ófeigur Jónsson skrifar

Mest lesið





„Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“
Enski boltinn

Sár Verstappen hótar sniðgöngu
Formúla 1

Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd
Enski boltinn


Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna
Körfubolti
