Valtteri Bottas fljótastur á öðrum æfingadegi Kristinn Ásgeir Gylfason skrifar 8. mars 2017 23:00 Valtteri Bottas fór hraðast allra í dag. Vísir/Getty Finnski ökumaður Mercedes liðsins, Valtteri Bottas var fljótastur á öðrum degi seinni æfingalotunnar fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Max Verstappen á Red Bull fór lengst, 102 hringi. Fljótasti maður gærdagsins, Felipe Massa varð annar í dag á hraðari tíma en í gær á Williams bílnum. Massa ók 63 hringi en eftir hádegi settist Lance Stroll undir stýri í Williams bílnum og ók 59 stórvandræðalausa hringi. Kimi Raikkonen varð þriðji fljótastur í dag en fór ekki nema 53 hringi. Ferrari bíllinn var að glíma við vökvakerfisvandræði í morgun og svo flaug Finninn útaf eftir hádegi og skaddaði framvænginn. Eftir það var ævintýrið úti í dag.Ætli Fernando Alonso verði í bílnum í Ástralíu þann 26. mars?Vísir/gettyMcLaren bíllinn fór skemmst allra bíla í dag. Hann fór 46 hringi undir stjórn Fernando Alonso. Vaxandi orðrómur er á kreiki um að Alonso verði hugsanlega ekki með McLaren liðinu í keppnum tímabilsins. Það á þó eftir að koma nánar í ljós þegar nær dregur. Einungis tveir dagar eru eftir af æfingum þangað til liðin koma sér fyrir í Ástralíu þar sem fyrsta keppni tímabilsins fer fram eftir 18 daga. Vísir mun fylgjast áfram með æfingum á morgun. Formúla Tengdar fréttir Kimi Raikkonen fljótastur á þornandi braut Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á síðasta æfingadegi fyrri æfingalotunnar fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. 3. mars 2017 00:01 Felipe Massa fljótastur á fyrsta degi seinni æfingalotu Felipe Massa á Williams var fljótastur á fyrsta degi af fjórum í seinni æfingalotunni fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Massa fór auk þess flesta hringi ásamt Sebastian Vettel á Ferrari. 8. mars 2017 14:00 Valtteri Bottas var fljótastur og Mercedes fór lengst Valtteri Bottas á Mercedes fór hraðast allra á þriðja æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Bottas fór hringinn á Barselónabrautinni á 1:19,705. 1. mars 2017 19:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Finnski ökumaður Mercedes liðsins, Valtteri Bottas var fljótastur á öðrum degi seinni æfingalotunnar fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Max Verstappen á Red Bull fór lengst, 102 hringi. Fljótasti maður gærdagsins, Felipe Massa varð annar í dag á hraðari tíma en í gær á Williams bílnum. Massa ók 63 hringi en eftir hádegi settist Lance Stroll undir stýri í Williams bílnum og ók 59 stórvandræðalausa hringi. Kimi Raikkonen varð þriðji fljótastur í dag en fór ekki nema 53 hringi. Ferrari bíllinn var að glíma við vökvakerfisvandræði í morgun og svo flaug Finninn útaf eftir hádegi og skaddaði framvænginn. Eftir það var ævintýrið úti í dag.Ætli Fernando Alonso verði í bílnum í Ástralíu þann 26. mars?Vísir/gettyMcLaren bíllinn fór skemmst allra bíla í dag. Hann fór 46 hringi undir stjórn Fernando Alonso. Vaxandi orðrómur er á kreiki um að Alonso verði hugsanlega ekki með McLaren liðinu í keppnum tímabilsins. Það á þó eftir að koma nánar í ljós þegar nær dregur. Einungis tveir dagar eru eftir af æfingum þangað til liðin koma sér fyrir í Ástralíu þar sem fyrsta keppni tímabilsins fer fram eftir 18 daga. Vísir mun fylgjast áfram með æfingum á morgun.
Formúla Tengdar fréttir Kimi Raikkonen fljótastur á þornandi braut Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á síðasta æfingadegi fyrri æfingalotunnar fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. 3. mars 2017 00:01 Felipe Massa fljótastur á fyrsta degi seinni æfingalotu Felipe Massa á Williams var fljótastur á fyrsta degi af fjórum í seinni æfingalotunni fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Massa fór auk þess flesta hringi ásamt Sebastian Vettel á Ferrari. 8. mars 2017 14:00 Valtteri Bottas var fljótastur og Mercedes fór lengst Valtteri Bottas á Mercedes fór hraðast allra á þriðja æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Bottas fór hringinn á Barselónabrautinni á 1:19,705. 1. mars 2017 19:30 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Enski boltinn Meistarar verja Brynjar: „Allt er þetta ástríða og væntumþykja“ Körfubolti Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað Fótbolti „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Enski boltinn Uppgjörið: Keflavík - ÍR 81-90 | Aðeins Harry Potter getur bjargað Keflavík Körfubolti „Andleysi og aumingjaskapur í okkur öllum“ Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Enski boltinn Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Kimi Raikkonen fljótastur á þornandi braut Kimi Raikkonen á Ferrari var fljótastur á síðasta æfingadegi fyrri æfingalotunnar fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. 3. mars 2017 00:01
Felipe Massa fljótastur á fyrsta degi seinni æfingalotu Felipe Massa á Williams var fljótastur á fyrsta degi af fjórum í seinni æfingalotunni fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Massa fór auk þess flesta hringi ásamt Sebastian Vettel á Ferrari. 8. mars 2017 14:00
Valtteri Bottas var fljótastur og Mercedes fór lengst Valtteri Bottas á Mercedes fór hraðast allra á þriðja æfingadegi fyrir komandi tímabil í Formúlu 1. Bottas fór hringinn á Barselónabrautinni á 1:19,705. 1. mars 2017 19:30